Fréttablaðið - 26.10.2019, Qupperneq 32
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103
Messuþjónahópur ásamt sóknarpresti.
Í Hallgrímskirkju starfar fjöldi sjálf boðaliða sem taka þátt í starfi kirkjunnar með ýmsum
hætti. Meðal þeirra eru messu-
þjónar sem taka þátt í öllum
messum kirkjunnar. Hlutverk
þeirra felst meðal annars í að taka
hlýlega á móti kirkjugestum og
afhenda þeim sálmabækur og
-skrár, lesa Biblíutexta og almenna
kirkjubæn auk þess að aðstoða við
útdeilingu í altarisgöngum. Starf-
andi eru fimm hópar messuþjóna
sem skipta á milli sín messum
ársins.
Þeir sem vilja taka virkan þátt
í þessu starfi skrá sig í messuhóp
og taka þátt í messum á nokkurra
vikna fresti. Að vera í messuhóp er
ætlað að efla fólk og gefa þeim sem
vilja færi á að vera virkir þátttak-
endur í kirkjunni.
Öllum er velkomið að vera í
messuþjónahópi og er áhuga-
sömum bent á að hafa samband
við presta Hallgrímskirkju.
Lifandi þátttaka í
helgihaldi
Mikið verður um dýrðir á morgun þegar vígslu-afmæli Hallgrímskirkju
verður fagnað með hátíðarmessu
en þennan dag, 26. október, eru
33 ár frá vígslu Hallgrímskirkju.
Að auki minnumst við þann
27. október 345. ártíðar Hallgríms
Péturssonar.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni.
Messuþjónar aðstoða.
Tónlistarflutningur: Mótettu-
kór Hallgrímskirkju. Stjórnandi er
Hörður Áskelsson og organisti er
Björn Steinar Sólbergsson.
Umsjón með barnastarfi
þennan dag hafa þau Bogi Bene-
diktsson og Rósa Árnadóttir.
Strax eftir messuna verða
afhent fyrstu eintök nýrrar þýð-
ingar og útgáfu Passíusálmanna
á ensku. Þýðandi er dr. Gracia
Grindal, ljóða- og sálmaskáld,
sem um langt skeið var prófessor
í prédikunarfræðum við Luther-
stofnunina í St. Paul, Minnesota.
Þýðingin er gefin út af Hall-
grímskirkju í samvinnu við
Skálholtsútgáfuna með stuðningi
Kristnisjóðs. Hún kemur út í
veglegu kiljuformi með vísunum
í steindan glugga Leifs Breið-
fjörð yfir kirkjudyrum og form
Hallgrímskirkju. Hönnuður
bókarinnar er Halla Sólveig Þor-
geirsdóttir.
Að lokinni athöfn og kirkju-
kaffi, rétt fyrir klukkan 13.00 mun
Leifur Breiðfjörð glerlistamaður
segja frá tilurð steinda glugg-
ans yfir kirkjudyrum, táknum,
merkingu, formum og litum.
Hátíðarmessa á
Hallgrímsdegi
Hátíðarmessa verður í Hallgrímskirkju á morgun.
Einar Karl Haraldsson, formaður útgáfustjórnar, segir bókina einstaklega vandaða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þjóðkirkjan hefur falið Hall-grímskirkju það verkefni að gefa Passíusálma Hallgríms
Péturssonar út á erlendum tungu-
málum. Ensk þýðing Arthurs
Charles Cook hefur verið prentuð
þrisvar sinnum en er nú uppseld,“
útskýrir Einar. „Það er alltaf ein-
hver hluti af hinum mikla fjölda
ferðamanna í kirkjunni sem er for-
vitinn um skáldið sem Hallgríms-
kirkja er helguð og vill kynna sér
Passíusálmana. Og við erum svo
heppin að spánný ensk þýðing var
fyrir hendi.“
Þroskað ljóðskáld að verki
Einar segir þau sem koma að
verkefninu vera himinlifandi með
þýðandann sem búi yfir viða-
mikilli og dýrmætri þekkingu.
„Það var hún sem valdi Hallgrím
og það er mikill happafengur fyrir
Hallgrímskirkju. Gracia Grindal
var prófessor í prédikunarfræðum
við Luther-stofnunina í Saint Paul
í Minnesota og er sjálf ljóða- og
sálmaskáld.
Hún lýsir því í fjörlegum for-
mála hvernig hún komst í kynni
við Passíusálmana við rannsóknir
á norrænum sálmum og kirkjutón-
list. Þegar hún komst á eftirlaun
gat hún helgað sig glímunni við
Passíusálmana. Hún lagði greini-
lega mikla alúð og vinnu í þýð-
inguna og lýsir því hve samvinna
hennar við Karl Sigurbjörnsson
biskup, Sigurð Sævarsson tónskáld
og Margréti Eggertsdóttur, rann-
sóknarprófessor við Árnastofnun,
skipti miklu máli fyrir útkomuna.“
Einar segir Grindal listilegan
þýðanda sem hafi frumtextann í
heiðri. „Það sést að þroskað ljóð-
skáld er að verki. Hún nær því að
vera nálæg frumtextanum og trú
tónlistinni sem honum tilheyrir.
Ljóðrænan tapast ekki í þýðingu
eins og stundum vill verða. Og
þetta er mikil kúnst því svo merki-
lega vill til, eins og hún lýsir, að
enskan, þetta orðríkasta mál allra
tungumála, er tildæmis fátæk af
rímorðum.“
Þá gæti hún þess einnig að
textinn sé aðgengilegur sam-
tímalesendum. „Gracia lýsir því
hvernig hún forðast að nota orð
sem hljóma ankannalega eða forn-
yrðisleg í eyrum lesenda í dag. Til
þess að nálgast íslenskuna leitar
hún í angló-saxíska málhefð þar
sem oft er að finna einfaldar og
skýrar samsvaranir.“
Litrík og vönduð hönnun
Líkt og í þýðingunni var mikill
metnaður lagður í hönnun bókar-
innar. „Útgáfustjórnin ákvað, að
tillögu Eddu Möller hjá Skálholts-
útgáfunni, að gefa ensku þýðing-
una út í veglegri kilju sem í sjálfu
sér er nýjung. Einnig var ákveðið
að nota myndstef úr 9 metra háum
steindum glugga Leifs Breiðfjörð,
sem er yfir aðaldyrum Hallgríms-
kirkju, í hönnun bókarinnar ásamt
formum úr kirkjunni,“ segir Einar.
„Tekinn er einkennislitur úr lita-
pallettu glerlistaverksins. Í ensku
útgáfunni er hann gulur sem er
tákn vonar, visku og þróttar. Aðrir
litir úr verkinu munu síðan ein-
kenna væntanlegar útgáfur meðal
annars á þýsku og dönsku. Hönn-
uður bókarinnar er Halla Sólveig
Þorgeirsdóttir.“
Einar segir Passíusálmana hafa
mikla þýðingu fyrir íslensku
þjóðina. „Þeir hafa verið gefnir út
í næstum 100 útgáfum, oftar en
nokkur önnur íslensk bók. Snilld
þeirra felst í persónulegri einlægni
skáldsins, meistaratökum á form-
inu og djúpri andlegri visku. Þeir
hafa verið fólki huggun, styrkur og
vegvísir í meir en 350 ár.“
Einar greinir áhuga á bókinni
meðal ferðafólks og segir hana enn
fremur eiga fullt erindi við afkom-
endur Vestur-Íslendinga. „Við
höldum að þessi aðgengilega enska
útgáfa eigi erindi til Vestur-Íslend-
inga enda eru Passíusálmarnir
sannarlega hluti af sameiginlegri
arfleifð okkar og þeirra. Hún gæti
líka þótt tilvalin til að gefa vinum
erlendis. Hægt verður að panta
hana gegnum heimasíðu Kirkju-
hússins og á Amazon.“
Þess má geta að sendiherrar
Bretlands og Kanada verða við-
staddir útgáfuathöfn við lok messu
í Hallgrímskirkju á morgun.
Passíusálmarnir
á ensku og í lit
Engin bók hefur verið prentuð jafn oft hér á landi og
Passíusálmarnir. Á morgun kemur út ný ensk þýðing og
er það dr. Gracia Grindal sem á heiðurinn af henni. Einar
Karl Haraldsson, formaður útgáfustjórnar, segir að hún sé
fyrsta konan sem ræðst í þýðingu á Passíusálmunum.
Snilld þeirra felst í
persónulegri
einlægni skáldsins,
meistaratökum á form-
inu og djúpri andlegri
visku. Þeir hafa verið
fólki huggun, styrkur og
vegvísir í meir en 350 ár.
2 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHALLGRÍMSKIRKJA
2
6
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
6
-9
6
8
C
2
4
1
6
-9
5
5
0
2
4
1
6
-9
4
1
4
2
4
1
6
-9
2
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K