Fréttablaðið - 31.10.2019, Page 4
Bankinn tilkynnti ekki
um hliðarstarfsemi sína eins
og skylt er.
®
37” BREYTTUR
CREW CAB
RAM 3500
GLÆSILEGT ÚTLIT, NÝJAR ÚTFÆRSLUR
OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI.
EIGUM TIL CREW CAB BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED
ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX.
EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM .
BJÓÐUM UPP Á 35”-40” BREYTINGAR
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK.
ramisland.is
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
VIÐSKIPTI Kvika banki lét hjá líða
að tilkynna Fjármálaeftirliti um
svonefnda hliðarstarfsemi bank-
ans, eins og kveðið er á um að gera
skuli í lögum um fjármálafyrirtæki.
Vegna þessa hafa bankinn og eftir-
litið gert með sér samkomulag um
að bankinn greiði sekt að fjárhæð
þrjár milljónir. Þetta kemur fram
í gagnsæistilkynningu eftirlitsins.
Segir þar að helstu skilyrði þess að
viðskiptabanki megi stunda hliðar-
starfsemi séu annars vegar að starf-
semin sé í eðlilegu framhaldi af
fjármálaþjónustu fyrirtækisins og
hins vegar að Fjármálaeftirlitinu sé
tilkynnt um starfsemina sem fyrir-
huguð er. Í lögunum er kveðið á um
að brot lögaðila á þessari tilkynn-
ingarskyldu geti numið frá fimm
hundruð þúsund krónum til átta
hundruð milljóna króna, en geti þó
farið umfram það að uppfylltum til-
teknum skilyrðum. – jþ
Kvika greiðir milljónir í sekt til Fjármálaeftirlitsins
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
1 Fjöl skyld u mað ur vann fyrst a vinn ing: „Af leig u mark aðn um
yfir í eig ið hús næð i“ Þriggja barna
fjölskyldufaðir á höfuðborgar-
svæðinu vann fyrsta vinning í
Lottói, tæpar 42 milljónir.
2 Freyja vann í Hæstarétti Hæstiréttur kvað upp dóm
sinn í gær í máli Barnaverndar-
stofu gegn Freyju Haraldsdóttur.
3 Þetta eru bestu veitingahús Íslands Veitingastaðurinn ÓX
er talinn besti veitingastaðurinn
á Íslandi að mati White Guide,
leiðarvísis um matargerð.
4 Súrefnismettunarmæla í allar flugvélar: „Ég var orðinn blár
í framan“ Daníel Wirkner fékk
flogakast um borð í vél Icelandair
á leið frá Alicante til Keflavíkur.
5 Syrgj endur í vímu eftir að ó vart var boðið upp á hass
köku í jarðar för Táningsdóttir
starfs manns veitinga hússins hafði
bakað kökuna fyrir annað til efni.
FERÐAÞJÓNUSTA Samtals 183.107
farþegar komu til Íslands með
skemmtiferðaskipum á þessu ári.
Síðasta skip sumarsins sigldi úr
Sundahöfn eftir miðnætti í fyrrinótt.
Það var farþegaskipið Astoria
sem bæði hóf skemmtisiglinga-
tímabilið til Íslands og lauk því.
Astoria kom fyrst til Sundahafnar
að morgni 16. mars og sigldi þaðan
síðustu ferðina í fyrrinótt.
Auk fyrrnefndra farþega var
80.241 áhafnarmeðlimur um borð
í skemmtiferðaskipunum 84 sem
hingað komu í alls 194 ferðum. – gar
Síðasta skipið í
haust fór í gær
Í Sundahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SAMFÉLAG Síðastliðinn mánudag
varð Jóna Guðrún Ólafsdóttir
fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu
að sjá greiðsluseðla frá Greiðslu-
miðlun upp á rúma milljón á
heimabanka sínum. Kannaðist
hún ekki við færslurnar sem voru
vegna viðskipta við raftækjarisann
Elko. Nánari athugun leiddi í ljós
að dóttir hennar, sem er í mikilli
neyslu, hafði náð að stofna reikn-
ing í hennar nafni á greiðslusmá-
forritinu Pei og gat þannig keypt
raftæki fyrir alla upphæðina.
„ Að öllu m lík indu m hef u r
hún komist yfir lykilorðið mitt á
Íslyklinum og það dugði til þess
að stofna reikning í mínu nafni
inni á þessu greiðsluforriti. Síðan
fæ ég bara fjóra greiðsluseðla inn á
heimabanka minn upp á rúma eina
milljón króna samtals og hef fjór-
tán daga til að borga,“ segir Jóna
Guðrún.
Hún hef ur ver ið opin með
reynslu sína sem aðstandandi fík-
ils. Þá segist hún hafa lent í margs
konar sambærilegum vandræðum
vegna neyslu dóttur sinnar en
iðulega taki fyrirtækin einhverja
ábyrgð. Það sé þó ekki svo í tilviki
Elko og Greiðslumiðlunar.
„Dóttir mín náði rúmlega 300
þúsund krónum út af tékkareikn-
ingi mínum hjá Arion banka í
sumar með því að nota gamalt
lykilorð að reikningi. Bankinn
gekkst við þeim mistökum og end-
urgreiddi mér upphæðina. Þá náði
dóttir mín einnig að kaupa sér f lug-
miða til Spánar hjá Úrvali Útsýn en
þar mætti ég miklum skilningi og
kaupin gengu til baka,“ segir Jóna
Guðrún.
Sömu sögu sé ekki að segja af
Elko og Greiðslumiðlun. „Viðmótið
hjá báðum þessum fyrirtækjum er
að ég eigi að sitja uppi með tjónið.
Nafn dóttur minnar kemur fram
sem kaupandi að raftækjunum hjá
Elko en reikningurinn er sendur á
mig. Það kvikna engar spurningar
þó að kona í annarlegu ástandi
kaupi raftæki fyrir rúmlega millj-
ón í fjórum ferðum og á reikning
annars aðila,“ segir Jóna Guðrún.
Hún hefur leitað ráðgjafar hjá lög-
fræðingi og hyggst kanna rétt sinn
vegna málsins.
Lögmaður Greiðslumiðlunar
segir að fyrirtækið geti ekki tjáð
sig um málefni einstakra viðskipta-
vina. Hann staðfestir að nóg sé að
komast yfir lykilorð á Íslyklinum
og kennitölur til þess að skrá sig
inn á greiðslulausnina.
„Það er raunveruleikinn í dag á
þessum tímum rafrænna lausna.
Það er mikilvægt að fólk passi
upp á lykilorðin sín,“ segir Bjarni
Þór Óskarsson lögmaður. Að hans
sögn eru slík fjársvik í gegnum Pei
afar sjaldgæf en þó hafi vissulega
komið upp nokkur tilvik. „Það er
eins og með allar greiðslulausnir,
því miður reyna óprúttnir aðilar
að hafa fé af fólki,“ segir Bjarni Þór.
bjornth@frettabladid.is
Situr uppi með milljón króna
fjártjón út af stolnu lykilorði
Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem
Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. Dóttir hennar keypti
síma og spjaldtölvur í Elko fyrir alla upphæðina. Fyrirtækin segja móðurina sitja uppi með tjónið.
Það kvikna engar
spurningar þó að
kona í annarlegu ástandi
kaupi raftæki fyrir rúmlega
milljón í fjórum ferðum og á
reikning annars aðila.
Jóna Guðrún Ólafsdóttir
Jóna Guðrún Ólafsdóttir hefur áður lent í svipuðum vanda vegna neyslu dóttur sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
0
-8
7
D
4
2
4
2
0
-8
6
9
8
2
4
2
0
-8
5
5
C
2
4
2
0
-8
4
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K