Fréttablaðið - 31.10.2019, Qupperneq 6
Það geta verið litlir
hlutir líkt og
athugasemdir, brandarar og
framígrip sem halda konum
niðri í menn-
ingunni.
Þórey
Vilhjálmsdóttir,
ráðgjafi hjá
Capacent
Þann 31. október gefur Pósturinn út jólafrímerkin 2019.
Myndefni frímerkjanna eru heimasmíðuð íslensk jólatré
frá Hruna í Hrunamannahreppi og Laugardælum í
Flóahreppi. Einnig koma út fjögur frímerki tileinkuð
íslenskri myndlist, þ.e. nýja málverkinu á níunda áratug
síðustu aldar.
Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkja sölunni. Sími: 580 1050.
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Safnaðu litlum lis taverkum SAMFÉLAG Tryggingamiðstöðin TM,
Landsvirkjun, Landsbankinn og
Síminn hafa á síðastliðnum tveimur
árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi
Capacent. Lögreglan á höfuðborgar
svæðinu, Háskólinn á Akureyri og
Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli.
Um er að ræða verkefni fyrir fyr
irtæki og stofnanir sem vilja móta
sér markmið í jafnréttismálum og
meta stöðu jafnréttis innan fyrir
tækja.
„Ég var búin að vera með það
lengi í maganum að það vantaði
einhverja lausn fyrir fyrirtæki til
þess að horfa í 360 gráður á jafn
rétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir,
ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki
verkefnisins.
„Jafnréttisvísirinn var formlega
kynntur í nóvember 2017 og fyrir
tilviljun var það akkúrat í sömu
viku og #metoo fór af stað,“ segir
Þórey.
„Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capa
cent, mikið verið að vinna með
stjórnendum fyrirtækja og ég fann
það á þessum tíma að fólk var farið
að vilja gera eitthvað í jafnréttismál
um. Það var að koma þrýstingur alls
staðar frá, bæði frá viðskiptavinum
og starfsfólki og mikið hefur verið
rætt um það í samfélaginu hversu
fáar konur eru í stjórnunarstöðum
í atvinnulífinu,“ bætir hún við.
„Jafnréttisvísirinn er vitundar
vakning og stefnumótun í jafn
réttismálum fyrirtækja. Við byrjum
á því að greina stöðu jafnréttismála
í fyrirtækinu með því að taka við
töl við stóran hóp starfsfólks, leggja
fyrir kannanir og skoða ýmis gögn
en svo vinnum við líka eftir óhefð
bundnum leiðum,“ segir Þórey.
Með óhefðbundnum leiðum á
hún til að mynda við að ráðgjafar
Capacent fylgist með starfsum
hverfi fyrirtækjanna sem sækja
um aðild. „Við skoðum menning
una sem ríkir á vinnustaðnum og
hvernig húsnæðið er skipulagt með
tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey.
„Annað sem við gerum er að við
notum skapandi leiðir og húmor.
Rán Flygenring teiknari hefur til
dæmis verið í teyminu mínu frá
upphafi og hún teiknar upp það
sem sjáum,“ segir hún.
„Þannig notum við húmor til þess
að benda á hluti sem betur mega
fara. Hluti sem kannski virka sem
smáatriði en það geta verið litlir
hlutir líkt og athugasemdir, brand
arar og framígrip sem halda konum
niðri í menningunni. Við getum
breytt heiminum með því að horfa
í smáatriðin,“ segir Þórey.
Þegar Capacent hefur tekið fyrir
tækin út setja þau sér markmið til
þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu.
Markmiðunum er svo fylgt eftir af
ráðgjöfum Capacent árlega næstu
þrjú árin. Hægt verður að fylgjast
með stöðu allra þeirra fyrirtækja
sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum
á heimasíðu Capacent.
Jafnlaunavottun hefur verið
mikið í umræðunni undanfarið og
aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn
ólíkan vottuninni í framkvæmd.
„Jafnlaunavottun er frábær en hún
mælir ekki völd kvenna innan fyrir
tækja. Þú getur verið með enga konu
í framkvæmdastjóralaginu en samt
með jafnlaunavottun því þú borgar
sömu laun fyrir sömu störf,“ segir
hún.
„Við skoðum launin út frá því
hvaða völd og áhrif þau eru að
endurspegla. Við skoðum hvern
ig launakakan skiptist á milli
kynjanna því að ef meðaltal launa
karla og kvenna er skoðað er það
yfirleitt þannig að karlar fá mun
meira af kökunni og það endur
speglar auðvitað valdastöðuna í
atvinnulífinu,“ segir Þórey.
birnadrofn@frettabladid.is
Húmor beitt til mats á
menningu vinnustaða
Fjögur íslensk fyrirtæki eru aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Verkefnið felst í
því að meta stöðu jafnréttis í fyrirtækjum og að fyrirtæki setji sér markmið í
jafnréttismálum. Fleiri stofnanir og fyrirtæki standa nú í aðildarviðræðum.
Rán Flygenring notar húmor til þess að setja fram hluti sem betur mega fara hjá fyrirtækjum. MYND/RÁNFLYGERNING
NORÐURLÖND Stefna Norður
landaráðs um samfélagsöryggi
var samþykkt samhljóða á þingi
ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný
Harðardóttir, sem sat í starfshópi
sem vann stefnuna, segir að margt
annað en stríðsátök geti ógnað sam
félagsöryggi.
„Loftslagsváin með ofsaveðrum,
skógareldum og f lóðum, heims
faraldur, stórslys og tölvuárásir.
Allt þetta og meira til getur ógnað
orkuöryggi og matvælaöryggi,“
segir Oddný.
Hún segir að Norðurlöndin
standi betur að vígi með samvinnu
á þessu sviði. „Það þarf samt að haga
málum þannig að okkar frjálsu
samfélögum og mannréttindum sé
ekki ógnað í nafni öryggis.“
Það hafi verið samhljóma álit
þeirra sérfræðinga og embættis
manna sem rætt hafi við starfs
hópinn að aukið norrænt samstarf á
sviði samfélagsöryggis væri til góða.
„Kannanir hafa sýnt fram á
mikinn stuðning almennings við
norrænt samstarf um öryggismál.
Það hefur hins vegar skort pólitíska
forystu. Með þessari stefnu er Norð
urlandaráð að veita Norrænu ráð
herranefndinni umboð á þessum
sviðum,“ segir Oddný.
Þá leggur hún áherslu á að ef la
þurfi norrænt samstarf um frið,
friðsælar lausnir og fyrirbyggjandi
aðgerðir gegn átökum.
Í stefnunni er einnig fjallað um
lögreglusamstarf, samstarf um
heilbrigðismál auk samstarfs á sviði
almannavarna, björgunarsveita og
neyðarboðskipta. – sar
Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi
Oddný í ræðustól á þinginu. MYND/NORÐURLANDARÁÐ
DÓMSMÁL „Nú er komið í ljós að
það hafði af leiðingar að virða ekki
reglur sem er gott og verður von
andi öðrum stjórn endum á minning
til fram tíðar um að svona er ekki
hægt að taka á málum sem upp
koma,“ segir Einar Þór Sverrisson,
lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar
sem lagði Leikfélag Reykjavíkur og
leikhússtjóra þess í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Var Leikfélaginu og Kristínu
Eysteinsdóttur leikhússtjóra gert
að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í
bætur fyrir ólögmæta uppsögn auk
einnar milljónar í málskostnað.
Atla Rafni var sagt upp í desem
ber 2017 í kjölfar ásakana á hendur
honum um kynferðislega áreitni.
Í yfirlýsingu stjórnar Leikfélags
Reykjavíkur eftir dóminn segir
að ó vissa ríki um túlkun laga sem
tryggja eiga vel líðan og öryggi
starfs fólks. Er til skoðunar að á frýja
dóminum til Lands réttar. – la
Læra megi af máli Atla
Einar Þór Sverris-
son, lögmaður.
DÓMSMÁL „Þetta er auð vitað mikill
gleði dagur, ekki bara fyrir mig,
heldur líka fyrir fatlaðar mæður
og fatlaða for eldra sem þurfa að
stoð, og fatlað fólk al mennt,“ segir
Freyja Haralds dóttir en Hæsti réttur
dæmdi henni í vil í gær, í máli sem
hún höfðaði gegn Barnaverndar
stofu vegna synjunar um að fá að
fara í gegnum umsóknarferli til að
gerast fósturforeldri.
Freyja tapaði málinu í héraði en
Landsréttur sneri þeim dómi við og
felldi úrskurð Barnaverndarstofu úr
gildi. Hæstiréttur hefur nú staðfest
þá niðurstöðu Landsréttar.
Lögmaður Freyju, Sigrún Ingi
björg Gísladóttir, segir dóminn
mikil vægan og að lær dómurinn sé
að stjórnvöld þurfi að gæta þess við
afgreiðslu mála að fatlað fólk verði
ekki fyrir mismunun. – la
Gleðst fyrir hönd fatlaðra
foreldra sem þurfa aðstoð
3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
0
-9
B
9
4
2
4
2
0
-9
A
5
8
2
4
2
0
-9
9
1
C
2
4
2
0
-9
7
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K