Fréttablaðið - 31.10.2019, Qupperneq 22
Varstu upp á þitt besta í vinnunni í dag, af kastaðir miklu, náðir öllu á réttum
tíma og dreifðir orku og gleði til
þess að fá sem besta umsögn? Hvað
ertu annars með margar stjörnur?
Bandalög háskólamanna á Norð-
urlöndum kynntu nýlega skýrslu
þar sem gerð var úttekt á umfangi
netvanga eða vefsíðna sem hafa
milligöngu um vinnu sem inna
þarf af hendi. Umfangið er enn
sem komið er ekki mikið á Norður-
löndum en stéttarfélög eru að búa
sig undir að geta þjónustað þennan
nýja hóp enda margt sem bendir til
þess að sérfræðingar muni í fram-
tíðinni margir hverjir starfa undir
merkjum stjörnugjafar, líkt og við
þekkjum svo vel hjá netvöngum á
borð við Airbnb og Uber.
Ljóst er að vinnumarkaðurinn er
að breytast. Í dag er e.t.v. meira vit í
að spyrja ungt fólk hvar það hygg-
ist byrja í stað hinnar hefðbundnu
spurningar um hvað það ætli sér að
verða, enda talið að endurmenntun
og aðlögunarhæfni muni skipta öllu
máli. Samfélög, fyrirtæki og stéttar-
félög eru í óðaönn að búa sig undir
breytinguna sem kennd hefur verið
við fjórðu iðnbyltinguna enda hefur
nú þegar fjöldi starfa breyst og sjálf-
virkni og gervigreind sjást víða,
t.a.m. í sjálfsafgreiðslukössum í
matvörubúðum, bankasjálfsölum,
róbótum í framleiðslu og nú er hægt
að senda fyrirspurnir til lögfræði-
stofa um ýmis lögfræðileg álita-
efni þar sem svarið berst um hæl.
Reyndar sýna kannanir að margir
vilja fremur fá næstum því rétt svar
strax en kostnaðarsamt réttara
svar sem tekur tíma (sjá t.a.m. Lög-
mannablaðið, 3. tbl. 2019).
Hvað fékkstu margar stjörnur?
Marín Guðrún
Hrafnsdóttir
varaformaður
Fræðagarðs,
félags háskóla-
menntaðra
Mitt í þessari tækni- og sam-
félagsþróun nútímans er fyrirbær-
ið netvangur (e. digital platform).
Þótt slíkar rafrænar starfsmanna-
veitur séu vart teknar til starfa
hér á landi eru víða merki þess að
verkefnaráðningum sé að fjölga.
Útfærslur netvanga geta verið
með ýmsu móti en þó minnir þessi
tækninýjung nokkuð á það þegar
hafnarverkamenn hímdu löngum
stundum niðri á höfn í von um
lausavinnu, um miðja síðustu öld.
Hafnarverkamenn, sem oft á
tíðum verða að bíða eftir lausa-
vinnu og aðrir verkamenn einnig,
sérstaklega þegar almenn vinna
er stopul svo sem nú er, þurfa
nauðsynlega að hafa afdrep nærri
athafnasvæðum bæjarins, þegar
svo stendur á. Einnig er að slíku
verulegt hagræði fyrir atvinnu-
rekendur, sem kann að vanta
verkamenn í vinnu um styttri tíma
(Verkamaðurinn, 14. tbl. (4.7.1969),
bls. 4).
Með tölvuna á kaffihúsi á Spáni
Þótt freistandi sé að vinna sjálfstætt,
geta ráðið tíma sínum og þurfa lítið
að spá í styttingu vinnuvikunnar
blikka rauðu ljósin skært varðandi
réttindi og öryggi á vinnumarkaði.
Frelsi í vinnu getur nefnilega haft
á sér tvær hliðar og enginn kýs að
frelsisþráin fari eins og hjá Rósu og
Bjarti í Sumarhúsum. Það að losna
undan Rauðsmýrar maddöm unni
þýddi nefnilega að Rósa gat ekki
lengur leyft sér að ríða út á sunnu-
dögum – frelsið á heiðinni þýddi
enga hvíldardaga og harkið varð
algjört. Hættan á því að sjálfstætt
starfandi fái lítið sem ekkert frí er
fyrir hendi og í umsagnarheimi er
ekki gott að vera illa upplagður eða
veikur. Þá er hætta á að stjörnunum
fækki og þar með atvinnutækifær-
unum. Ef vinnumiðlun framtíðar fer
að hluta fram á netinu vandast allt
utanumhald vinnumarkaðsmód-
ela, lágmarkslaun eru mismunandi
á milli landa, veikinda- og orlofs-
réttindi og þannig mætti lengi telja.
Ný vinnulöggjöf þarf að ná utan um
þennan landamæralausa veruleika
og tryggja réttindi við verkefnaráðn-
ingar og/eða í „gig“ hagkerfinu.
Þú færð fjórar og hálfa
stjörnu í dag
Netvangar dagsins í dag eru stjörnu-
gjafadrifnir. Ímyndum okkur að í
lok vinnudags væri alltaf einhver
sem þakkaði okkur fyrir daginn
með stjörnustimpilinn á lofti. Við
þekkjum öll frægustu netvangana
eins og Airbnb og Uber. Sá síðar-
nefndi hefur nú víkkað út starfsemi
sína í Bandaríkjunum og býður upp
á Uber Works sem er snjallforrit þar
sem fyrirtæki og vinnuafl geta auð-
veldlega leitað að vinnu eða vinnu-
krafti í tiltekin afmörkuð verkefni.
Airbnb hefur líka gert sig gildandi
sem vinnumiðlari og hafa upplifanir
(Airbnb Experience) notið vinsælda.
Það er enda auðvelt að markaðssetja
sérþekkingu á netvöngum og talið er
að í Bandaríkjunum muni þeim sem
vinna sjálfstætt og nýta sér netvanga
til þess að skapa sér vinnu fjölga það
hratt að þeir verði um 40 milljónir
strax á næsta ári.
Eftirlitslausar atvinnuveitur
á Facebook?
Í síðasta mánuði gafst undirritaðri
kostur á að kynna sér hvað stéttar-
félög tveggja ólíkra landa, Bretlands
og Danmerkur, eru að gera til þess að
mæta því fólki sem kýs eða er knúið
til að starfa sjálfstætt og/eða á eigin
vegum – sumir í gegnum netvanga.
Sjálfstætt starfandi eru nú fleiri en
starfsmenn hins opinbera kerfis
í Bretlandi en breytingin er mun
skemmra á veg komin í Danmörku
sem og á hinum Norðurlöndunum.
Þar er þróunin hægari og rafrænar
vinnuveitur enn jaðarfyrirbæri
og mælast sem hlutfall af vinnu-
markaði á bilinu 0,3-2,5%. Enn sem
komið er sækja fáir lífsviðurværi sitt
einvörðungu í gegnum netvanga á
Norðurlöndunum.
En stéttarfélög eru á varðbergi,
réttindi sem tilheyra hinu hefð-
bundna ráðningarsambandi eru
ekki sjálfgefin þegar rætt er um
sjálfstætt starfandi eða þá sem
vinna með því að krækja sér í verk-
efni frá degi til dags. Það getur
verið erfitt að viðhalda réttindum
í veikinda- og/eða orlofssjóðum
þegar tekjur eru ótryggar og þú til-
heyrir „gig“ hagkerfinu, sem í gríni
og alvöru hefur einnig verið nefnt
hark-hagkerfið. Vinnulöggjöf á
Íslandi nær ekki nema að takmörk-
uðu leyti utan um þennan hóp og
hver er síðan að spá í réttindi þeirra
sem vinna að miklu eða mestu leyti
í gegnum Facebook eða netvanga
með ekkert formlegt utanumhald?
Á Facebook-síðunni Vinna með
litlum fyrirvara er að finna stóran
hóp sem starfar með þeim hætti.
Hvernig geta stéttarfélög stutt
við sjálfstætt starfandi?
Netvangar geta gagnast fólki í milli-
bilsástandi á vinnumarkaði, fólki
sem vill auka tekjur sínar tíma-
bundið eða taka að sér aukavinnu.
Þeir gagnast fólki sem hefur verið á
vinnumarkaði, fólki með reynslu og
sambönd mun betur en þeim sem
hafa kannski aldrei fengið tækifæri
til að sanna sig á vinnumarkaði og
því eru þeir síður hjálplegir ungu
fólki.
Hin dökka hlið netvanga er að þeir
geta þýtt bakslag í réttindabaráttu
enda er veruleiki þeirra landamæra-
laus, eftirlit lítið og eins og áður
sagði nær vinnulöggjöfin illa utan
um þetta form vinnusambands.
Erfitt getur reynst að viðhalda sam-
takamætti, standa sameiginlega að
kröfugerðum til launahækkana og
einnig getur þróunin verið slæm
m.t.t. starfsþróunar og endurmennt-
unar. Hver á að halda slíkum sjóðum
uppi ef fáir vilja greiða í þá?
Ef rétt er á málum haldið er niður-
staða skýrslunnar um netvanga, sem
unnin var af bandalögum háskóla-
manna á Norðurlöndum, sú að þeir
geti haft jákvæð áhrif á framleiðni og
hagvöxt en áskoranirnar eru klár-
lega þær að verja þarf vissa hópa
gegn undirboðum.
Í stjörnugjafadrifnum heimi er
því miður hætta á að einhverjir
verði undir og þá þurfa stéttarfélög
að vera tilbúin til þess að koma til
hjálpar. Þótt netvangar séu tækifæri
fyrir þá sem sjá stjörnur á himni og
möguleikana í að nýta þekkingu
sína sem mest og best er hin hliðin
á teningnum sú að við erum öll ólík
og ekki víst að það að fá umsögn og
stjörnur henti öllum.
Þegar barn er greint með ein-hvers konar fötlun, eiga for-eldrar að fá í hendur bækling
með upplýsingum um þjónustu sem
barnið og fjölskylda þess á rétt á,
bæði hjá ríki og sveitarfélagi.
Sama gildir um þá sem fara á líf-
eyri, hvort sem það er vegna örorku
eða aldurs.
Því miður er þetta ekki svona
og það er undir hælinn lagt hvort,
hvenær og hvernig fólk fær upplýs-
ingar um rétt sinn. Það er opinbert
leyndar mál að foreldrar fatlaðra
barna fá oftar en ekki upplýsingar
frá öðrum foreldrum um rétt barna
sinna. Það er þá tilviljunarkennt
hvaða upplýsingar fólk fær.
Kolbrún Baldursdóttir borgar-
fulltrúi lagði fram tillögu í velferð-
arráði um að bæta upplýsingagjöf
til borgarbúa, einkanlega aldraðra,
öryrkja og foreldra fatlaðra barna,
meðal annars með útgáfu upplýs-
ingabæklings.
Tillagan var felld með eftir-
farandi rökum: „Ljóst er að einn
bæklingur með svona umfangs-
mikilli þjónustu yrði ansi viða-
mikið plagg og spurning hversu
auðvelt það yrði fyrir borgarbúa
að sækja upplýsingar í slíkt rit.“
Sem sagt of mikið mál, of stór
bæklingur og fólk er … fíf l? og
málið er dautt.
Svo virðist sem hugmyndinni
hafi verið sópað af borðinu í f ljót-
ræði og án umræðu. Ég trúi ekki að
það sé vilji meirihlutans að halda
fólki óupplýstu jafnvel þótt það
gæti sparað einhverja aura.
Það er einlæg von mín að vel-
ferðarráð endurskoði afstöðu sína
og skoði málið frekar með stjórn-
sýslulög um upplýsingaskyldu að
leiðarljósi.
Geta borgarbúar flett bæklingi?
Ásta Kristrún
Ólafsdóttir
sálfræðingur,
kennari og
móðir barns
með fötlun
Svo virðist sem hugmynd-
inni hafi verið sópað af
borðinu í fljótræði og án
umræðu. Ég trúi ekki að
það sé vilji meirihlutans
að halda fólki óupplýstu
jafnvel þótt það gæti sparað
einhverja aura.
Í eina tíð var á Alþingi sagt annað slagið: „Rétt er að biðja þingheim um að sýna stillingu.“ Þessi beiðni
hefur glatað gildi sínu, hófstilling er
ekki lengur til, því á Íslandi verða
stjórnmálamenn sjálf krafa yfir
gagnrýni hafnir ef þeir ná inn á
þing. Ef hugsandi maður vogar sér
að gagnrýna störf þeirra, þá eru þeir
snöggir að saka menn um lýðskrum
og nýta sér svo hvert tækifærið sem
gefst til að snúa útúr, beita rökvillum
og hreinum lygum til að forðast að
horfast í augu við eigin mistök. Um
leið og menn komast inn á þing eða
verða ráðherrar, tilheyra þeir stjórn-
málaelítunni. En sú elíta hefur leyfi
til að misskilja allt, skapa sinn eigin
sannleika og túlka hverja orðræðu
sér í hag.
Vegna þess að stjórnmálamenn
leyfðu ekki nýrri stjórnarskrá að
taka gildi og telja sig hafna yfir gagn-
rýni, er nú svo komið, að Alþingi
Íslendinga er í heljargreip rotinnar
stjórnsýslu. Spilling ræður því hvaða
mál ná fram að ganga og hverju er ýtt
til hliðar. Klækir stjórnvalda eru af
ýmsum toga. Menn beita málþófi,
þeir setja mál í nefndir, þeir koma
með breytingatillögur og þeir fá
afgreiðslu mála frestað. Svo fátt
eitt sé nefnt. Gagnrýni dugir ekki
vegna þess að kerfið er bundið gall-
aðri stjórnarskrá, sem elítan túlkar
með einum hætti í dag, með öðrum
hætti á morgun. Og guð hjálpi þeim
sem nafngreina þingmann undir
hatti gagnrýninnar umræðu. Slíkt
er skóggangssök. Menn eru rétt-
dræpir með mannorðsmeiðingum
og útskúfaðir ef þeir leyfa sér slíkan
munað. Að bera á þingmenn sakir, er
nánast hreinn ógjörningur. Þeir eru
hálli en álar þegar kemur að tangar-
haldi réttvísinnar. Að svíkja gefin
loforð verður þeim eins eðlilegt og
að drekka vatn. Að svíkja þjóðina
og fara á svig við það sem meirihluti
þjóðarinnar hefur samþykkt, er
stjórnmálaelítunni tamt og sjálfsagt.
Reyndar er það svo að orð hafa
einungis þá merkingu sem við gefum
þeim. En síðan komumst við að sam-
komulagi um tiltekna merkingu og
reynum þannig að forðast það að
allt sé byggt á gagnkvæmum mis-
skilningi. En elítan kann að horfa
framhjá þessu samkomulagi. Fólk
lærir strax á fyrsta degi þingskapa að
misskilja allt og líta á téð samkomu-
lag sem misskilning. Elítan afmarkar
sinn eigin sannleika. Þingliðið þjónar
sínum herrum og sinnir einungis því
sem kemur vel út fyrir fámenna klíku.
Á Íslandi hefur það nú sannað gildi
sitt að vera í réttu liði, vegna þess að
Íslendingar búa við liðræði: Stjórnar-
liðið, þingliðið, bændaliðið, útgerðar-
liðið og peningaliðið, þetta er liðið
sem ræður. Það er erfitt að sjá þjóð
sína í greipum gerræðisvalds. Það
er erfitt að vera í liði og það er erfitt
að vera utan liðsins. Það er erfitt að
þurfa að velja á milli þess að ganga í
Sjálfstæðisflokkinn eða leita hælis í
Norður-Kóreu sem pólitískur flótta-
maður. En þetta bíður okkar í lið-
ræðisríkinu Íslandi, ef við fáum ekki
nýja stjórnarskrá. Ný stjórnarskrá
getur komið í veg fyrir margt af því
sem nærir stjórnsýslu glundroða og
hagsmunapots. Ný stjórnarskrá getur
þaggað niður í þeim sem segja með
tungutaki líðandi stundar: „Rétt er að
biðja þingheim um að sýna spillingu.“
Hér glímt er nú við glatað lið
sem gasprar helst á kránni
en seinna náðar njótum við
með nýju stjórnarskránni.
Liðræði eða lýðræði
Kristján
Hreinsson
skáld
Í stjörnugjafadrifnum heimi
er því miður hætta á að
einhverjir verði undir og þá
þurfa stéttarfélög að vera
tilbúin til þess að koma til
hjálpar.
3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
0
-A
5
7
4
2
4
2
0
-A
4
3
8
2
4
2
0
-A
2
F
C
2
4
2
0
-A
1
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K