Fréttablaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 24
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
lakaðu á
eð lö
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
ki pir og spe na
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartslá tur
g Kvíði
g Streita
g Pi ringur
Einke i
agnesí
skorts
i t.i
F Ó T B O LT I Töluverðu r f jöld i
íslenskra stráka freistar gæfunnar
í hinum harða heimi atvinnu-
mennskunnar í knattspyrnu. Sumir
komast í gegnum nálaraugað og fá
atvinnumannssamning á meðan
aðrir koma aftur heim. Knatt-
spyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafs-
son er að vinna að rannsókn um
upplifun íslenskra leikmanna, sem
skrifað hafa undir atvinnumanns-
samning á aldrinum 15 til 18 ára, af
veru sinni hjá erlendum liðum.
„Það sem kom mér kannski einna
helst á óvart var þegar leikmenn-
irnir lýstu því fjandsamlega við-
móti sem þeir urðu fyrir af hendi
liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum
og í klefanum eftir æfingar. Þarna er
engin miskunn og leikmenn teknir
föstum tökum. Þetta var ákveðið
sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að
heimurinn þarna úti væri harður
en sú mikla harka sem þeir upp-
Fundu fyrir afar fjandsamlegu viðmóti
FÓTBOLTI Aðeins níu félagaskipti
hafa runnið í gegnum KSÍ frá því að
keppni í Pepsi-deild karla lauk, þar
af tvenn sem voru nánast klöppuð
og klár í sumar. Félögin í deildinni
virðast vera að búa sig undir erfið-
ara rekstrarár og erfiðara er að afla
fjár en áður. Þannig sagði Sævar
Pétursson, framkvæmdastjóri KA,
í útvarpsþætti fótbolta.net að félög-
in væru að glíma við að það væri
erfiðara að skuldbinda sig í leik-
mannamálum á meðan óvissa væri
um hvað væri til í veskinu. KA þarf
að skera niður um 10 prósent fyrir
næsta ár og sagði Sævar að hann
myndi minnka leikmannahópinn.
Trúlega væri það leið sem önnur lið
myndu fara líka.
E. Börkur Edvardsson, formaður
knattspyrnudeildar Vals, segist
búast við litlum breytingum á leik-
mannahópi Vals frá síðasta tíma-
bili. „Við erum með öf lugan hóp,
mjög öf lugan meira að segja. Ég
reikna ekki með miklum tilfærslum
en maður veit aldrei. Almennt er
verið að kenna fjárhagnum um en
ég held að það séu bara ekki eftir-
sóknarverðir bitar á lausu, allavega
færri en undanfarin ár. Það eru
margir ungir leikmenn farnir út
og þar af leiðandi skipta þeir ekki
um félög innanlands á meðan. Það
er eitthvað lítið um að leikmenn
erlendis séu að snúa aftur heim –
þannig að ef maður rýnir í þetta þá
eru eðlilegar skýringar á bak við
þessi félagaskipti og við þurfum að
passa okkur á að tala ekki deildina
niður og alhæfa.
Það kannski breytist aðeins þegar
félögin fara að æfa. Það er rólegt
núna en ég held að þetta eigi sér
eðlilegar skýringar,“ segir Börkur.
Þjóðsagan um gullið
Hann segir það þjóðsögu að Valur
hafi botnlausa vasa af gulli – stjórn
knattspyrnudeildar Vals þurfi að
hugsa út í hverja krónu sem eytt
sé þrátt fyrir að hafa skilað góðum
hagnaði á síðastliðnu ári.
„Við erum ekki í Evrópukeppn-
inni á næsta tímabili, þar af leiðandi
þurfum við að passa okkur enn
frekar og fara varlega. Við erum
í stöðu sem við ætluðum okkur
ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg
hvaðan þetta kemur, sú umræða að
Valur eigi alla þessa peninga. Valur
Botnfrosinn leikmannamarkaður
Níu félagaskipti hafa verið tilkynnt til KSÍ frá því Íslandsmótinu lauk. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir
að færri feitir bitar séu á lausu, leikmenn séu ekki að koma heim og margir efnilegir leikmenn séu búnir að semja við erlend lið.
Níundu félagaskiptin runnu í gegnum KSÍ í gær þegar Halldór Orri Björnsson sneri aftur í sína heimahaga í Garðabæ
og samdi við Stjörnuna. Fimm félög hafa ekki sótt sér nýjan leikmann eftir að tímabilinu lauk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Félagaskipti til 30.09
KR:
n Emil Ásmundsson frá Fylki
Breiðablik:
n Anton Ari Einarsson frá Val
Stjarnan:
n Emil Atlason frá HK
n Vignir Jóhannesson frá FH
n Halldór Orri Björnsson frá FH
Valur:
n Birkir Heimisson frá Heren-
veen
Víkingur R.:
n Helgi Guðjónsson frá Fram
Fylkir:
n Þórður Gunnar Hafþórsson
frá Vestra
Fjölnir:
n Grétar Snær Gunnarsson frá
Víkingi Ó.
FH, KA, HK, ÍA, Grótta hafa ekki
fengið til sín leikmenn
Ef maður rýnir í
þetta þá eru eðli-
legar skýringar á bak við
þessi félagaskipti og við
þurfum að passa okkur á að
tala ekki deildina niður og
alhæfa.
E. Börkur
Edvards son,
formaður knatt-
spyrnudeildar
Vals
er að reka sex meistaraflokka í efstu
deild sem er gríðarlega kostnaðar-
samt og að mínu mati of kostnaðar-
samt. Við þurfum að velta hverri
krónu vel fyrir okkur áður en við
ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt
fyrir okkur og aðra að ná í nýja sam-
starfsaðila og við, félögin, þurfum
að tala varlega og passa að hræða
ekki frá okkur aðila. Við eigum að
gera meira og vera faglegri til að
laða til okkar sterka samstarfsað-
ila. Við erum að reka okkar deild á
svipaðan hátt og aðrar stærri knatt-
spyrnudeildir, trúlega eins og flestir
aðrir. Við reynum alltaf að vanda
okkur, höfum mikinn metnað og
höfum náð að skapa umhverfi sem
laðar að sterka samstarfsaðila sem
við erum mjög stoltir af að vinna
með en jafnframt þurfum við að
passa okkur á hvernig við spilum úr
okkar fjármunum. Við erum alveg
jafn blankir og næsti maður.“
Honum finnst eins og félög í
efstu deild séu að stíga örlítið var-
legar til jarðar en áður. „Talandi um
þjóðsögur þá eru laun leikmanna
ákveðin þjóðsaga. Ég efast um að
nokkurt félag sé að borga einhver
forstjóralaun. Ég er þess fullviss að
laun leikmanna munu fara lækk-
andi á komandi misserum. Ég held
að menn muni vanda sig enn frekar
og taka vel ígrundaða ákvörðun
þegar kemur að því að sækja sér
feitan bita á markaðnum.“
Þarf yfirvegaða umræðu
Börkur er ekki feiminn við að viðra
sínar skoðanir og trúlega væri
hægt að gefa út ansi stórt blað um
skoðanir hans á fótboltanum hér
heima. Hann spyr hvort hér séu of
margar landsdeildir (of mörg lið),
hvort það sé sanngjarnt að lið frá
höfuðborgarsvæðinu niðurgreiði
ferðakostnað liða úti á landi, hvort
meistaraflokkar liða ættu að sam-
einast svo fátt eitt sé nefnt. „Það
þarf að taka yfirvegaða umræðu
um hvert íslenskur fótbolti stefnir.
Út frá fjárhag, árangri og mörgu
f leiru. Skilja tilfinningarnar eftir
heima og skoða þetta ofan í kjölinn.
Menn tengjast sínum félögum mjög
sterkt og taka oft ákvarðanir út frá
sínu félagi og sjá þar af leiðandi ekki
heildarmyndina.“
benediktboas@frettabladid.is
Guðjón Þór
Ólafsson.
lifðu í sinn garð kom þeim í opna
skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali
við Fréttablaðið.
„Þá lýstu þeir því að þeir hefðu
á einhverjum tímapunkti fundið
fyrir einmanaleika og depurð.
Til að mynda þegar þeir fá send
myndskeið þar sem félagarnir eru
að skemmta sér fjarri þeim. Sumir
fóru með fjölskyldu sína með sér og
það hafði bæði kosti og galla. Þeir
lýstu annars vegar þægindum við
að hafa félagslegt net í kringum sig
og öryggið við að hafa einhvern til
staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir
fundu hins vegar fyrir því að það
hefði hamlað þeim að komast betur
inn í málin félagslega á nýjum stað.
Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim
sem hafði sjálfur verið í atvinnu-
mennsku voru þó líklegri til þess
að pluma sig sjálfir,“ segir hann.
„Þeir einstaklingar sem komust
alla leið inn í aðallið félaganna
voru heilt yfir heilsteyptir karakt-
erar. Aftur á móti var ekki klippt
og skorið að ein leið hentaði betur
en önnur til þess að tækla atvinnu-
mennskuna. Af þeim sem komu
heim fannst sumum þeim hafa
mistekist og voru niðurbrotnir í
einhvern tíma. Verið væri að hrifsa
af þeim draum með höfnuninni.
Aðrir litu þannig á hlutina að þeir
væru þakklátir fyrir tækifærið og
það að fá tækifærið væri lærdómur
sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guð-
jón sem kynnir niðurstöður sínar á
málstofu í Háskóla Íslands klukkan
13.15 í dag. – hó
3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
0
-B
9
3
4
2
4
2
0
-B
7
F
8
2
4
2
0
-B
6
B
C
2
4
2
0
-B
5
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K