Fréttablaðið - 31.10.2019, Síða 42

Fréttablaðið - 31.10.2019, Síða 42
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rannveig Ísfjörð Grænumörk 2, Selfossi, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 27. október. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulegi Valdimar Bjarnason Þorlákshöfn, lést mánudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Píeta samtökin. Þorbjörg Jónína Magnúsdóttir Bjarni Már Valdimarsson Eva María Hilmarsdóttir Bryndís Ósk Valdimarsdóttir Magnús Þór Valdimarsson Lilja Margrét Sigurðardóttir Salka Liljan Bjarnadóttir Bjarni Valdimarsson Guðfinna Karlsdóttir Magnús Snorrason Friðgerður Pétursdóttir Þóra, Emma og Sandra Bjarnadætur og fjölskyldur, Pétur, Jón, Arnþór og Fjóla Rós Magnúsarbörn og fjölskyldur. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, Hallgrímur Þormarsson veitingastjóri á Hótel Búðum, lést af slysförum 27. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Þuríður Hallgrímsdóttir Finnbogi Kjartansson Þormar Ingimarsson Þórunn Stefánsdóttir Kjartan Henry Finnbogason Helga Björnsdóttir Fjóla Finnbogadóttir Davíð Sigurbergsson Ása Lind Finnbogadóttir Thelma Þormarsdóttir Óskar Örn Hauksson Rakel Þormarsdóttir Auðunn Blöndal Bryndís Begga Þormarsdóttir Einar Ólafsson Kahina Ólafsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Karlsson sagnfræðingur og prófessor emeritus, lést á hjartadeild Landspítalans, 28. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. nóvember kl. 12. Silja Aðalsteinsdóttir Sif Gunnarsdóttir Ómar Sigurbergsson Sigþrúður Gunnarsdóttir Jón Yngvi Jóhannsson Elísabet Gunnarsdóttir Sighvatur Arnmundsson Áróra, Valgerður, Silja, Steinunn, Arnmundur, Aðalsteinn, Ragnar Þorlákur Við þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts Benedikts Einars Guðbjartssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Edda Hermannsdóttir og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Stefánsdóttir Ægisgötu 16b, Akureyri, lést fimmtudaginn 24. október síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 5. nóvember nk. kl. 13.30 í Akureyrarkirkju. Björn Snæbjörnsson Magga Kristín Björnsdóttir Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir Stefán Sigurður Snæbjörnsson Randi Aarseth Kristinn Snæbjörnsson Kristín Sigurbjörg Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Guðvarðsson Hlaðhömrum 2 (áður Fálkahöfða 4), lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 22. október. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala L2 fyrir frábæra umönnun. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 1. nóvember klukkan 14.00. Sigríður Bjarnason Hjálmar Sverrisson Oddrún Sverrisdóttir Gísli Guðmundsson Sverrir Sverrisson Kristrún Leifsdóttir Pétur Sverrisson Helena Ragnarsdóttir Karl Friðrik Sverrisson Susan Ellekær Birgir Þór Sverrisson Kolbrún Eva Valtýsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mán­ aðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibita­ keðjuna sem sjálfsagðan hlut í matar­ flórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. októ­ ber kláruðust allir BigMac­borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Sam­ kvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborg­ ara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var tákn­ rænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenn­ ingar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgar­ arnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlendu­ herrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safn­ gripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í ham­ borgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDon­ ald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“ arib@frettabladid.is Fengum fágaða borgara við brotthvarf McDonald’s Um mánaðamótin verða tíu ár frá því að bandaríski skyndibitarisanum McDonald’s var lokað á Íslandi. Lokunin var tilkynnt með viku fyrirvara og úr varð örtröð á stöð- unum. Hamborgaraunnandi segir hamborgaraflóruna hafa blómstrað í kjölfarið. Örtröð var á McDonald’s síðustu vikuna fyrir lokun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Curver Thoroddsen framkvæmdi gjörning árið 2003 þar sem hann borðaði ekkert nema hamborgaratilboð. Fyrsti bitinn var tekinn á McDonald’s. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI 3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 3 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 0 -B 4 4 4 2 4 2 0 -B 3 0 8 2 4 2 0 -B 1 C C 2 4 2 0 -B 0 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.