Fréttablaðið - 31.10.2019, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 31.10.2019, Qupperneq 50
BÆKUR Lausnin Eva Magnúsdóttir Útgefandi: Mál og menning Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Fjöldi síðna: 335 Kápumynd: Eyþór Páll Eyþórsson Kápuhönnun: Ingibjörg Sigurðar- dóttir Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 31. OKTÓBER 2019 Tónleikar Hvað? Hádegistónleikar Hvenær? 11.45 Hvar? Eldborg í Hörpu Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur opna hádegistónleika og flytur Aeriality eftir Önnu Þorvalds- dóttur og fjórðu sinfóníu Tsjaj- kovskíjs. Hvað? Setning Menningarhátíðar Seltjarnarness Hvenær? 17.00 Hvar? Bókasafn Seltjarnarness Hátíðin stendur til 3. nóvember. Um 40 viðburðir og sýningar verða víðs vegar um Seltjarnar- nesið. Hvað? Bókakaffi Hvenær? 17.00 Hvar? Borgarbókasafnið | Menn- ingarhús Árbæ Karl Ágúst Úlfsson les upp úr bók sinni Átta sár á samviskunni. Hvað? Úlla og Drakúla Hvenær? 17.30 Hvar? Borgarbókasafnið Kringlunni Úlfhildur Dagsdóttir segir frá ferðalagi sínu um slóðir Drakúla í Transilvaníu. Hvað? Hrekkjavaka Hvenær? 18.00 Hvar? Árbæjarsafn Börn 12 ára og yngri verða að koma með fullorðnum. Drauga- sögur, draugahús og eldlistakona. Hvað? Svartar fjaðrir Hvenær? 20.00 Hvar? Hamrar, Hofi Dagskrá í tali og tónum. Helga Kvam píanó og Þórhildur Örvars- dóttir söngur. Hvað: Danspartý Hvenær? 20.00 Hvar? Hard Rock Lækjargötu Verðlaun fyrir besta búninginn. Hvað? Útgáfutónleikar Hvenær? 21.00 Hvar? Bæjarbíó Hafnarfirði Útgáfutónleikar Láru Rúnars- dóttur. Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur ein-leikstónleika í Saln-um sunnudaginn 3. nóvember klukkan 16. Á efnisskrá tón- leikanna eru verk frá Kúbu og Spáni, en sterk tengsl eru á milli þessara landa því Kúba var lengi spænsk nýlenda. Listamaðurinn verður einnig með masterklass 4. og 5. nóvember í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar. Hann hefur áður haldið vel sótta tónleika hér á landi, en eigin- kona hans er íslensk. Barrueco er einn fremsti gítar- leikari heims og hefur verið til- nefndur til fjölda Grammy-verð- launa. Hann hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims og má þar nefna Placido Varð gagntekinn af gítartónum Manuel Barrueco, einn fremsti gítarleikari heims, heldur einleikstónleika í Salnum. Verður einnig með masterklass í Hafnarfirði. Byrjaði að leika á gítar átta ára gamall. Manuel Barrueco hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims. Hann kemur fram í Salnum á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Domingo og Barböru Hendricks. Fjöldinn allur af hljómplötum og geisladiskum með leik hans hefur komið út. Nýlega var gerð heim- ildarmynd um hann sem sýnd hefur verið víðs vegar um Bandaríkin. Óttaðist um móður sína Barrueco ólst upp á Kúbu og byrj- aði að leika á gítar átta ára gamall. „Tónlist skiptir miklu máli í kúb- önsku samfélagi. Frændur mínir fóru að leika á gítar og systur mínar tvær vildu læra á gítar. Tónlistar- kennslan fór fram á heimilinu, ég varð gagntekinn og bað um að fá að læra líka,“ segir hann. Hann f lutti til Bandaríkjanna þegar hann var fjórtán ára gamall með fjölskyldu sinni. „Sem krakki gekk ég í kaþólskan skóla og lífið var þægilegt fyrir byltingu. Fjölskyldu- meðlimir voru ekki kommúnistar og það að vera ekki kommúnisti í kommúnísku þjóðfélagi var erfitt og nokkrir fjölskyldumeðlimir voru fangelsaðir. Fjölskyldan ákvað að flytja til Bandaríkjanna og það tók fimm ár að fá leyfi og í millitíðinni var faðir minn sviptur vinnu sinni. Þessi tími var erfiður. Ég óttaðist sérstaklega um móður mína sem talaði mjög opinskátt gegn stjórn- völdum. Ég var hræddur um að eitt- hvað myndi henda hana. Þegar við komum til Bandaríkjanna hvarf sá ótti. Svo byrjuðum við að aðlagast nýju landi.“ Veraldarvanur prestur Það eru orðin 52 ár síðan hann flutti frá Kúbu og hann hefur ekki komið þangað síðan. „Þar er ein- ræðisstjórn og meðan svo er vil ég ekki koma þangað. Ef ég myndi snúa aftur í heimabæ minn myndi ég nánast ekki þekkja neinn. Fjöl- skyldumeðlimir eru dánir eða fluttir þaðan. Ég myndi hitta gam- alt fólk sem ég þekkti sem barn og myndi ekki þekkja það aftur. Eina manneskju myndi ég þó örugg- lega þekkja. Þegar ég var ellefu ára nemandi í tónlistarskólanum þá var annar nemandi ári yngri en ég. Hann var mjög veraldarvanur, átti kærustu og mig langaði alltaf til að verða eins og hann. Hann varð síðan kaþólskur prestur og við höfum nokkrum sinnum hist í Bandaríkj- unum.“ Barrueco hefur náð gríðarlega langt í list sinni en er afar tregur til að ræða um velgengni sína. „Mér hefur gengið vel,“ segir hann af stakri hógværð. ÉG ÓTTAÐIST SÉR- STAKLEGA UM MÓÐUR MÍNA SEM TALAÐI MJÖG OPINSKÁTT GEGN STJÓRN- VÖLDUM. ÉG VAR HRÆDDUR UM AÐ EITTHVAÐ MYNDI HENDA HANA. BÆKUR Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins Snæbjörn Arngrímsson Útgefandi: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 246 Úrslit í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin vekja ætíð athygli en hún varð þó nokkru meiri nú en oft áður því sigur- vegarinn reyndist vera Snæbjörn Arngrímsson, fyrrum umsvifa- mikill bókaútgefandi og útgefandi Harry Potter og Dan Brown hér á landi. Verðlaunabók hans heitir Verðug verðlaunabók Snæbjörn Arngrímsson. Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins og hefst á minnisstæðri setningu: „Þetta var sumarið þegar Guðjón G. Georgsson kom í fyrsta sinn til þorpsins.“ Guðjón, sem fullyrðir að hann sé fyrirmyndin að Superman, er aðal- persóna sögunnar ásamt stúlkunni Millu sem býr í litlu fiskiþorpi, Álfta bæ. Það er Milla sem segir söguna og með þeim Guðjóni tekst vinátta og í sameiningu ákveða þau að leysa gátuna um hinn geðvonda og ríka Hrólf sem bjó í hinu dularfulla Eyðihúsi. Hrólfur er látinn en skildi eftir sig bréf með þremur vísbendingum um það hvar fjársjóð hans væri að finna. Það sem vekur hvað mesta eftirtekt við þessa fyrstu bók höfundar er hversu vel hún er stíluð. Stíllinn er seiðandi og tær og undirliggjandi er ljúfur húmor. Hina r u ng u aða l- persónur eru skemmtilegar, það er ákveðin einsemd yfir Guðjóni meðan Milla er áberandi hvat- vís og hugrökk. Höfundur hefði þó mátt leggja aðeins meiri rækt við að lýsa samspilinu milli þeirra og tilfinningum þeirra hvort til annars. Þar vantar smá fíníseringu. Bókin er viðburðarík og vinirnir lenda í hinum mestu ævintýrum þar sem spenna er við völd. Þar hefði reyndar mátt staldra við og dýpka frá- sögnina, þarna er farið nokkuð hratt yfir sögu. Tímavél og tímaf lakkari koma við sögu, en þeir kaf lar eru þó ekki þeir bestu í bókinni. Það besta eru alls kyns hugleiðingar, eins og hugsanir Millu um vinnu- mann Guðs sem hleypir dagsljósi inn í heiminn og dregur tjöldin fyrir á kvöldin þegar fólk fer að sofa. Þessi fyrsta skáldsaga Snæbjörns Arngrímssonar er verulega góð og verðug verðlaunabók. Hæfileikar höfundar eru ótvíræðir og hann getur ekki látið staðar numið. Rit- höfundarferillinn er að hefjast. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Snæbjörn Arngrímsson sannar rithöfundarhæfileika sína með afar vel skrifaðri sögu sem er viðburðarík og skartar aðalpersónum sem auðvelt er að láta sér þykja vænt um. 3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 3 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 0 -7 4 1 4 2 4 2 0 -7 2 D 8 2 4 2 0 -7 1 9 C 2 4 2 0 -7 0 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.