Úti - 15.12.1936, Qupperneq 8

Úti - 15.12.1936, Qupperneq 8
8 U T I engan sena hefir verið leiður á því eftir þrjú ár“, segir hann á einum stað. Híbýli. Híbýli Esikimóa eru venjulega torf- kofar að vetrinum. Þeir eru reistir úr rekavið, eða stundum úr hvalbeinum, og þaktir torfi, likt og við þekkjum hjer. Nógur hiti er inni í þeim, jafnvel ofmik- ill fyrir hvíta menn. Vilhjálmur kaus helst að vera úti meðan maturinn var eldaður, og á næturnar að sofa næst inn- ganginum, því að þar var svalast. Venjulegur stofuhiti var 24—30 stig, þó að úti væri alt að 40 stiga frost. Meðan maturinn var eldaður komst hitinn jafn- vel upp í 40 stig. Þegar inn var komið fóru menn úr öllu nema nærhrókunum og sátu berir niður að mitti og' fyrir neðan hnjen. Börn innan 7 ára gengu allsber. Karlmenn sálu oft tímunum saman við að tálga niður rekavið og voru spænirnir notaðir til jaess að þurka af sjer svitann með. Stundum stukku menn út eins og þeir stóðu, eiginlega ekki vegna hitans, heldur aðeins sjer til hressingar. Aldrei heyrði Villijálmur þess getið að nokkr- um yrði meint við það. Á vorin, þegar snjór fer að þiðna, vilja kofarnir leka og flytja ibúarnir sig þá í tjöld. Versti tíminn fyrir þá er vor og haust, því að það er erfiðara að liita upp tjöldin en kofana. Á sumrin, þegar sólin er uppi allan tímann, er venjulega nógur hiti. En bestur tími fyrir þá er þó vetur- inn. Þá er liægast að ferðast, þá eru tið- astar heimsóknir milli frænda og vina og þá er þeim heitast. „Jeg hefi sjeð Eskimóa skjálfa haust og vor, og jafnvel komið fyrir að sumrinu, en jeg hefi al- drei sjeð þá skjálfa að vetrinum“, segir Vilhjálmur. Þeir, sem flytja sig til að vetrinum, búa í snjóhúsum, og kcm jeg að þeim seinna. Einkennilegt er það, að austast og vestast, í Grænlandi og Alaska, þekkj- ast ekki snjóhús hjá Eskimóum, aftur á móti eru þau algeng i Norður-Kanada, sjerstaklega um miðbikið. Eldsnejdi. Þar, sem Eskimóar lifa sem uppruna- legustu lífi, nota þeir selspik eða lýsi til Ijósa og eldsneytis. Nú orðið nota þeir sumstaðar járnofna og brenna þá reka- við, sem viða er mikið af þarna. Lýsis- lömpum þeirra svipar til grútarlamp- anna okkar. Kveikirnir eru úr fífu eða mosa og hafa þeir lag á að láta ekki myndast sót af loganum. Lampinn er úr tálgusteini og iogar oft á 2—4 í sama húsinu, eftir stærð þess. Einkennilegt er það, að þeir hafa komist á að láta lamp- ana vera sjálfvirka. Það er gert á þann hátt, að ræma af hjarndýrs- eða sels- spiki er liengd yfir logann. Sé litið lýsi i lampanum, er meira af kveiknum upp úr og að sama skapi hækkar loginn, en við það bráðnar meira úr spikinu en ella og hækkar í lampanum, en við það aftur styttist kveikurinn og ljósið minkar og um leið bráðnar minna úr spikinu. Sje öllu haganlega fjrrri komið logar, með smávegis liækkun og lækkun, í 6—8 klst. á lampanum. Þannig eru þeir látnir loga á nóttunni, þegar allir sofa. Maturinn er einnig soðinn við þessi tæki. Fatnaður. Algengastur fatnaður Eskimóa er þannig, að þeir hafa innri föt úr hrein- dýraskinnum, með hárin inn, og ytri föjt úr selskinnum, með liárin út. Iietta, með opi fyrir andlitið, er áföst úlpunni og kemst því ekki kuldi að hálsinum. Fóta- búnaður er nokkurskonar váðstígvjel úr sama efni, en nokkuð þykkari skinn í sólunum. Úlpurnar, hæði hin ytri og og innri, falla yfir buxurnar og eru þær girtar að sjer með ól. Ef með þarf geta menn þvi altaf brugðið liendinni inn á beran kroppinn. Ef þeir eru á ferðímiklu frosti og verða varir við að einhver hlett- ur á andlitinu er farinn að stirðna, sem er

x

Úti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.