Úti - 15.12.1936, Síða 10

Úti - 15.12.1936, Síða 10
10 ÚTI Hann var á ferð að vetrarlagi og vorn með honum 2 Eskimóar og' 1 hvítur mað- ur. Þeir komu að snjóhúsi sem leit vel út, og' til þess að spara sjer að gera nýtt settust þeir að í þessu liúsi. Þeir voru lieitir eftir ferðina og lil þess að fá sem fljótast liita í húsið byrgðu þeir alveg fvr- ir innganginn. Tveir sátu á upphækkaða pallinum en einn á gólfinu; sjálfur hafði Vilhjálmur matreiðsluna með höndum þetta skifti og'. lá á hnjánum fyrir framan primus, sem hann hafði uppi á snjókögli, og var að bræða snjó i matinn. Eskimóarn- ir voru í glaðværum samræðum, eins og vanalega. í miðri frásögn kastar annar þeirra sjer afturábak á pallinn og heyrð- ist eittlivað korrandi hljóð í honum. Hin- ir hjeldu að þetta heyrði til sögu hans, en Vilhjálmur bað þó hinn hvíta fjelaga sinn, að stíga upp og líta eftir honum, þar sem bið varð á að hann risi upp aft- ur. En um leið og hann gerði það, fjell hann á grúfu ofan á Eskimóann. Vil- hjálmur skildi þá fljótt hvað vera mundi á seiði, að hér mundi vera um kolsýru- eitrun að ræða og slökti því strax í prim- usnum. Hinn Eskimóinn, sá sem var á góflinu, var hinn rólegasti, og þegar Vil- hjálmur bað hann að gera i flýti gat á vegginn, þá ljet hann sjer ekkert liggja á. Hann reisti sig upp lil að ná i hníf, en fann þá að liann var máttlaus og með síð- ustu kröftum kastar hann sér þá aftur á bak á íshlerann, sem vár fyrir inngangin- um. Hann skreið svo út, því að hann var of máttfarinn til þess að geta gengið. Vilhjálmur fór út á eftir honum og hafði hann þó afl til að ganga upprjettur. En það var aðeins um stund, svo fjell hann niður og lá þarna flatur í snjónum hjá hinum. Þarna lágu þeir í stundarfjórðung i 45° frosti og fremur ljett klæddir. Vilhjálm- ur ætlaði að reyna að burðast á fætur til þess að drága fjelaga sína út, þá sem inni voru, en fann að hann hafði ekki mátt til þess. Þá sást andlit hvíta manns- ins í opinu. Hanu var með ráði en Iiafði þó ekki hugmynd um livað hafði gerst. Hann spurði gramur hvað þetta ætti að þýða, að slökkva á prímusnum og opna fyrir kuldanum inn. En hann skildi þó fljótt hvað um-var að vera og varð að leggjast niður hjá hinum. Enn liðu tiu mínútur og þá skreið Eski- móinn út. Þá hafði Vilhjálmur náð sjer svo, að hann gat farið inn og náð í svefn- pokana, til þess að verja fjelaga sína kuldanum, kveikti síðan upp og gaf þeim lieitt í sig. Eftir svo sem klukkutíma höfðu þrír þeirra náð sjer nokkurn veg- inn, en Eskimóinn, sem fyrstur fjell, var ekki orðiun góður fyr en eftir sólarhring. Er ekki þarna ljós skýring á afdrifum Andrée og fjelaga hans? Ferðalög. Jeg hefi nú sagt <iálítið frá Eskimóun- um, eða því sem Vilhjjálmur lærði af þeim. En liann lærði ýmislegt fleira, sem hjer er ekki rúm til að skýra nánar. I stuttu máli, honum lærðist að lifa eins og þeir, gera ekki hærri kröfur til lífsins en þeir og að afla sjer matar eins ocj þeir. Hann liafði á unga aldri fengist talsvert við veiðiskaj) og kvnst hörkuveðrum í Norður-Dakota, þar sem hann ólst upp. Hann hafði því óafvitandi fengið góðan undirbúning. Það sem mestu skifti var þó gjörhvgli hans, sem hvarvetna kemur fram. Honum lærðist það, að „lifa af landinu", að ferðast óraleiðir með Iítinn eða engan útbúnað annan en skotfæri. í síðustu rannsóknarferðinni, 1913-1918, var hann fimm ár án þess að hafa nokk- urt samband við umheiminn liann vissi t. d. ekki af ófriðnum mikla fyr en ári eftir að hann braust út, og fjekk sið- an aðeins tvisvar óljósar fregnir af lion- um. Hann liefði alveg eins getað verið þar tíu eða tuttugu ár í einu. Nú væri gaman að fylgja Vilhjálmi á einliverri af ferðum hans, en því miðnr levfir ekki rúmið mikið af því tægi. Þess má geta, að Vilhjálmur fór altaf gang- andi, nema rjett ef hann settist á sleða

x

Úti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.