Úti - 15.12.1936, Side 21

Úti - 15.12.1936, Side 21
ÚTI 21 Sviffflia Eftir Agnar E. Kofoed-Hansen. Svifflug er íþrólt hinnar þróttmiklu og liugprúðu æsku; æskunnar, sem kann að gieina rjett frá röngu, holt frá óhollu og fagurt frá ófögru. Jeg flýg eins og fugl- inn, var mín fyrsta hugsun er jeg svif- flaug í fyrsta skipti, jeg var snortinn af fegurð svifflugsins á samri stundu. Jeg i>arst um loftið borinn af ósýnilegum örmum, alt var kyrt og hljótt, liinn þýði niður loftsins var það eina sem rauf þessa þögn — jeg; var laus við allan hávaða og allan hristing — jeg var gagntekinn af fpf/uvð flugsins. Þegar jeg heyrði um hinn mikla áhuga sem var vaknaður fyrir svifflugi hjer heima, ákvað jeg á samri stundu, að jeg skyldi gera mitt til þess að gefa löndum mínum kost á að verða þessarar fegurð- ar aðnjótandi. Mjer datt í hug, að skáta- fjelögin hlytu að vera ágæt til þess að koma skipulegri svifflughreifingu af stað; þau höfðu fjölda röskra manna á að skipa, unga menn vana iþróttum og úti- veru. En þátttaka skátanna varð þó ekki nóg til þess að hægt væri að byggja upp starf- ið með þeim eingöngu. Gerði jeg þá tilraun til þess að safna þeim Reykvikingum saman í eina heild, sem liefðu áhuga fvrir málinu og vildu vinna að eflingu svifflugs á ís- landi á heilbrigðum grundvelli. Var þá stofnað Svifflugfjelag íslands, sem þegar hefir náð ágætum árangri með starfi sínu. Kjarni fjelagsins eru 30 samhuga og sam- hentir, svokallaðir virkir fjelagar, ungir menn af öllum stjettum og á aldrinum 18—30 ára. Svifflug má með rjettu kalla íþrótt íþróttanna, en það eru líka fáar íþróttir, sem krefjast jafnmikils af iðkendum sín- um. Meðlimir fjelagsins verða að ganga að starfinu með fullu fjöri. Fjelagið get- ur ekki notað menn, sem mæta á öðrum hvorum fundi og láta ekki sjá sig á flug- hyggingarverkslæðum fjelagsins; með- limirnir þurfa fyrst og fremst að vera góðir fjelagar. Jeg ætla hjer að lýsa fyrsta hluta náms- ins, frá því að meðlimurinn eða nemend- inn gengur inn í fjelagið og þar til liann hefir lokið A prófi. Aður en sjálfar flugæfingarnar hefj- ast, eru nem. kend ýms alm. flugvísindi; svo sem flugeðlisfræði, veðurfræði og alm. flugfræði, þannig að hann að kensl- unni lokinni hafi hlotið þann flug- þroska, sem hverjum svifflugmanni er nauðsynlegur. Hann veit þá hverju hann á að svara, þegar fjelagar spyrja hann Þessi mynri sýnir fyrsta svifflugið í Danmörku, er fór fram síðastliðið vor.

x

Úti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.