Úti - 15.12.1936, Síða 28
28
ÚTI
Blaðamál íslenskra skáta
Eitl af þeim málnm, sem stjórn BÍS
hefir borið ittjög fyrir brjósti, er að koma
blaðamálum ísl. skáta í gotl horf.
Stjórnin bað því Jón Oddgeir Jónsson að
hafa framsögu um þetta málefni á aðal-
fundi BÍS, sem haldin var á siðastliðnu
sumri, og koma fram með tillögur um,
hvernig þessum málum væri best borgið.
Framsögumaður hóf mál sitt með þvi
að segja frá afdrifum hinna ýmsu skáta-
blaða, sem gefin hafa verið út hjer á
landi, en benti jafnframt á fálmið og
skipulagsleysið, sem auðkent hefði flest-
ar þessar blaðaútgáfur. Taldi hann brýna
þörf á því, að nú yrði úr þessu bætt,
með því að koma þeim skátablöðum, sem
enn lifa, undir sameiginlega stjórn.
Bar hann síðan fram tillögu um það,
að stjórn BÍS semdi nú þegar við stjórn
skátafjel. Væringjar i Reykjavík, um að
öðlast útgáfurjettinn að „ÚTI“ og við
stjórn skátafjel. Ernir, um útgáfurjettinn
að „Skátanum“. Þegar þeir samningar
yrðu um garð gengnir, yrðu bæði þessi
blöð, ásamt Skátablaðinu, sem BÍS nú
gefur út, látin öll vera undir stjórn BÍS
og koma út sem hjer segir:
Skátablaðið (18 bls.), sem stjórn BÍS
hefir gefið út i eitt og hálft ár, kæmi út
á sama hátt og áður, tvö blöð á ári og
yrði alment skátaldað og tilkynninga-
blað stjórnarinnar.
Úti (40 bls.), sem skátafjel. Væringjar
liafa gefið út, kæmi einnig, eftir sem áð-
ur, einu sinni á ári, s’em alment drengja-
blað, en fjallaði þó nokkuð um skátamál.
yrði það haft vandað að frágangi og selt
sem mest, meðal almennings til út-
breiðslu skátahreyfingunni.
Skátinn (8 bls.), sem skátafjel. Ernir
liafa gefið út mánaðarlega, sem alment
skátablað, kæmi út 6—8 sinnum á ári, í
sama broti og áður, og yrði einungis ætl-
að foringjum og R. S.-skátum.
Ennfremur lagði hann til, að sami
maður yrði ekki ritstjóri, nema að einu
blaði, til þess að ofldaða ekki einn mann
störfum. Aftur á móti yrði einum manni
falinn útgáfustjórn allra blaðanna, og
væri stjórn BÍS heimilt að greiða einhver
laun fyrir það starf, enda sæi sá maður
um dreifingu blaðanna, innheimtu og að
afla blöðunum auglýsinga.
Framsögumaður sýndi framá að út-
gáfustarfsemi þessi mundi geta borið sig
fjárhagslega, ef vel væri á haldið. Hvatti
hann fundarmenn til að ræða málið sem
best og koma því á fastan grundvöll nú
þegar.
Marg'ir tóku til máls, og mátti fljótt
hevra, að meiri hluti fundarmanna voru
fylgjandi tillögu framsögumanns, um að
BÍS hefði á hendi útgáfu allra is-
lenskra skátablaða. Einrí fundarmanna
(Fr. Michelsen) vildi þó láta „Úti“ falla
úr hópi þeirra blaða, sem B. I. S. gæfi út,
en láta í þess stað „Skátablaðið“ koma
þess oftar. Ekki átti sú tillaga hylli fund-
armanna. Hjá nokkrum fundarmanna
kom það fram, að þeir óttuðust, að svo
víðtæk blaðaútgáfa yrði fjárhagslegur
baggi á BÍS. Um það var allmikið rætt.
Að lokum kom fram tillaga um það, að
fundurinn kysi þriggja manna nefnd til
þess að athuga nánar kostnaðarhlið máls-
ins og fleira. Skjddi sú nefnd skila áliti
sínu á framhaldsfundi, kveldið eftir. Til-
lagan var samþykt og kosnir voru i
nefndina þeir, Gunnar Andrew, Axel
Sveins og Jón Oddgeir Jónsson.
Nefnd þessi skilaði ákveðnum tillög-
um um málið næsta kvöld, og voru þær
samhljóða tillögum framsögumanns (J.
O. J.), um að öll blöðin skyldu rekin und-
ir stjórn BÍS, en til þess að binda það
ekki við að gefa út öll þessi blöð áfram,
ef halli skyldi verða á rekstrinum, lagði
Framh. á bls. 32.