Úti - 15.12.1936, Qupperneq 34

Úti - 15.12.1936, Qupperneq 34
24 ÚT I Starfsemi fullorðnu skátanna Ein af hinum merkilegri starfsgreinum skátafjelagsskaparins, er starf- semi fullorðnu skátanna „Rover Scouts“, eins og Baden Powell hefir nefnt þá, en hann liefir lagt grundvöllin að starfsháttum þeirra, í hók sinni „Rovering to Success“, er út kom árið 1922. Um allan heim eru skátar þessir nefndir R. S. (skammstöfun fyrir Rover Scout) og eru þeir einnig nefndir svo hjer. Til þess að geta orðið R. S. þarf skátinn að vera orðinn 18 ára að aldri, hafa verið skáti vissan tíma og hafa lokið 2. fl. prófi. Ennfremur að hafa sýnt dugnað í starfi sínu, og vera fús á að starfa áfram í anda skáta- laganna. Hjer var fyi’sti R. S. flokkurinn stofnaður þ. 23. nóv. 1928, innan Vær- ingjafjelagsins. Foringi þessa elsta flokks, eða flokka, því þeir eru nú orðnir fjórir og' nefnist því sveit, er Bendt D. Bendtsen. Hann gekk í Væringjafjelag'ið árið 1926 og hefir starfað síðan, af mikilli ósjerplægni, fyrir málefnum skáta. Ritstj. „Úti“ fór fyrir nokkru á fund B. D. B. og hað hann að segja lesendum blaðsins eitthvað frá starfsháttum R. S„ þvi lítið hefir verið um þá skrifað i ísl. sliátablöðum. Honum fórust svo orð: „Æfingar vorar eru talsvert frábrugðn- æfingum yngri skátanna. Eins og kunn- ugt er, eiga piltarnir að liafa hlotið al- menna skátamentun, þegar þeir fá að verða R. S. Þessvegna förum við litið inn á það svið, að kenna flokksmönnum vor- um slíkt, nema lijálp í viðlögum, því það eru fræði, sem ávalt þarf að endurnýja. Vjer höldum sameiginlega fundi tvisvar i mánuði og eru það í senn bæði fræðslu og skemtifundir. Stundum hera þessir fundir keim af málfundum, því vjer þjálfum oss í því að geta talað og hugsað um ýms málefni er varða sjálfa oss, þjóðfjelag vort og alheimsmál. Höfuðstarf R. S. er þó einkum tvens- konar. Aðalverkefnið er að starfa að vel- gengi skátafjelagsskaparins. T. d. með því að stofna nýja skátaflokka, eða sveit- ir, innan fjelagsins og jafnvel hjálpa til þess að stofna ný fjelög í nálægum kaup- stöðum. Ennfremur með því að aðstoða yngri skátana í kenslu, vera prófdómarar við sjerpróf og fl„ flytja erindi á sveita- fundum þeirra og svo framvegis. Það er mikilsvert atriði, að eldri skát- arnir aðstoði hina yngri og starfi með fullu fjöri. Slíkt heldur jafnvægi i fje- lagsskapnum og eykur möguleika hans. Hitt verkefni R. S.-flokkanna er útá-

x

Úti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.