Úti - 15.12.1936, Qupperneq 35
Ú T I
35
við. T. d. allskonar hjálparstarfsemi, ein-
staklingum og því opinbera til handa.
Þráfaldlega aðstoða þeir lögregluna í því,
að leita að fólki, sem tapast hefir, hafa á
hendi gæslu á opinberum stöðum, t. d.
íþróttasvæðum, við ýmsar hátíðar og fl.
Víða geta skátar lika verið til aðstoðar
slökkviliðum bæjanna,' starfsemi Slvsa-
varnarfjelagsins og fl. En slíkri starfsemi
eiga R. S.-flokkarnir ekki að byrja á,
nema liafa lært og þaulæft það áður.
Víða liafa R. S., samkv. beiðnum lækna,
gefið blóð til sjúklinga, sem þurfa á blóði
að halda. T. d. líður varla enginn mán-
uður svo, að einn eða fleiri hinna full-
orðnu skáia í Revkjavík, ekki gefi blóð
til sjúklinga á Landspítalanum. Þá ættu
R. S. flokkar, einkum útum land, þar sem
mikil sjósókn er, að halda námskeið fyr-
ir sjómen og fleiri í einföldustu atriðum
í hjálp í viðlögum og einkum Ufgun
drukknaðra.
Orðtak allra skáta er: Vertu viðbúinn.
Þetta orðtak helgum vjer einnig starf-
semi eldri skátanna. Fjelagar, lærum því
og þjálfum oss, svo vjer getum ávalt ver-
ið viðbúnir.
Að lokum langar mig til þess að segja
frá fyrirhugaðri ferð R. S.- flokkanna í
1. R. S. deild Væringja, að sumri kom-
andi.
Vjer höfum ákveðið að taka á leigu
einn stóran mótorbát og fara með hon-
um um Rreiðafjörð, alla Vesfirði og
máske viðar. Ætlum vjer að koma í land,
þar sem vjer getum skoðað merka sögu-
staði, fagurt landslag og heimsótt skáta
i kaupstöðunum.
Jafnframt langar oss til að læra svo-
lítið í sjómensku, með því að taka að oss
öll störf um borð og hafa því ekki með
annað af áhöfn bátanna en skipstjóra,
stýrimann og vjelamenn.
Sjálfir ætlum vjer því að sjá um mat-
reiðslu, hásetastörf og kynnast öðrum
störfum, eftir því sem ástæður leyfa. Vjer
l)iðum vorsins með mikilli eftirvæntingu
VÆNJATAK.
Framb. af bls. 23.
Hinn fjelaginn var í fyrstu dyggur við
sitt starf. En dag einn fjell lítið laufhlað
úr trje, er hann sat nndir, þegar hann
átti að vera við vinnn. Litur laufsins var
gulur og bar vott um visnun. Hann tók
ekki eftir þessu litla laufblaði, en það
fylgdist með honum heim um kvöldið,
þótt hann vissi það ekki, enda var ganga
hans reikul og hugsun sturluð. Þegar
hann kom í bæinn bað bóndi hann að
taka laun sín og fara, því jeg þarf þín
ekki lengur með, mælti hann, þú ert á
illri leið í lífinu, þú ert vinur bakkusar.
Nokkur ár liðu. Leiðum hinna ungu
manna !bar aftur saman. Það var um
liaust, síðla kvölds, úti undir skini sljarn-
anna.
Þeir sögðu hvor öðrum sína sögu. Ann-
ar segir að lokum: Jeg hefi lært margt
fagurt á lífsleiðinni, en það mikilverðasta
er það, að vinna hvert verk vel; það er
lykill þekkingar og auðæfa lífsins.
Það er víst satt, ansar hinn. En jeg hefi
lært að líta á lífið með illum augum.
Rakkus hefir verið minn kennari; þrátt
fyrir það, þótt jeg hafi oft skipað
honum á burt, í reiði vímunnar og
sorgum afleiðinganna. En hann hefir
brosað til min og tælt mig lengra og
lengra niður í ómensku, leti og kæruleysi.
Fyrsta staupið fanst mjer bi’osa til mín,
en nú er afleiðing hvers þeirra, tár brost-
inna vona og tíndrar vináttu.
En vilt þú taka hönd mína og hjálpa,
hjálpa . . fyrirgefðu tárin.
Hátt uppi i himin-geimnum hrostu
stjörnur næturinnar, til hins vonsvikna
barns jarðarinnar.
Jón Hallgrímsson.
og vonum að þekkja að minsta kosti „32
strik“ áttavitans eftir sjóferðina.
Bendt D. Bendtsen.