Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Blaðsíða 5
Kristniboðs-starfsfólk vort i Aust-
ur-Afríku samankomið til ársfundar
í Genida. Á miðri _myndinni sjest
sjera J. C. Raft (heldur á bók); hon-
um til vinstri handar situr formaður
kristniboðs vors í Austur-Afríku,
sjera Bartlett, og í sömu röð til
vinstri situi systir Muderspach með
litlu dóttur sína í fanginu. Bak við
hana stendur Carentze Olsen, og í
sömu röð er str. Rye-Andersen og
str. Karen Nielsen. Bak við þær
standa Rye-Andersen og Frithjof
Muderspach.
höfðu kynt. Fólkið þarna hafði aldrei
heyrt sálmasöng fyr. Það þekti aðeins
til hinna viðbjóðslegu ,,messa“ hinna
innfæddu.
Nú hittist svo á að þarna voru menn
af mannætunum, sem heyrðu sönginn
og urðu þeir mjög hrifnir. Þeir spurðu:
„Hvar hafið þið lært að syngja þannig?“
,,Á trúboðsstöð Aðventistanna“. „Við
vildum gjarnan að við gætum sungið
þannig“, sögðu mannæturnar, „og er við
á morgun förum heim í land okkar, v.ilj-
um við gjarna hafa ykkur með til þess
að þið getið kent okkur að syngja þann-
ig“. Lærisveinar okkar urðu bálf skelk-
aðir er þeir heyrðu þetta. Þeir vissu
hvar þetta fólk átti heima. „Nei, það
getum við ekki“, sögðu þeir „við verðu’m
að fara eftir því sem trúboðsstjórnin
fyrirskipar. Við verðum að fara þangað
aftur. Ef þið viljið fá trúboða eða for-
ingja, verðið þið að koma til trúboðs-
stöðvarinnar og biðja hvíta trúboðann
um það. Við megum ekki fara án leyfis
hans“. Jeg þykist viss um að þeir voru
fegnir að mega ekki fara án leyfis trú-
boðans.
Og mannætur þessar komu til trú-
boðsstöðvarinnar og báru fram beiðni
sína: „Okkur langar til þess að læra að
syngja eins og þessir ungu menn er við
heyrðum til“. — ”En við sendum ekki
út söngkennara, við höfum aðeins prje-
dikara og skólakennara“, sagði trúboð-
inn. „Nei, við viljum ekki hafa neinn
skóla, og ekki heldur neinn prjedikara,
við viljum aðeins læra að syngja“, svör-
uðu þeir. Trúboðinn kallaði á lærisvein
nokkurn úr skólanum, sem söng vel, og
sagði við hann: „Þessir menn eru komn-
ir frá villimannalandinu, þar sem menn
eru drepnir og jetnir; þeir segjast vilja
fá einhvern, sem geti kent þeim að
syngja. Viltu fara?“ Unglingurinn hugs-
aði sig um stundarkorn og sagði: „Fyrir
Guð fer jeg hvert sem vera skal“. Þeir
lofuðu að gæta hans svo að hann henti
ekkert ilt og þeir hjeldu orð sín.
Er þeir komu heim í land sitt söfnuðu
þeir hvert kvöld fólkinu og unglingur-
inn kendi þeim að syngja. Hann valdi
kvæði er kendi þeim um fagnaðarerind-
ið. Er þeir höfðu lært sálmana jafnóðum
og þeim var snúið á móðurmáli þeirra,
fengu þeir áhuga fyrir efninu er þeir
sungu. Þeir komu til unga söngkennar-
ans og spurðu: „Hvað þýðir þetta? Hvað
er talað um í þessum sálmi? Hvað
þýðir sköpunin, Guð á himnum, sonur
hans Jesús og alt hitt? “ Þá sagði hinn
ungi bróðir vor frá því'. Hann var ekki
búinn að vera lengi, er einn höfðingj-
anna kom til hans og sagði: „Jeg held
við ættum að setja á stofn skóla hjerna“.
„Það er góð uppástunga“, svaraði ungi
maðurinn. „Við skulum byrja á skóla“.
Og þeir byrjuðu. Skömmu seinna komu
menn, sem sögðu: „Jeg held það væri
Bls. 3