Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Blaðsíða 15

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Blaðsíða 15
blóðeitrun í fótinn. Það varð að taka fótinn af og manninum batnaði. Vegna hinna fáu starfsmanna á þessu svæði höfum við ekki getað veitt lækn- inum þá aðstoð, sem hann í raun rjettri þarf. Tvær fjölskyldur hafa nú farið frá og nýlega varð hin þriðja að fara vegna sjúkdóms. Þannig hafa þrjár fjöl- skyldur tapast frá verkinu, og aðeins ein eftir á stöðinni. Vjer vonum. að þetta breytist bráðum til batnaðar. Fyrir skömmu kom hjúkrunarkona frá Evrópu, og undir eins og vegirnir verða færir eftir regnið fer hún alla leið til Dessie. Nýlega fengum við brjef frá ritara trú- boðsins, þar sem hann vonast eftir að geta brátt sent oss fjölskyldu í viðbót, er geti tekið að sjer trúboðsstarfið í Dessie, og læknirinn þá snúið sjer algjör- lega að því að lina þjáningar hinna veiku. Vjer þörfnumst bráðnauðsynlega slíkrar fjölskyldu. M. Sorensen. Fagnaðarerindið vinnur sigra í Suður-Ameríku. Carlyíe B. Óskir þú að sjá nokkurnveginn hvern- ig starfinu í þágu fagnaðarboðskapar- ins miðar áfram, verður þú að taka þjer ferð á hendur með mjer upp til Titica- cavatnsins hjer um bil 4000 m. yfir sjávarmál, á landamærum Bolivia og Peru. í kring um þetta vatn, sem er 160 km. breitt og 80 km. langt, hefir fagnað- arerindið haft furðanlegan framgang og nú höfum við 8000 skírða Indíána í söfnuðinum kring um vatnið. Þessir Indí- ánar eru duglegir og starfsamir. Ef við biðjum einn í hvíldardagsskólanum að standa upp og hafa yfir minnisversið, þá standa margir upp til þess að hafa það yfir. I kring um þetta vatnjhöfum við nú 119 trúboðsskóla með hjer um bil 5000 lærisveinum. En starfið meðal Indíána er ekki leng- ur aðeins við Titicaca-vatnið. Það hefir nú náð mörg þúsund km. frá vatninu, og nú hljómar boðskapurinn í skógunum þar sem enginn hvítur maður hefir stigið fæti sínum fyr. Frjettir af því hvað Guð gjörir hefir fært oss fyrstu hugmynd um þjóðflokka, er hvítir menn hafa aldrei sjeð áður. Þessir Indíánar hafa þannig fengið hinar fyrstu frjettir af menningu heimsins í gegn um trúboða vora, sem hafa sagt þeim frá því að Guð á himn- Haynes. um elskar þá og hefiri gefið son sinn til lausnargjalds fyrir þá. F. A Stahl, trúboði ferðaðist um 1500 km. með Indíánum sem vegvísurum og þeir urðu beinlínis að höggva sig gegn um skóginn til þess að ná fram til ánna er fjellu í þá átt er hann ætlaði sjer að fara. Því næst fór hann eftir þessum fljótum í smábátum eða á timburflekum yfir hina hættulegri staði alla leið til Iquitos í austur hluta Peru. Frjettin um að Stahl trúboði væri á ferðinni komst eins og eftir síma langt inn í skógana stundum hundruðum km. á undan honum. Hver höfðinginn eftir annan, sem aldrei hafði sjeð hann áður, komu til hans og báðu hann: „Sendið okkur kennara Byrjið trúboð meðal þjóðflokka vorra!“ Indíánahöfðingi vekur allan þjóðflokk sinn. Höfðingi nokkur kom til Stahl við Tambofljótið. Hann kom í veg fyrir trú- boðann og sagði: „Jeg hefi frjett um starfsemi þína. Við megum til að fá kennara“. „Hvar er þjóðflokkur þinn?“, spurði trúboðinn „Nokkrar mílur hjer inni í skóginum“. ,,Jæja, en við höfum engann kennara, Bts. 13

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.