Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Blaðsíða 18

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Blaðsíða 18
vissir um að árangurinn verður mikill. Hugsum um starfið á hinum stóru trú- boðssvæðum. Hugsum um Kína. Robert Morrison starfaði í mörg ár án þess að sjá nokkurn árangur. Svo hefir það og gengið í öðrum löndum. Það hafa komið tímabiL að sæðinu hefir verið sáð án sýnilegs árangurs. Þannig hefir það verið hjá trúboðinu í Austur-Afríku og í Austurlöndum og annarsstaðar. Trú- boðar vorir hafa unnið ár eftir ár í hin- um steikjandi hita Afríku án þess að sjá mikinn árangur. Engu að síður hafa þeir starfað með dugnaði í trú á að Guð mundi gefa vöxtinn. Það er eins og nýtt tímabil sje runnið upp fyrir okkur. Það getur ekki verið annað en að haustregnið er farið að falla. Er ti'úboðar vorir koma nú út á starfssvæðin þurfa þeir ekki að bíða í mörg ár án árangurs, því aftur og aftur kemur það í ljós að Guð á undraverðan hátt hefir gengið á undan og undirbúið hjörtu fólksins til þess að taka á móti þeim boðskap er við boðum. Á stuttum tíma flykkist fólkið til þeirra, og það langar ekki aðeins að vita um þennan merkilega boðskap heldur hefir það djúpa löngun eftir Guði og sannleika hans. Svo var það í Austur-Afríku þar sem starfið byrjaði fyrir löngu. Hugsum um hið erfiða verk sem fyrri trúboðar vorir hafa framkvæmt, við hugsum um marga brautryðjendur vora, sem hafa fórnað lífinu fyrir málefnið í þessum hita- beltislöndum. Vjer sjáum grafir þeirra er við ferðumst gegnum landið og heim- sækjum hinar ýmsu stöðvar. Þeir ofruðu miklu. Það var sorglegt fyrir ástvini þeirra að þeir skyldu deyja. Og sorg- legt fyrir foreldra og systkini heima á ættjörðinni. En hefir fórn þeirra verið árangurslaus? Ár eru liðin síðan. Margt hefir breyst, og í dag hafa starfsmenn vorir feikna framgang. Nú höfum við spítala og skóla í hundraðatali, hærri skóla og bókaútgáfur, er senda bækur hinum mörgu miljónum Afríku. Og það Bls. 16 sem mest er af þessum framförum er að þúsundir innfæddra hafa gefið hjarta sitt Kristi. Fórnir þær og erfiði er hinir duglegu brautryðjendur hafa lagt á sig eru ekki til einskis, þær bera ríku- legan ávöxt. Þúsundir í Afríku þakka nú hinum fyrstu trúboðum ljós það er þeir gáfu þeim. Hugsum um þá staði þar sem erfið- leikarnir eru mestir, t. d. Abessiníu, Erí- trea og hin þrjú lönd Somali á norðaust- urströnd Afríku. Það er erfitt að vinna í þessum löndum, en þrátt fyrir það hefir aldrei gengið eins vel og nú. Aldrei hefir útlitið verið jafn bjart Aðventboðskapn- um og einmitt nú. Vjer sjáum spá- dóma Guðs orðs uppfyllast. Fyrir löngu sagði Jesaja spámaður er hann sá að Guðs ríki mundi sigra að lokum: ,,Eyði- mörkin og hið þurra land skal gleðjast; öræfin skulu fagna og blómgast sem lilja“. Allstaðar í þessum löndum er mik- il uppskera trúaðra. Það ætti að uppörfa oss að hugsa um sigur Guðs málefnis. Sæðið, sem hefir verið sáð ber í dag ávexti, og þótt erfiðleikar sjeu margir og margt sem þarf að lagast, þá upp- skera trúboðar vorir ríkulega. En enn er mikið verk að vinna. Það þarf fleiri trúboða. Vjer þurfum meiri efni. Nú er tíminn til þess að setja pen- inga sína í málefni Guðs. Utanlandstrú- boð er sá banki er guðsbörn ávaxta pen- inga sína í. Hann gefur háa vexti, sem að nokkru leyti verða greiddir í þessu lífi með gleði og ánægju og blessun og í enn ríkari mæli er verkinu er lokið og Guð launar sjerhverjum eftir því sem verk hans eru. Verum hughraust og gef- um ekki aðeins af peningum vorum held- ur og okkur sjálf, því þegar alt er at- hugað þá er það hið mesta sem við get- um gefið. Ef við gjörum þetta mun Guð blessa okkur og alt það sem við eigum og höfum, svo að margir heiðingjar í myrkri villunnar munu leiðast til hins dýrmæta ljóss Aðventboðskaparins og gleðjast sem börn hans í hinu eilífa ríki. Prentsmiðja Geislans

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.