Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Blaðsíða 8

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Blaðsíða 8
Ötrúleg frá- saga um heilag- an Hindúa, sem var ofsóttur af lærisveinum sín- um, og um prest Buddha í Ind- landi „kastala heiðninnar“ sem var hótað dauða vegna pess hann gjörðist kristinn. Kastali heiðninnar. Morton kristniboði með útivistar-klíník sína úti á Kaíahari-eyðimörkinni í Bechunalandi. Eins og önnur trúboðsfjelog noium við starfað mest í Indlandi fyrir þá sem litið er niður á af hinum hærri scjettum. Það eru yfir 2000 stjettir manna í Ind- landi, þessi stjettaskifting er vissulega mesti þröskuldurinn fyrir kristindóms- útbreiðslu þar. Það virðist nú að þetta muni lagast, en þó ber töluvert á stjetta- rígnum, eins og eftirfarandi frásögn ber með sjer: ,,í þorpi nokkru í Suður-Indlandi gekk jeg inn á pósthús til þess að sækja póst og kaupa frímerki. Póstmeistarinn var af hinum allra hæstu stjettum meðal Hindúanna. Er jeg spurði eftir frímerkj- um tók jeg eftir að hik kom á manninn, því að trúboðar og allir hvítir menn eru skoðaðir sem ,,úrþvætti“. Aðstoðarmað- ur hans var ekki við. Hann hætti við að afgreiða og bað mig svo að bíða. Það gátum við ekki. Hann tók þá frímerkin upp úr skúffu, kom og lagði þau á gólf- ið. Því næst gekk hann aftur á sama stað og hann var og bað mig að leggja peningana á gólfið í staðinn. Hann vildi ekki saurga sig á því að rjetta mjer frímerkin og taka við peningunum í staðinn. Maður skilur ef til vill af þessu hvað það kostar slíka menn að brjóta af sjer slíkar venjur og gerast kristnir, og vera svo ofsóttir á eftir. Að snúa sjer er svipað og að rísa frá dauðum. Carey, hinn nafnkunni trúboði Guðs, sem vann mjög lengi í Indlandi, sagði að það væri eins mikið kraftaverk að koma einum af þessum Brahma-Hind úum til þess að snúa sjer til Guðs eins og að reisa mann frá dauðum. En þrátt fyrir allar hindranir höfum við náð nokkrum þeirra. Það gladdi oss mjög er einn þessara manna tók á mcti Kristi. Hann átti musteri í hjeraðinu Assum og hafði um 2000 lærisveina. En hann var ekki á- nægður með Hindúa-trúna. Hann ferð- aðist því frá heimili sínu til Ceylon til þess að sjá hvort Búddha-trúin mundi færa honum nokkuð betra, svo að hann með því fyndi Guð. Hann var þar nokk- urn tíma og athugaði trú Búddha til þess ef vera kynni að hann fyndi hvíld fyrir sál sína. Því næst ferðaðist hann til Tíbet til þess að athuga Búddha- trúna þar, en hún er þar ofurlítið frá- brugðin því sem annarstaðar er kent. Aftur varð hann fyrir vonbrigðum. Hann ferðaðist svo til Kína og Síam, en hann Bls. 6

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.