Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar LANDIÐ: Hlutur sjúkratryggðra í lyfjakostnaði lækkaði 1. janúar sl. samkvæmt reglugerð sem heilbrigðisráðherra gaf út. Þak á árlegum hámarkskostnaði lyfjanotenda lækkar um 10%; fer hjá almennum not- endum úr 69.416 kr. í 62.000 kr. og hjá börnum og lífeyrisþegum og ungmennum yngri en 22 ára úr 46.277 kr. í 41.000 kr. Jafnframt því sem hámarksþak lyfjakostnaðar á tólf mánaða tímabili lækkar um 10% lækka að sama skapi fjárhæðir afsláttarþrepa í lyfjagreiðslukerf- inu. Lyfjagreiðslukerfið miðast við að notendur borgi lyf sín að fullu þar til ákveðinni fjárhæð er náð, en eftir það greiða sjúkratryggingar 85% af verði lyfjanna á móti 15% hlutdeildar sjúklings. Full greiðslu- þátttaka almenns lyfjanotanda miðast nú við 24.075 kr. en lækkar nið- ur í 22.000 kr. og hjá börnum og lífeyrisþegum fer þessi fjárhæð úr 16.050 kr. í 14.500 kr. Auk þessara breytinga lækkar virðisaukaskattur á lyf úr 25,5% í 24%. –mm Kærður vegna óvarlegrar meðferðar skotelda VESTURLAND: Maður á sextugsaldri hefur verið kærður til lög- reglu fyrir óvarlega meðferð skotelda á gamlárskvöld. Á hann að hafa skotið viljandi nokkrum flugeldum að og í hús nágranna síns í Hval- fjarðarsveit, þar sem þeir sprungu með tilheyrandi hávaða og eldglær- ingum. Hafði lögreglan tal af manninum sem kenndi vindinum um hvernig fór og hló að öllu saman. Málið er í frekari rannsókn hjá lög- reglu. Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur í umdæmi lög- reglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Alls urðu sex umferðaróhöpp í umdæminu, tvö á Akranesi, tvö í Borgarbyggð, eitt í Borgarnesi og eitt í Grundarfirði. Óhöppin voru öll án teljandi meiðsla að sögn lög- reglu. -þá Árið kvatt í blíðskaparveðri Ágætt veður var á gamlárskvöld og margir sem notuðu stundina um miðnætti til að kveðja gamla árið og fagna nýju úti undir berum himni. Flugeldar nutu sín ágætlega eins og sjá má á þessum myndum sem ljósmyndarar tóku á Snæfellsnesi. Íþróttamaður Borgarfjarðar 2014 Laugardaginn 10. janúar kl. 14:00 fer fram í Hjálmakletti Borgarnesi verðlaunaafhending í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar 2014 Veittar verða ýmsar viðurkenningar og verðlaun til þess íþróttafólks sem náð hefur góðum árangri á árinu 2014 Nemendur frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar koma fram og flytja tónlistaratriði Boðið verður upp á veitingar Ungmennasamband Borgarfjarðar - Borgarbraut 61 - 310 Borgarnesi Sími 437 1411 - www.umsb.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Ungmennasamband Borgarfjarðar Dregið í jólamynda- og krossgátu Skessuhorns Í Jólablaði Skessuhorns birtist myndagáta og stór krossgáta sem lesendur gátu glímt við yfir há- tíðirnar. Ekki stóð á svörum við báðum þessum gátum og bár- ust um 200 lausnir sem heppn- ir vinningshafar voru dregnir úr. Eftirfarandi nöfn komu úr pott- inum: Krossgáta. Þar voru lausnar- orðið „Gleðskapur.“ Vinnings- hafinn er Þórólfur Ævar Sig- urðsson, Laugarbraut 7 á Akra- nesi. Hlýtur hann að launum þrjár valdar bækur frá Skessu- horni auk gjafabréfs í gistingu og morgunverð á góðu hóteli. Myndagátan. Þar var lausnin: „Rigningarsumarið síðasta verð- ur Vestlendingum lengi minn- isstætt.“ Rétta lausn hafði Ásta Jónsdóttir, Sundabakka 5 í Stykk- ishólmi. Hlýtur hún sömuleið- is að launum þrjár valdar bækur frá Skessuhorni auk gistingar og morgunverðar á góðu hóteli. Vinningshöfum er óskað til hamingju og öllum öðrum þökk- uð þátttakan. mm Varð vélarvana í smástund nálægt landi Björgunarsveitir á Snæfellsnesi voru kallaður út í hádeginu síðast- liðinn laugardag vegna neyðarkalls af sjó, en farþegabáturinn Brimr- ún frá Grundarfirði var þá vélar- vana við norðanvert Snæfellsnes. Voru skip og bátar björgunarsveita á norðanverðu Snæfellsnesi kallað- ar út með hraði enda báturinn ná- lægt landi þegar dó á vélunum. 22 farþegar voru um borð í bátnum auk áhafnar. Um hálftíma eftir að útkallið barst hafði tekist að koma annarri vél Brimrúnar í gang og búið að sigla fjær landi og áleiðis til Grundarfjarðar. Brimrúnu var þó fylgt af björgunarbátum til lands. Á meðfylgjandi mynd er Brimr- ún komin til hafnar í Grundarfirði heilu og höldnu. mm/ Ljósm. tfk. Sjö kindur sóttar á afrétt Lunddælinga Í lok ársins, nánar tiltekið 27. des- ember, voru sjö kindur sóttar á af- rétt Lunddælinga í Borgarfirði. Þá var farið á þremur vélsleðum með kerrum inn á afréttina en vitað var af kindunum sem urðu eftir við seinni leitir í haust. Að sögn Björns Björns- sonar frá Snartarstöðum voru kind- urnar ekki eins langt inn á afréttin- um og reiknað hafði verið með. Þær voru við Gullberastaðasel og því ekki um langa ferð að ræða og kom- ist á milli í björtu. Björn sagði að vel hafi gengið að ná fénu á sleðana. Það hefði verið allvel fram gengið þótt vetrartíðar hafi gætt að undan- förnu. Fjórar kindanna voru frá Hóli og þrjár frá Hesti og voru þetta fjór- ar fullorðnar ær og þrjú lömb. þá/ Ljósm. Gunnhildur Birna Björnsdóttir. Um miðnætti á gamlárskvöld í Grundarfirði. Ljósm. sk. Ármótin fóru vel fram í Snæfellsbæ og á gamlársdag fór fram hin árlega áramótabrenna á Breiðinni og var að venju margir sem tóku þátt í gleðinni. Höfðu brottfluttir Snæfellbæingar á orði að þetta væri með stærri brennum sem þeir höfðu séð og stærri en á höfuðborgarsvæðinu. Að brennu lokinni tók við flugeldasýning björgunarsveitarinnar Lífsbjargar og urðu gestir ekki fyrir vonbrigðum með sýninguna. Að sögn Viðars Hafseinssonar formanns Lífsbjargar var talsverð aukning á sölu flugelda hjá sveitinni. Ljósm. af. Skemmtileg áramótakveðja frá Sumarliða Ásgeirssyni ljósmyndara í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.