Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 Snæfellsbær Snæfellsbær óskar eftir að ráða aðalbókara í 75-100% starf á skrifstofur bæjarins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. febrúar 2015. Við leitum að einstaklingi sem hefur haldgóða bókhalds- og tölvuþekkingu. Reynsla af vinnu með Navision bókhaldskerfið er æskileg. Gerð er krafa um stúdentspróf og æskilegt er að umsækjandi hafi viðskipta- eða rekstrarfræðimenntun. Laun eru skv. kjarasamningi samflots bæjarstarfs- mannafélaga og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar gefur bæjarritari í síma 433-6900, netfang lilja@snb.is Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Snæfellsbær óskar eftir að ráða aðalbókara S K E S S U H O R N 2 01 5 Jólatré sótt 12.-14. janúar Körfuboltafélag Akraness mun sjá um hirðingu jólatrjáa daganna 12.-14. janúar og er það í boði fyrir alla bæjarbúa. Eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu. Ath. eingöngu jólatré verða tekin, ekki annað sorp. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira sem fallið hefur til eftir nýárs- og þrettándagleði. SK E S S U H O R N 2 01 5 Bæjarstjórn Stykkishólms sam- þykkti nýlega að heimila fjölgun í Slökkviliði Stykkishólms og ná- grennis. Guðmundur Kristins- son slökkviliðsstjóri segir að það sé fyrst og fremst varúðarráðstöfun að fá heimild til fjölgunar í slökkvi- liðinu. Ákveðinn aldurshóp vanti orðið inn í liðið og einnig beri að horfa til þeirra breytinga sem orð- ið hafa á vinnumarkaðinum, menn séu farnir að vinna meira burtu frá staðnum auk þess sem í slökkvilið- inu eru sjómenn og atvinnubílstjór- ar. „Fyrst við erum ekki með mann- aða stöð þá er óvissa í því hverjir eru til taks. Ég vissi af einum manni sem var menntaður og hann hefur bæst í hópinn,“ segir Guðmundur en hann á ekki von á því að þessi heimild til fjölgunar verði nýtt að fullu á næstunni. „Þetta var var- nagli að fá þessa heimild og nauð- synleg að okkar mati, nýliðunar er þörf og menn eldast þannig að þeir eru ekki jafntilbúnir og áður í krefj- andi störf svo sem reykköfun. Þótt ekki sé borgað fyrir útköll kost- ar um milljón að bæta við manni í slökkviliðið, þegar búnaðurinn og menntunin er talin. Það þurfti því að fá heimild til aukinna fjár- útláta,“ segir Guðmundur slökkvi- liðsstjóri. Aðspurður sagði hann að á skrá hjá Slökkviliði Stykkishólms og nágrennis væru 20 slökkviliðs- menn og heimild fékkst til að bæta við fimm mönnum í liðið. þá Hjón sem eiga sumarhús í landi Fossatúns í Borgarbyggð hafa sent fyrirspurn til sveitarfélags- ins varðandi sorphirðumál. Eins og kunnugt er hefur Borg- arbyggð verið að fækka grennd- arstöðvum fyrir sorp samhliða því að lögbýli í dreifbýli fengu sorp- og flokkunarílát við bæj- ardyrnar. „Við hjónin erum með sumarhús hér í Borgar- firði. Borgum fasteignagjöld og þar er talað um sorphirðu, sem ekki gengur mjög vel. Við erum hér mjög mikið, eða 200 - 250 daga á ári. Fyrst var gámur á Vatnshömr- um, sem var tekinn, og þá tók Brek- kuland við. Nú er það dæmi búið. Hvað er ætlast til að fólk á þessu svæði geri við sorpið sitt? Viljum fá svör hið allra fyrsta,“ spyrja hjónin. Jökull Helgason hjá Borgar- byggð upplýsir að þær grenndar- stöðvar sem eru næst Fossatúni séu í landi Múlakots í Lundarreykjadal og svo í Bæjarsveit. „Samkvæmt heilbrigðisreglum ber sveit- arfélögum að hafa grenndar- stöðvar í nágrenni þeirra sum- arhúsahverfa sem hafa 20 sum- arhús eða fleiri, í Fossatúns- landi eru skráð 16 sumarhús,“ segir Jökull og bætir því við að staðsetning grenndarstöðva og breytingar á þeim nú undanfar- ið hafi verið kynntar á heima- síðu sveitarfélagsins og öðrum miðlum. „Mögulega höfum við þó ekki náð athygli sumarhúsa- eigenda með þeim auglýsingum og gefur það tilefni til að auglýsa stað- setningu grenndarstöðvanna enn betur,“ segir Jökull Helgason. mm Guðmundur Kristinsson slökkviliðs- stjóri í Stykkishólmi. Heimilað að fjölga slökkviliðsmönnum í Stykkishólmi Samhliða sorptunnuvæðingu í dreifbýli hefur grenndarstöðvum verið fækkað. Þarf minnst tuttugu sumarhús til að grenndarstöð verði komið fyrir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.