Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015
Í lauginni leggst hann í sundið
að losna við grömmin og pundið.
Á bringu og bak,
í busl og í skak.
Ja þetta var sér vel til fundið!
Á bakkanum börnin öll sjá´ann:
Svo bjartan - svo stæltan - svo knáan!
Müllersæfingin er
á við óvígan her.
Ó við öll megum elsk‘ann og dá‘ann.
Að Grund síðan höldur sá heldur,
í heilsunnar brunn – ofurseldur.
Krúska – músli – og mjöl,
mjúkar ferskjur og söl.
Við fjölina ei verður feldur.
Þvottaburstinn
Júlli hefði getað orðið góður leyni-
lögreglumaður. Hann hafði svo-
kallaðan sjötta sans, þ.e. hafði
skilningarvit öðruvísi en við hin
og sá hann oft langt fram í tím-
ann. Uppfinningar hans eru marg-
ar þó ekki hafi þær allar komist enn
í notkun. Mér dettur t.d. í hug lík-
ams-þvottaburstana sem hönnuð-
ir í Reykjavík teiknuðu fyrir hann
en burstarnir voru ætlaðir til notk-
unar á sundstöðum, á svipaðan hátt
og bílar eru þvegnir á bílaþvotta-
stöðum. Góð hugmynd sem kvikn-
aði einmitt í Bjarnalaug. Júlli var í
sturtunni að þvo sér; einnig Steini
á Kjaransstöðum, frægur maður á
sinni tíð (Steini Ohoj!). Júlli þvoði
sér vel og vandlega, eins og reglur
sögðu til um, á meðan Steini þvoði
sér aðeins á hvirflinum í stutta
stund. Júlli vandaði um við Steina
og sýndi honum hvernig hann ætti
að þvo sér, en seinna um daginn
hafði hann samband við vini sína á
teiknideild Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna og bað þá að teikna
líkamsbursta sem hann var búinn að
gera uppkast að. Þeir höfðu gaman
af þessu og urðu við bóninni. Ein-
hvers staðar er þessi teikning til, vel
útfærð, vonandi að hún finnist fyrr
en síðar.
Síðustu sundtökin
Nokkrum dögum fyrir andlát sitt
þann 28. október árið 1998, hringdi
Júlli í mig, þá orðinn næstum því
blindur, á nítugasta aldursári. Ég
keyrði hann í Ríkið, hann vildi
færa nokkrum félögum sínum og
vinum sérrý til að ylja sér við. Eft-
ir það bað hann mig að labba með
sér einn lokahring um laugina, þ.e.
Jaðarsbakkalaug og sýna sér og
segja sér frá því helsta. Mér þótti
þetta skrýtin hegðun hjá frænda en
hugleiddi ekki þá að hann sá fyr-
ir að endalokin voru komin, hérna
megin, því hann dó tveimur dög-
um síðar. Þessi síðasta ferð okk-
ar frændanna sýnir hve sundlaugin
stóð honum ofarlega í huga og hve
mikils hann mat sundíþróttina.
Um leið og ég óska Bjarnalaug
hjartanlega til hamingju með 70
ára afmælið, þá vil ég þakka henni
og öllum þeim fjölda starfsmanna,
sem þar hafa unnið alla tíð, og
blessuð sé minning Bjarna Ólafs-
sonar skipstjóra sem gaf henni nafn
sitt.
Ásmundur Ólafsson.
Júlli á Grund. Ljósmynd: Ragnheiður Þórðardóttir.
Helgi Hannesson sundþjálfari með Akrafjall í baksýn. Ljósmynd: Árni S. Árnason.
Skólinn býður upp á marga
nýja möguleika
Rætt við Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, nýjan skólameistara FVA
Ágústa Elín Ingþórsdóttir tók við
starfi skólameistara Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi 1. janúar síð-
astliðinn. Ágústa Elín hefur víðtæka
reynslu af kennslu og stjórnunar-
störfum. Hún lauk diplómagráðu í
opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Ís-
lands 2008, meistaragráðu í uppeld-
is- og menntunarfræðum frá sömu
stofnun 2005 og hefur auk þess lokið
diplómagráðu í náms- og starfsráð-
gjöf, kennslufræðum til kennslurétt-
inda og BA gráðu í þýsku og heim-
speki. Síðustu fimmtán ár hefur hún
starfað í Borgarholtsskóla í Reykjavík
sem gæða- og sviðsstjóri, náms- og
starfsráðgjafi og kennari. Hún segir
skólana að því leytinu til áþekka, að
fjölbreytni í námi og nemendahópi
sé mikil. „Í báðum skólum er boðið
upp á almenna námsbraut, bóknáms-
brautir til stúdentsprófs, starfstengd-
ar námsbrautir og nám fyrir fatlaða.
Dýrmæt reynsla mín með nemend-
um, kennurum og stjórnendum á
því að nýtast vel í nýjum skóla,“ seg-
ir Ágústa Elín í samtali við Skessu-
horn.
Mikilvægt að efla tengsl
Ágústa Elín er fædd og uppal-
in í Reykjavík en hefur þó tengingu
við Vesturlandið. „Ég ólst upp hjá
ömmu minni sem var kennari og var
frá Eyja- og Miklaholtshreppi og bjó
á Skógarströnd. Ég var mikið sem
barn og unglingur í Borgarfirði og
var svo í fjögur ár í Samvinnuskól-
anum á Bifröst,“ útskýrir hún. Eig-
inmaður Ágústu er Kristján Ásgeirs-
son, löggildur endurskoðandi og
fjármálastjóri og eiga þau fjórar dæt-
ur. Ágústa Elín segir að sér hafi alla
tíð verið umhugað um nám, kennslu
og skólastarf. „Sýn mín á skólastarf
byggir á gömlum sannindum og nýj-
um. Ég tel mikilvægt að efla tengslin
við samfélagið utan veggja skólans;
við atvinnulífið, foreldra og í raun
samfélagið allt. Þau viðfangsefni sem
snerta áhugamál mín eru lýðræði
í skólastarfi, siðgæðisuppeldi, nám
gegn fordómum, skapandi hugsun
og skólaþróun.“
Mikil vinna í
innleiðingarmálum
Fyrsta stóra verkefnið sem Ágústa
Elín þarf að takast á við sem skóla-
meistari FVA er innleiðingarferli að
nýjum lögum, sem framhaldsskól-
ar landsins standa frammi fyrir. Hún
segir mikla vinnu standa fyrir dyrum
í innleiðingarmálunum. „Það þarf að
fara yfir hugmyndir sem unnið hef-
ur verið að, kortleggja og gera áætlun
um hvernig við ætlum að ljúka þessu
verki. Mér finnst mikilvægt að það
verði gert þannig að skólinn verði
í góðu samstarfi við nærumhverf-
ið, svo sem grunnskólana. Það verð-
ur gjörbreyting á námsskipulagi og
verklagi í skólum. Ég tel að hin nýja
skólastefna beini sérstakri athygli að
nýjum kennsluháttum, námsbraut-
um og tækni á öld þekkingar og upp-
lýsingatækni. Skýr skólasýn getur átt
sinn þátt í að færa skólastarf í átt að
þessum markmiðum,“ segir Ágústa
Elín.
Spennandi vinna
framundan
Ágústa leggur mikla áherslu á að skól-
inn eigi að þjóna öllum landshlutan-
um. „Ég hef áhuga á því að boðið
verði upp á nám sem nærumhverfið
kallar eftir og byggir á þörfum nem-
enda. Lengi hefur verið talað um að
gera þurfi verknám jafngilt bóknámi.
Það er því mikil þörf á stefnumótun
og þróun þar að lútandi.“ Hún seg-
ir að þau mál sem hún telur nú vera
brýnast að skólinn einbeiti sér að séu
fyrst og fremst innleiðingarmálin en
þar að auki mannauðsmál, kynning-
armál og efling starfsnáms. „Fjöl-
brautaskóli Vesturlands hefur bæði
yfir aðstöðu og fagfólki að ráða sem
býður upp á marga nýja möguleika.
Það er því spennandi vinna framund-
an. Ég hef mikinn áhuga og metnað
til farsæls skólastarfs og óska þess að
eiga gott og ánægjulegt samstarf við
alla hagsmunaaðila með það mark-
mið að leiðarljósi að gera góðan
skóla enn betri,“ segir Ágústa Elín að
endingu. grþ
Niðursuðuverksmiðjan Akraborg óskar eftir að ráða metnaðarfullan og
ábyrgan einstakling til starfa við lýsisvinnslu fyrirtækisins
Starfið felst í daglegri umsjón og eftirliti með
lýsisframleiðslu, utanumhaldi og útskipunum
Reynsla af bræðslu og fiskiðnaði æskileg, en ekki skilyrði
Almenn þekking á vélaviðgerðum og viðhaldi kostur
Umsóknir sendist á Rolf Arnarson
framkvæmdastjóra á netfangið rolf@akraborg.is
Atvinna
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari FVA.