Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 Hvernig leggst nýja árið í þig? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Halla Þorsteinsdóttir: Það leggst bara vel í mig. Þetta verður gott ár hvernig sem það fer. Ásdís Magnúsdóttir: Það leggst vel í mig, verður von- andi gott ár. Erla Tómasdóttir: Mjög vel, þetta verður best. Erna Ósk Tómasdóttir. Rosalega vel, verður betra en í fyrra. Sigurbjörn Kári Hlynsson: Þetta er bara flott ár og á eftir að verða gott. Þetta er flott tala, mér líkar vel við tölur sem fimm ganga upp í. Nú er útséð með að nýir aðilar munu ekki taka við rekstri versl- unarinnar Hólakaupa á Reykhól- um. Þessari einu kjörbúð í sveitar- félaginu var því lokað á gamlársdag. Íbúar Reykhólasveitar verða nú að kaupa inn í Borgarnesi, á Hólma- vík, Stykkishólmi eða í Búðardal. „Já, þetta fór þannig. Kaupfélagið á Hólmavík skoðaði nú síðast mögu- leika á að taka við rekstrinum en gaf svo afsvar í lok mánaðarins. Við hættum því og lokum á morgun gamlársdag,“ segir Eyvindur Magn- ússon kaupmaður þegar blaðamað- ur Skessuhorns sló á þráðinn til hans síðdegis þriðjudaginn 30. des- ember. Hann hefur rekið Hólakaup ásamt Ólafíu Sigurvinsdóttur eig- inkonu sinni síðan 2010. Eyvindur segir að engin einhlít skýring sé á því að ekki hafi fundist neinn sem vildi taka við verslunarrekstrinum. Sennilega séu þetta margir þættir sem spili saman. „Búðin hefur allt- af verið rekin með hagnaði hjá okk- ur. En þetta er bindandi starf. Ég hef stundum líkt þessu við að vera með stórt fjós. Það þarf að vaka yfir versluninni sjö daga vikunnar, nán- ast allan sólarhringinn og hafa opið eins lengi og hægt er. Hér á Reyk- hólum er líka gott atvinnuástand. Það hafa allir vinnu sem vilja og geta,“ segir Eyvindur. mþh Stjórn Körfuknattleiksdeild- ar Skallagríms og Finnur Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Finnur komi aftur til starfa hjá Skallagrími og nú sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Kemur hann í stað Péturs Ingvarssonar sem kom til starfa við þjálfun liðsins síðasta sumar en er nú hættur. Skallagrím- ur er nú í tíunda sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Fjölnir og ÍR sem eru neðst í deildinni. Finnur Jónsson er fæddur og uppalinn Borgnesingur. Hann hefur þjálfað úrvalsdeildarlið KR í Dominos deild kvenna í vetur en hættir þjálfun liðsins nú þegar hann tekur við Skallagrími. Hann var áður aðstoðarþjálfari meistara- flokks Skallagríms og yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Einnig þjálf- aði Finnur meistaraflokk kvenna hjá Skallagrími í nokkur ár. Þá hef- ur hann komið að þjálfun yngri landsliða Íslands í körfubolta. Áður var Finnur leikmaður meistara- flokks Skallagríms. mm Fjölmargir tóku þátt í gamlárs- hlaupinu í Ólafsvík sem hlaupa- hópur Snæfellsbæjar stóð fyrir að frumkvæði hlaupagikkanna Fannars Baldurssonar og Ránar Kristinsdótt- ur. Mættu hlauparar margir hverjir skrautlega klæddir og höfðu gaman af. Boðið var upp á tveggja, fimm og sjö kílómetra hlaup. Fjölmörg gaml- ársdagshlaup eru haldin um land allt en þeirra stærst er sennilega ÍR hlaupið, en auk þess má nefna fjöl- mennt hlaup á Akranesi eins og sjá má á næstu síðu. mm Ungmennafélag Grundarfjarð- ar stóð fyrir sérstökum íþrótta- degi laugardaginn 3. janúar síðast- liðinn. Íþróttadagurinn var hald- inn til styrktar tvíburasystrunum Þórunni Björgu og Sonju Ósk sem búa í Snæfellsbæ en þær þjást af afar sjaldgæfum litningagalla sem kallast Ring chromosome 20 syn- drome. Afar fá tilfelli eru af þess- um litningagalla í heiminum. All- ur ágóði af íþróttadeginum rennur óskertur til systranna og fjölskyldu þeirra og var einstaklega góð þátt- taka. Byrjað var á yngstu börnunum en svo var spilaður fótbolti, körfu- bolti og badminton fram eftir degi og borguðu þátttakendur gjald fyr- ir þátttökuna. Frábært framtak hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar. Þeir sem vilja styrkja málefn- ið er bent á söfnunarreikning fjöl- skyldunnar: 0190-05-060444 kt. 131082-4289. tfk MAR er nýtt íslenskt leikverk úr smiðju Frystiklefans í Rifi. Verkið er byggt á tveimur sjóslysum sem urðu við strendur Snæfellsness á síðustu öld. „Fyrra slysið átti sér stað í febrúar 1962 þegar togarinn Elliði sökk út af Öndverðarnesi. Í áhöfninni voru 28 manns. 26 björg- uðust. Síðara slysið varð í júlí 1997 þegar trillan Margrét hvarf ásamt tveimur mönnum. Báðir voru þeir úr bæjarfélaginu. Slysin eru ná- tengd okkar samfélagi og margir heimamenn tóku þátt í björgunar- aðgerðum,“ segir Kári Viðarsson leikhússtjóri. Fyrirhugaðar voru fjórar sýning- ar á verkinu en vegna góðrar við- töku og mikillar eftirspurnir urðu sýningarnar tíu talsins yfir hátíð- arnar. „Nú er svo komið að við höfum ákveðið að halda sýning- um áfram um helgar í janúar. Þar sem ekki stendur til að koma með þessa sýningu til Reykjavíkur hef- ur Frystiklefinn ákveðið að bjóða þeim áhorfendum sem vilja, ókeyp- ist gistingu í húsinu. Þetta er gert til að koma til móts við ferðakostn- að gesta og veita þeim í senn tæki- færi til að gera sér góða helgarferð um Snæfellsnes, sem er ægifagurt á þessum árstíma. Texti verksins MAR er byggð- ur á viðtölum við aðila sem tengj- ast slysunum og raunverulegum upptökum frá talstöðvasamskipt- um á neyðarbylgju útvarpsins. Hér er um að ræða algjörlega einstaka gerð heimildar, sem aldrei hefur verið nýtt í íslensku leikhúsi áður. Leikarar í sýningunni eru þau Kári Viðarsson og Freydís Bjarnadótt- ir, sem segir sína eigin sögu í verk- inu. Leikstjóri er Árni Grétar Jó- hannson. Þetta nýja leikverk verð- ur mikilvæg viðbót við sagnaarf Ís- lendinga. Markmið verksins er að dýpka skilning áhorfenda á þeim afleiðingum sem slík stórslys hafa í för með sér á sjó og í landi. Að lok- um skal vísað í afar jákvæðan leik- dóm Magnúsar Þórs Hafsteinsson- ar blaðamanns sem birtist í síðasta tölublaði Skessuhorns. mm Unglingadeildin Pjakkur í Grund- arfirði hefur síðustu daga verið að ganga í hús og selja bókamerki fyr- ir styrktarsjóð Guðrúnar Nönnu; skref fyrir skref. Unglingadeild- in afsalar sér sínum hluta af ágóða af sölunni sem rennur óskertur í styrktarsjóðinn. Alls safnaði unga fólkið 90 þúsund krónum. Guðrún Nanna Egilsdóttir er 20 ára kona sem haldin er taugasjúkdómnum Spinal Muscular Atropy, eða SMA. Sjúkdómurinn orsakast af gena- galla sem veldur dauða taugaenda við mænu og eru einkenni hans vax- andi máttleysi. Engin meðferð er til við sjúkdómnum í dag en vonir eru bundnar við að stofnfrumumeð- ferð muni innan skamms tíma leiða til meðferðarmöguleika sem stöðvi framgang sjúkdómsins og leiði jafn- framt til styrktaraukningar að ein- hverju marki. Þessi söfnun er liður í að kosta meðferð verði hún í boði á næstunni en það mun verða mjög kostnaðarsamt. Hægt er að fá nán- ari upplýsingar um söfnunina Skref fyrir skref á vefsíðu þeirra. tfk MAR verður sýnt um helgar Söfnuðu í styrktarsjóð Guðrúnar Nönnu Glaðst á góðri stundu, en um 30 hlauparar tóku þátt. Ljósm. þa. Gamlárshlaup í Ólafsvík Hluti hópsins á ferðinni. Ljósm. af. Íþróttadagur til að safna fyrir systurnar í Ólafsvík Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir hafa nú hætt rekstri Hólakaupa. Hólakaupum á Reykhólum hefur verið lokað Finnur Jónsson er nú kominn til baka á sinn gamla heimavöll. Finnur Jónsson ráðinn þjálfari meistaraflokks Skallagríms

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.