Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 Borgarbyggð - fimmtudagur 8. janúar Félagsvist í safnaðarheimilinu Félagsbæ, Borgarnesi kl. 20. 3. kvöldið í þriggja kvölda keppni, sem dreifist á fjögur kvöld. Góð kvöld- og lokaverðalaun. Veitingar í hléi. Allir velkomnir. Akranes - föstudagur 9. janúar Þrettándabrenna við „þyrlupallinn“ á Jaðarsbökkum. Blysför við Þorpið að Þjóðbraut 13 hefst kl. 18. Álfar, tröll og jólasveinar munu leiða gönguna að brennunni þar sem jólin verða kvödd. Að venju er það Björgunar- félag Akraness sem sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 18.30. Að því loknu býður Íþrótta- bandalag Akraness gestum í Íþrótta- miðstöðina að Jaðarsbökkum þar sem tilkynnt verður um val á Íþrótta- manni Akraness 2014 og boðið uppá veitingar. Borgarbyggð - föstudagur 9. janúar Félagsvist verður haldin í félagsheim- ilinu Þinghamri kl. 20:30. Önnur spilin í þriggja kvölda keppninni. Verðlaun og veitingar. Nefndin. Borgarbyggð - laugardagur 10. janúar Opnun sýningar Michelle Bird í Safna- húsi Borgarfjarðar, Borgarnesi. Sýning á málverkum Michelle Bird, opnun kl. 13 - allir velkomnir. Borgarbyggð - laugardagur 10. janúar Þrettándagleði verður haldin í Eng- lendingavík í Borgarnesi kl. 17. Þar verður flugeldasýning í boði Borgar- byggðar, Björgunarsveitarinnar Brák- ar í Borgarnesi og Björgunarsveitar- innar Heiðars á Varmalandi. Einnig álfasöngur, heitt súkkulaði, smákökur og gleði. Fólk er beðið að koma ekki með eigin flugelda á svæðið. Toyota Diesel Toyota Auris Diesel árg. 2011. 5 dyra. 6 gíra. Ekin 67 þ.km. Uppl. í síma 892-5114. Standard poodle hvolpar til sölu Standard poodle hvolpar til sölu, fæddir 29.11.2014, allir svartir. Foreldrar eru: Winnow Alice In Wonderland „Emma“ og CIB ISCH LUX jr Ch Curonian Spit Backroad Adventure „Charly“. Þessi hundar fara ekki úr hárum, eru ein- staklega gáfaðir og barngóðir. Frábærir heimilis- og vinnuhundar. Hvolparnir afhendast heilsufars- skoðaðir, örmerktir, ormahreins- aðir, bólusettir og með ættbók frá HRFÍ. Hvolparnir verða tilbúnir til afhendingar í lok janúar 2015. Allar upplýsingar í síma 691-7409. Gistiíbúð í Eyjafirði Er með íbúð með tveimur tveggja manna herbergjum, uppbúin rúm. Íbúðin er með öllum hús- gögnum og húsbúnaði. Leigist eftir samkomulagi frá einni nóttu. Stutt í sund og golf. Elísabet í síma 894-1303/463-1336 eða edda@ krummi.is Einbýli m/ garði Góðan dag, Erum lítil familía í leit að einbýli með garði. Ekki vegna dýra, heldur v. barna. Óskum eftir einbýli sem er í betri kantinum. Tryggingar og allt það vesen er að sjálfsögðu í boði sem og flekk- laus meðmæli af fyrrum leigusala. Búum nú þegar þar, en höfum hugsað okkur til breytinga þar sem litla familían er að stækka. Einungis langtíma leiga kemur til greina. Bkv. Auður. Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka? Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það albesta. 1 pakki með 100 tepokum er á 4.300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verðið 7.800. Sykur- þörfin minnkar og hverfur oftast eftir nokkra daga og bjúgurinn fljótt. Gott fyrir líkamlega og and- lega heilsu. S: 845-5715, Nína. Stott pilates námskeið Nýtt námskeið hefst á Akranesi þann 7.janúar. Kennt er í Heilsan mín á miðvikudögum kl. 18:45. Styrkjandi og liðkandi æfingar sem henta öllum. Nánari upplýsingar og skráning í síma 849-8687. Anna Sólveig Smáradóttir, sjúkraþjálfari. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar 1. janúar. Stúlka. Þyngd 3.725 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Hróðný Kristjánsdóttir og Aron Páll Hauksson, Patreksfirði. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. DÝRAHALD 2. janúar. Stúlka. Þyngd 3.555 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Karítas Ósk Ólafsdóttir og Arnór Már Guðmundsson, Kópavogi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 2. janúar. Drengur. Þyngd 3.710 gr. Lengd 55 sm. Foreldrar: Ingibjörg Jónsdóttir og Guðjón Þ. Loftsson, Hvammstanga. Ljósmóðir: Valgerður Jónsdóttir. 2. janúar. Drengur. Þyngd 3.905 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Sandra Anna Kilanowska og Gunnar Karl Bjarkason, Grundarfirði. Gleðilegt heilsuræktarár 2015 Morguntrimm • spinning • hádegispúl • átakstímar • sundleikfimi • leiðsögn í þreksal Opið alla virka daga kl. 6.00 – 22.00 • Laugardaga og sunnudaga kl. 9.00 – 18.00 Verið velkomin Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi - www.borgarbyggd.is S K E S S U H O R N 2 01 5 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Freisting vikunnar Það er ekki úr vegi að elda fisk í upphafi árs, enda er hann léttur í maga ólíkt reykta kjötinu sem flestir hafa borðað nóg af yfir há- tíðirnar. Til eru fjölmargar góð- ar aðferðir til að elda fisk; hægt er að pönnusteikja hann, baka, djúp- steikja, sjóða eða grilla. Í þessari uppskrift er fiskinum velt upp- úr góðri blöndu af brauðraspi og parmesanosti sem passar vel sam- an. Það er þó ekki raspbland- an sem er stjarna réttarins heldur er það sítrónu sósan sem borin er fram með fiskinum. Hún er bæði einföld og bragðgóð og tónar vel með fiskinum og leyfir bragðinu af fersku hráefninu að njóta sín. Parmesan fiskur með sítrónu- sósu 5 meðalstór fiskflök (ýsa eða þorskur) 1/3 bolli parmesan ostur 1 bolli brauðrasp ½ tsk. cayenne pipar 2 egg, hrærð saman ½ bolli hveiti salt á hnífsoddi örlítill pipar olía til steikingar. Sítrónusósa: 6 msk. majones 2 tsk. sítrónusafi ½ tsk. rifinn sítrónubörkur ½ tsk. basilíka Aðferð: Byrjið á því að gera sós- una, hrærið hráefnunum vel sam- an, lokið ílátinu og kælið. Bland- ið því næst saman brauðraspi, parme san osti og cayenne pipar í eina grunna skál. Bl andið hveiti, salti og pipar saman í annarri skál / disk. Hrærið eggjunum saman í grunnri skál. Veltið fiskflökunum upp úr hveitiblöndunni, svo eggj- unum og að lokum raspblöndunni. Gætið þess að hylja þau vel. Steik- ið í heitri olíu (passið að hafa nóg af henni) á pönnu þar til flökin verða gyllt að lit. Leggið á eldhús- pappír. Berið fram með sítrónu- sósunni, soðnum kartöflum eða frönskum og grænmeti. Steiktur parmesan fiskur 4. janúar. Drengur. Þyngd 2.940 gr. Lengd 49 sm. Foreldrar: Halldóra Minny Leósdóttir og Hákon Varmar Önnuson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is BÍLAR / VAGNAR / KERRUR LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU ÝMISLEGT

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.