Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 að komi óneitanlega upp í hugann að ófrið- ur færðist í aukana á árinu. Stríðið í Sýrlandi hafi haldið áfram og þá hafi heimurinn feng- ið að sjá eina af miður skemmtilegu afurð- um þess hildarleiks, hið svokallaða íslamska ríki. „Átök Ísraela og Palestínumanna héldu sömuleiðis áfram með hryðjuverkum og inn- rás á Gaza svæðið. Erfitt verður að sjá hvort sú deila muni nokkurn tíma leysast. Þá var allt í hers höndum í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu í reynd Krímskaga í ríki sitt. Mað- ur vonar því að heimurinn verði ögn friðsam- legri á nýju ári,“ segir Heiðar Lind Hansson. Fékk nóg af rigningu Skessuhorn heyrði í Gunnari Ragnarssyni verslunarstjóra í Grundarfirði og spurði hann hvað stæði upp úr á árinu 2014. „Í byrjun árs 2014 missti ég föður minn sem var orð- inn fullorðinn. Um vorið fermdist svo son- ur minn, sem var æðislegt,“ segir Gunnar. Hann nefnir einnig að golf ferð til Spánar standi uppúr. „Í haust fór ég í frábæra ferð með vinahópi mínum, GT hópnum. Það var æðislega gaman,“ rifjar hann upp. Hann seg- ist hafa fengið yfir sig nóg af rigningu á ný- liðnu ári. „Ég er ánægður með veðrið eins og það var í desember. Það var fínt að fá smá vetur, þó það hafi verið ófærð. Ég var kom- inn með hundleið á þessari rigningu, maður sá varla til fjalla allt árið.“ Þá nefnir Gunnar að fjölgun ferðamanna og eldgosið í Bárðar- bungu hafi einnig verið hápunktar á árinu. „Í haust sá maður alveg gasið í loftinu. Á golf- vellinum hérna rétt fyrir utan bæinn sást bær- inn varla fyrir blámóðunni. En Eyjafjallagos- ið hafði líka mikil áhrif á allt og alla á sínum tíma,“ segir hann. Nýja árið leggst mjög vel í Gunnar. „Þetta leggst æðislega vel í mig. Það er alltaf eitt- hvað skemmtilegt framundan. Ég á stóraf- mæli á árinu og svo vonast ég til að veðrið verði betra. Þetta verður skemmtilegt ár.“ Fíflagangur á Alþingi Ævar Gestsson hjá gistiheimilinu Sunda- bakka í Stykkishólmi segir það standa upp úr á árinu að mikið var að gera á gistiheimilinu síðastliðið sumar enda hafi verið mjög mik- il aukning ferðamanna á svæðinu. „En ann- ars er veðrið búið að vera ómögulegt í haust og sumar. Þetta er annað árið í röð sem er svona óvenjulegt veðurfar hérna; blautt, kalt og leiðinlegt,“ segir Ævar um árið sem er ný- liðið. Þá nefnir hann einnig honum líki ekki við fíflagang á Alþingi. „Maður er búinn að missa allt álit á þessu fólki. Það átti að koma þarna nýtt fólk og ástandið átti að lagast en breytingin er engin. Ég er nú fylgismaður ríkisstjórnarinnar en það er eins og fólkið sé ekki að vinna fyrir þjóðina. Bæði hvernig tek- ið er á málunum og almenningur situr uppi með að borga skuldir fjárglæframanna. Svo er búið að bjóða til sölu gögn sem geta flett ofan af þessum kvikindum en einhvers stað- ar er kippt í spotta. Ein vitleysan tekur við af annarri,“ segir hann alvarlegur í bragði. „Ég held að maður verði að dingla með, árið leggst svo sem ekki illa í mig,“ segir hann aðspurður um hvernig nýja árið leggist í hann. „Reyndar hér í Hólminum er talað um að auka skattlagningu sem leiðir til þess að við sem rekum gistingar í heimahúsum þurf- um að borga þrefaldan skatt. Það verður til þess að smærri einingar hætta. Við erum hér með fjögur herbergi og búin að vera í þessu í fimmtán ár en með aukinni skattlagningu eiga margir eftir að gefast upp. Fólk verður að hafa eitthvað út úr þessu, þetta er mikil vinna. En það þýðir samt ekki að fara með neikvætt hugarfar inn í næsta ár. Veðrið getur allavega ekki versnað mjög mikið.“ Tók á móti fyrsta barnabarninu Lovísa Olga Sævarsdóttir í Ólafsvík segir að það sé auðvelt að rifja upp hvað stóð uppúr á nýliðnu ári. „Fyrsta barnabarnið mitt fædd- ist á árinu. Ég fékk að taka á móti og vera eins og pabbinn í heila viku, á meðan hann var erlendis,“ segir hún stolt. Lovísa Olga býr á Arnarstapa á Snæfellsnesi yfir sumar- tímann og segist hún hafa orðið vör við mikið af ferðamönnum á árinu. „Ég var sérstaklega vör við það þarna á Stapa. Mér finnst að þetta mætti varla vera meira.“ Aðspurð um væntingar til nýja ársins segir hún að árið leggist vel í sig. „Svo vona ég bara að það verði farið í frekari lagfæringar á Arn- arstapa, svo sem að bílastæði verði lagfærð og klósettmál færð til betri vegar.“ Uppáhaldslagið vann „Í fyrsta skipti í fjölmörg ár vann uppáhalds lagið mitt í Eurovision. Það hefur bara varla gerst áður svo ég muni,“ segir Ásta Björns- dóttir bókavörður á Bókasafni Akraness um nýliðið ár. Hún segist einnig vera mik- il áhugamanneskja um jarðskjálfta og eldgos. „Það var af nægu að taka þar á árinu, þann- ig að ég fylgdist mikið með því. Í desemb- ermánuði tók ég svo á móti yfir tvöhundruð leikskólabörnum á bókasafninu og las fyrir þau jólasögu. Það var alveg yndislegt, þetta er svo dásamlegur hópur,“ bætir hún við. Þá rifjar hún einnig upp að gaman hafi verið á dúllustundum á bókasafninu, þar sem hóp- ur kvenna hittist vikulega og heklaði dúllur. „Þetta er góður hópur og orðinn mér kær. Við erum enn að hittast og eigum eftir að ganga frá dúllunum. Svo hef ég átt margar ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Og ekki má gleyma því að hún Skotta mín er orð- inn Rauða kross hundur. Það þýðir að hún er heimsóknarhundur RKÍ og við í heimsókn á Höfða hálfsmánaðarlega allt síðasta ár og munum halda því áfram á þessu ári.“ Ásta er fullviss um að árið sem framundan er verði ágætt. „Það verður samt að vera betra veður næsta sumar. Við vonum bara að þetta verði fínt ár, jákvætt og betra á allan máta.“ Fríin með fjölskyldunni „Ég vann mikið á árinu þannig að það sem stóð uppúr voru fríin, að vera með fjöl- skyldunni í fríi. Við fórum á ýmis fótbolta- mót með börnunum,“ segir Heiðar Magnús- son sjómaður á Brynju SH í Ólafsvík. Heið- ar tók þátt í makrílveislunni á liðnu sumri og náði að verða makrílkóngur, varð aflahæst- ur. „Þetta voru tveir mánuðir í törn. En við náðum að bæta okkur frá árinu áður og þá er maður sáttur.“ Hann nefnir einnig að eld- gosið í Holuhrauni standi uppúr á árinu sem var að líða. „Það er gaman að fá eldgos, það gerist ekki á hverju ári. Svo er bara spurning hvað það verður lengi núna.“ Nýja árið leggst mjög vel í Heiðar. „Maður vonar að það verði enn betra en árið á und- an. Ég reikna með að maður fari á makríl eitt sumar í viðbót og á fótboltamót. Markmið- ið er svo að ná sér í einn mánuð í sumarfrí,“ segir hann að lokum. Spánarveður á Ströndum Svava Ragnarsdóttir deildarritari á HVE á Akranesi segir að ýmis ferðalög sem hún fór í standi uppúr á árinu sem leið. „Ég fór með fjölskyldunni á Strandirnar í æðislega ferð um verslunarmannahelgina. Ég er ættuð þaðan og fer þangað á hverju ári. Við tjöld- um alltaf hjá ferðaþjónustunni Urðartind í Norðurfirði, en þar er tjaldsvæði og gisting. Við fengum þarna sannkallað Mallorca veð- ur, og hver dagur toppaður með því að fara í Krossneslaug sem er í fjöruborðinu. Frek- ar ljúft með vatnsbrúsann á sundlaugarbakk- anum,“ segir hún. Þá bætir hún við að hún hafi einnig farið til Danmerkur með dætrum sínum um páskana og svo með manni sínum til Tenerife síðasta haust. „Annað sem stend- ur uppúr er að miðbarnið mitt útskrifaðist úr 10. bekk í Brekkubæjarskóla í maí og fór í fjölbrautaskóla í haust. Svo fékk ég systur mína heim frá Danmörku. Hún flutti heim til Íslands aftur eftir að hafa búið í ellefu ár úti. Það stendur einnig uppúr,“ segir Svava. Svava segist hafa góðar væntingar til árs- ins 2015. „Yngsta dóttir mín fermist og ég ætla eitthvað erlendis á árinu. Svo ætlum við aftur á Strandirnar um verslunarmannahelg- ina ef vel viðrar,“ segir Svava að endingu. Þakklæti efst í huga Þakklæti er Guðveigu Eyglóardóttur í Borg- arnesi ofarlega í huga eftir árið 2014. „Þakk- læti fyrir að eiga heilbrigð börn og fjölskyldu fyrst og fremst. Samveran við vini og fjöl- skyldu. Ríkidæmið sem felst í þeim lífsgæð- um sem maður býr við. Við búum við ótrú- lega mikil lífsgæði, sem maður tekur ekki alltaf eftir og tekur sem sjálfsögðum hlut. Það eru þessir einföldu hlutir sem skipta svo miklu máli. Það er svo dýrmætt að vera með heilbrigð börn í kringum sig og sjá fjöl- skylduna stækka,“ segir Guðveig um það sem stendur uppúr á árinu. Nýtt ár leggst mjög vel í Guðveigu og seg- ist hún ætla að nota árið til betrumbóta. „Ég finn fyrir því að maður ætlar sér að verða betri á morgun en í gær. Maður ætlar að hugsa bet- ur um heilsuna, njóta lífsins, nöldra minna og hafa meira gaman af lífinu. Njóta stundarinn- ar og rækta sál og líkama,“ segir Guðveig að lokum um væntingar til ársins 2015. Vikufrí með börnunum Gísli Guðmundsson rakari á Akranesi seg- ir sumarfríið hafa staðið uppúr á árinu 2014 hjá honum. „Ég tók mér í fyrsta skipti vikufrí einn með börnunum mínum. Við fórum á Ísafjörð og þetta var alveg geggjað. Við áttum frábæra viku saman og gerðum bara það sem við vildum, vöknuðum snemma á morgnanna og fórum í sund, fórum í siglingu og fleira,“ segir Gísli. Hann bætir því við að hann hafi einnig farið í fyrsta skipti í langt sumarfrí á liðnu sumri. „Þetta var í fyrsta skipti í tíu ár sem ég fór í tveggja vikna frí samfellt, án þess að koma í vinnuna. Það var æðislegt. En ann- ars gekk allt vel á árinu, allir glaðir og kátir. Þetta var mjög gott ár.“ Aðspurður um væntingar til nýja ársins segir hann að það leggist æðislega vel í sig. „Ég stefni á að hjóla í einum rykk frá Akra- nesi til Ísafjarðar í sumar. Svo bara að hafa það sem best. Að allir séu við góða heilsu og öllum líði vel, það er það sem skiptir máli,“ segir Gísli um árið 2015. grþ Gunnar Ragnarsson verslunarstjóri í Grundar- firði. Ævar Gestsson í Stykkishólmi. Lovísa Olga Sævarsdóttir Snæfellsbæ. Ásta Björnsdóttir Heiðar Magnússon sjómaður í Snæfellsbæ. Svava Ragnarsdóttir deildarritari á Akranesi. Guðveig Eyglóardóttir í Borgarbyggð. Gísli Guðmundsson rakari á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.