Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2015, Qupperneq 6

Skessuhorn - 28.01.2015, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Álitlegir stóðhest- ar væntanlegir VESTURLAND: Stjórn Hrossaræktarsambands Vestur­ lands skrifaði í síðustu viku á vef sinn að nú styttist í að listi um stóðhesta næsta sumar verði birtur. Þeir hestar sem nú þegar er staðfest að verði til notkun­ ar í landshlutanum eru: Loki frá Selfossi, Þorlákur frá Prestsbæ, Snillingur frá Íbishóli, Eldjárn frá Tjaldhólum, Jarl frá Árbæj­ arhjáleigu II, Brennir frá Efri­ Fitjum, Hrafn frá Efri­Rauða­ læk og Farsæll frá Litla­Garði. Þá segir að myndir af stóðhest­ unum og nánari upplýsing­ ar megik finna á facebooksíðu Hrossvest. -mm Samstarfssamn- ingar í endur- skoðun AKRANES: Á fundi bæjarráðs Akranes 15. janúar sl. var tekið fyrir erindi sveitarstjórnar Hval­ fjarðarsveitar frá því í desember þar sem samningum er sagt upp frá og með áramótum og óskað endurskoðunar á þeim. Um er að ræða samkomulag um rekst­ ur tónlistarskóla og samstarfs­ samningar um félagsstarf aldr­ aðra og um ýmis málefni á sviði félags­ og íþróttamála. Bæjarráð vísaði erindinu til meðferðar í fagráðum Akraneskaupstaðar. Í bókun frá fundum segir að bæj­ arráð telji eðlilegt að samstarfs­ samningar séu sífellt í endur­ skoðun og leggur áherslu á að bæði sveitarfélögin noti þetta tækifæri til að efla og þróa sam­ starfið áfram. –þá Fjöldi myndaður vegna hraðaksturs VESTURLAND: Samtals voru 146 ökumenn myndaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Flest hraðabrot­ in voru mynduð í Hvalfjarð­ argöngunum og við Fiskilæk. Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæminu í vikunni, flest vegna vetrarfærðar og nær öll án teljandi meiðsla. Ökumað­ ur sendibifreiðar sem fór útaf og valt nokkrar veltur á Útnes­ vegi á Snæfellsnesi sl. fimmtu­ dag kvartaði yfir eymslum í baki. Var hann fluttur á heilsu­ gæslustöðina í Ólafsvík og það­ an til Reykjavíkur til frekari rannsóknar. Krapi og hálka var á veginum. Einn ökumaður var tekinn ölvaður við akstur og annar undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vestur­ landi í liðinni viku. –þá Bíll brann NORÐURÁRDALUR: Síð­ degis á miðvikudaginn í liðinni viku kom upp eldur í mannlaus­ um fólksbíl sem stóð skammt frá íbúðarhúsi ofan við Hreða­ vatnsskála í Norðurárdal. Í fyrstu var mikill viðbúnaður enda stóð bíllinn nálægt hús­ inu og vindur stóð á það. Bif­ rastardeild Slökkviliðs Borgar­ byggðar fór strax á vettvang og náði að halda eldinum í skefjun þar til aukin aðstoð barst með slökkviliðsmönnum úr Borg­ arnesi. Betur fór en á horfðist með húsið en bíllinn er gjöró­ nýtur eftir brunann. –mm Verslunarstjóra- skipti í Bónus BORGARNES: Verslunar­ stjóraskipti hafa orðið í versl­ un Bónuss í Borgarnesi og fleiri breytingar einnig verið gerð­ ar í starfsliði. Skessuhorn hafði að beiðni viðskiptavina sam­ band við Guðmund Marteins­ son framkvæmdastjóra og leit­ aði svara við ástæðu breyting­ anna: „Það var samkomulag á milli okkar Stefáns Haralds­ sonar að hann léti af störfum á þessum tímapunkti og nýr versl­ unarstjóri tæki við. Bjarni Sig­ urðsson hefur verð ráðinn inn sem verslunarstjóri og nokkrar breytingar aðrar orðið á hópn­ um í Borgarnesi eins og gengur og gerist með nýjum stjórnend­ um, einhverjir hætta og aðrir koma inn í staðinn,“ segir Guð­ mundur Marteinsson. –mm Kanna betur flóasiglingar AKRANES/RVK: Eins og ít­ arlega var kynnt í síðasta tölu­ blaði Skessuhorns höfðu Faxa­ flóahafnir frumkvæði að forat­ hugun á rekstrarlegum forsend­ um þess að hafnar yrðu reglu­ bundnar siglingar milli Reykja­ víkur og Akraness með hrað­ skreiðum farþegabáti. Niður­ staða þeirrar skýrslu var í gróf­ um dráttum á þá lund að verk­ efnið gæti reynst rekstrarlega hagkvæmt en myndi trauðla standa undir afborgunum af stofnkostnaði. Niðurstaðan var engu að síður nógu jákvæð til þess að undir lok síðustu viku undirrituðu Dagur B. Eggerts­ son borgarstjóri og Regína Ás­ valdsdóttir bæjarstjóri á Akra­ nesi viljayfirlýsingu þess efn­ is að sveitarfélögin hefji sam­ eiginlega skoðun á því hvort flóasiglingar á milli Akraness og Reykjavíkur geti verið góð­ ur valkostur í almenningssam­ göngum. Þetta kemur fram í til­ kynningu frá Reykjavíkurborg. -mm Aðalmeðferð lokið í þjóðlendumálinu og beðið úrskurðar Aðalmeðferð í þjóðlendumálum sem snúa að sveitarfélaginu Borg­ arbyggð og einstökum landeigend­ um lauk í desembermánuði. Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi, sem vann að málinu fyrir heimaaðila í Borg­ arfirði, segir að reikna megi með að það taki óbyggðanefnd allt upp undir ár að kveða upp úrskurð í málunum sem eru fimm er lúta að lendum í Borgarbyggð. Óðinn seg­ ir að fyrir aðalmeðferð hafi komið fram gögn sem styrki stöðu heima­ aðila verulega gagnvart ríkinu og enn séu að berast gögn í málinu. Óðinn telur það þó galla á máls­ meðferðinni að gagnaöflun sé ekki lokið fyrir kröfugerð og aðalmeð­ ferð. Varðandi kröfugerð ríkisins segir Óðinn, eins og reyndar hefur kom­ ið fram áður í Skessuhorni, að ríkið geri kröfu um nánast allt fjalllendi utan jarða í Mýrasýslu og Borgar­ fjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar og einnig einstakar jarðar og lands­ svæði þeim fylgjandi, svo sem Kal­ manstungu og Kjarardal. Óðinn segir það ánægjuefni að í nýlegum úrskurði Óbyggðanefndar varðandi þjóðlendur í Húnavatnssýslum var viðurkenndur eignarréttur heima­ aðila á mjög landmiklum jörðum en ríkið hafði gert kröfur í þá hluta þeirra sem lagðir höfðu verið undir afréttarnot. þá Sólarsport opnað á efri hæð sundlaugarinnar Rekið til Þverárréttar í Eyja- og Miklaholtshreppi. Myndin er ekki beint tengd efni fréttarinnar. Ljósm. tfk. Margt var um manninn á opnu húsi síðasta laugardag þegar Sólarsport í Ólafsvík opnaði nýja og glæsilega aðstöðu á efri hæð sundlaugarinnar. Um 200 manns mættu á opna hús­ ið til að skoða aðstöðuna, gæða sér á ljúffengum veitingum og gleðj­ ast með þeim hjónakornum Jó­ hönnu Hjelm og Gylfa Scheving sem eiga og reka Sólarsport. Hafa þau staðið í rekstri í 30 ár. Jóhanna, eða Jóa eins og hún er kölluð, átti og rak fyrst Sólarnes sólbaðstofuna í kjallaranum heima hjá sér. Það var svo árið 1998 sem þau fluttu nið­ ur á Ólafsbraut og opnuðu Sólar­ sport. Voru þau mjög ánægð með móttökurnar og hlakka til að halda áfram á nýja staðnum. þa Afhenti afrakstur sölu vitasokka Hilmar Sigvaldason vitavörður í Akranesvita afhenti nýverið fyrsta afraksturinn af sölu Akranesvita­ sokka til Vesturlandsvaktarinn­ ar, Hollvinasamtaka HVE. Sölu­ virðið var 65 þúsund krónur. Það var sokkaverksmiðjan Trico sokk­ ar á Akranesi sem framleiðir þessa sokka og hafa þeir verið til sölu í Versluninni Bjargi og hjá Ey­ mundsson á Akranesi. „Salan hef­ ur farið fram úr björtustu vonum og hef ég þegar pantað um 200 pör til viðbótar,“ segir Hilmar. Hann vill koma á framfæri að dagana 20. og 21. desember síðastliðinn voru haldnir tónleikar í Akranesvita til styrktar Vesturlandsvaktinni. Fjöldi tónlistarmanna kom fram og allir gáfu vinnu sína. Tónleikarnir tók­ ust mjög vel og gat fólk sett frjáls framlög í kassa í anddyri vitans. Þar söfnuðust 56 þúsund krónur. „Ég vil líka koma á framfæri þökkum til allra sem að tónleikunum komu og þeim sem gáfu sitt framlag til Vest­ urlandsvaktarinnar.“ mm Hilmar með Akranesvita-sokkana.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.