Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2015, Qupperneq 8

Skessuhorn - 28.01.2015, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Atvinnuleysi var 4,3% í desember LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu­ markaðsrannsókn Hagstofu Ís­ lands voru að jafnaði 183.700 á aldrinum 16­74 ára á vinnu­ markaði í desember 2014, sem jafngildir 80% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 175.800 starfandi og 7.900 án vinnu og í atvinnu­ leit. Hlutfall starfandi af mann­ fjölda var 76,6% og hlutfall at­ vinnulausra af vinnuafli var 4,3%. Samanburður mælinga í desember 2013 og 2014 sýn­ ir að vinnuaflið minnkaði um 1.400 manns, atvinnuþátttakan minnkaði því um 0,8 prósentu­ stig. Fjöldi starfandi minnk­ aði um 1.100 og hlutfallið um 0,7 stig. Atvinnulausum fækk­ aði um 300 manns og hlutfall þeirra minnkaði um 0,1 stig, segir í frétt Hagstofunnar. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 17. - 23. janúar. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 3 bátar. Heildarlöndun: 24.221 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 14.215 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 26.368 kg. Mestur afli: Guðbjartur SH: 17.948 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 12 bátar. Heildarlöndun: 361.032 kg. Mestur afli: Jóhanna Gísla­ dóttir GK: 78.723 kg í einni löndun. Ólafsvík 20 bátar. Heildarlöndun: 275.141 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 46.644 kg í fimm löndunum. Rif 21 bátur. Heildarlöndun: 588.801 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 94.383 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 106.882 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 50.153 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Örvar SH – RIF: 79.707 kg. 21. janúar 2. Jóhanna Gísladóttir GK – GRU: 78.723 kg. 21. janúar 3. Tjaldur SH – RIF: 66.939 kg. 23. janúar 4. Drangavík VE – GRU: 52.502 kg. 20. janúar 5. Hringur SH – GRU: 50.481 kg. 21. janúar mþh Ótakmarkað gagnamagn LANDIÐ: Fjarskiptafyrirtæk­ ið Hringdu býður nú viðskipta­ vinum sínum upp á ótakmarkað gagnamagn á öllum nettenging­ um sínum. Þetta þýðir að þeir sem hlaða niður miklu efni af netinu, t.d. kvikmyndum, tón­ list, tölvuleikjum og öðru stærra efni hafa ótvíræðan hag af slíkri þjónustu. Síðastliðið sumar hóf Hringdu sölu á ADSL­tenging­ um með ótakmörkuðu gagna­ magni. Nú hefur þessu verið fylgt eftir til fulls með því að hefja sölu á ljósneti og ljósleið­ ara með ótakmörkuðu gagna­ magni. Þar með þurfa notendur ekki lengur að leiða hugann að því hvaðan eða hversu mikið af gögnum er sótt eða sent. Greitt er fast gjald og engin aukagjöld. „Á meðan helstu keppinautar okkar eru byrjaðir að telja allt gagnamagn höfum við ákveð­ ið að hætta því,“ er haft eft­ ir Kristni Péturssyni, forstöðu­ manni sölu­ og þjónustusviðs Hringdu, í tilkynningu frá fyr­ irtækinu. „Við fetum þannig í fótspor frænda okkar á Norð­ urlöndunum sem lengi hafa selt hraða fram yfir gagnamagn,“ segir Kristinn. –mþh Nýjar lóðir stofnaðar BORGARBYGGÐ: Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar 15. janúar síðastliðinn voru lagð­ ar fram nokkrar umsóknir um stofnun lóða. Samþykkt var að lóð úr landi Lundar 3 í Lund­ arreykjadal yrði stofnuð og lóð úr landi Traða. Þá var einnig lögð fram umsókn um stofnun þriggja lóða úr landi Nýja­Bæj­ ar. Um er að ræða tvær íbúðar­ húsalóðir ásamt lóð fyrir gripa­ hús og var samþykkt að þær yrðu stofnaðar. Einnig komu lóðamál til tals á fundi byggðar­ ráðs 22. janúar. Þar var rætt um umsókn sem borist hefur um lóðirnar að Borgarbraut 57 og 59 í Borgarnesi. Samþykkt var á fundinum að úthluta lóðunum ekki að svo stöddu, þar sem eft­ ir er að auglýsa þær samkvæmt vinnureglum Borgarbyggðar um úthlutun lóða. Forstöðu­ manni umhverfis­ og skipulags­ sviðs var falið að auglýsa allar lausar lóðir í eigu sveitarfélags­ ins. –grþ Bæjarvefur til- nefndur til verðlauna AKRANES: Nýlegur vefur Akraneskaupstaðar hlaut til­ nefningu til vefverðlauna SVEF sem besti opinberi vefurinn hér á landi. Það er sjö manna dóm­ nefnd sem vefakademían skipar á hverju ári sem velur fimm vefi í 15 flokkum og í ár bárust um 150 tilnefningar í heildina. Aðr­ ir vefir sem eru tilnefndir í sama flokki og vefur Akraneskaup­ staðar eru vefir lögreglunn­ ar, Rannís, Samgöngustofu og Markaðsstofu Vestfjarða. Það er Stefna sem hannaði vefinn í samstarfi við Akraneskaupstað en Sædís Alexía Sigurmunds­ dóttir verkefnastjóri leiddi vinn­ una fyrir hönd kaupstaðarins. Verðlaunaafhendingin fer fram föstudaginn 30. janúar í Gamla Bíói í Reykjavík. –mm Samninganefnd Starfsgreinasam­ bands Íslands afhenti síðastliðinn mánudag Samtökum atvinnulífs­ ins kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Kröfurnar mótuð­ ust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu við­ horfskannana. Þá ber kröfugerð­ in óneitanlega keim þeirra samn­ inga sem nýverið hafa verið gerð­ ir á vinnumarkaði, meðal annars í samningum sveitarfélaga við kenn­ ara og ríkisins við lækna. Fram hef­ ur komið í viðtölum við forsvars­ menn launþegahreyfingarinnar að hjá þeim samningum verði ekki litið í kröfugerðinni nú. Í tilkynn­ ingu frá SGS segir að kröfugerð­ in hafi orðið til í víðtæku, lýðræð­ islegu ferli í verkalýðshreyfingunni þar sem öllum félagsmönnum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sín­ um á framfæri og hafa áhrif. Megin­ kröfur Starfsgreinasambandsins eru að miða krónutöluhækkanir á laun við að lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára og sérstaklega verði horft til gjald­ eyrisskapandi atvinnugreina við launahækkanir. Samninganefnd Starfsgreinasamband Íslands hef­ ur samningsumboð 16 verkalýðs­ félaga innan SGS. Flóafélögin þrjú fara sjálf með sitt umboð. SGS er stærsta landssambandið innan Al­ þýðusambands Íslands og hefur um 50.000 félagsmenn innan sinna vé­ banda í 19 félögum. Í kröfugerðinni er einnig far­ ið fram á endurskoðun launatafla þannig að starfsreynsla og mennt­ un séu metin til hærri launa, des­ ember­ og orlofsuppbætur hækki, vaktaálag verði endurskoðað og samræmt kjarasamningum á opin­ berum vinnumarkaði, lágmarks­ bónus verði tryggður í fiskvinnslu og skilgreind verði ný starfsheiti í launatöflu. „Gerðir hafa verið kjarasamningar við einstaka starfs­ stéttir undanfarnar vikur og mán­ uði, sem hljóta almennt að vísa launafólki veginn. Samhljómur er meðal aðildarfélaga SGS um að sú launastefna, sem hefur mótast í samfélaginu, endurspeglist í kjara­ samningum SGS við Samtök at­ vinnulífsins. Grundvallaratriði sé að fólk lifi af dagvinnulaunum í stað þess að ganga sér til húðar í yfir­ vinnu, aukavinnu og akkorði til að framfleyta sér og sínum. Langur vinnudagur og mikið álag dregur úr framleiðni og eykur samfélags­ legan kostnað. Þá á launafólk að njóta þess í launum þegar það öðl­ ast meiri færni í starfi með reynslu og menntun, segir í tilkynningu SGS. Orðin langþreytt á lág- launastefnunni Sigurður A Guðmundsson for­ maður Verkalýðsfélags Snæfellinga segir fólk verða orðið langþreytt á láglaunastefnunni í þjóðfélaginu. „Verkafólk er alveg búið að fá upp í kok á þeim skilaboðum ráðamanna að það sé að setja allt á hliðina ef það fari fram á mannsæmandi laun. Það er alltaf talað eins og fólk á lægstu laununum beri ábyrgð á verðbólgu og stöðugleikanum í þjóðfélaginu. En svo er það talið verjandi að aðr­ ar stéttir fái kauphækkanir jafnvel sem nemur mánaðarlaunum verka­ manna. Okkur finnst að þá sé það orðið ansi svart. Láglaunastefnan hefur áhrif út um allt samfélagið. Fólk verður útslitið og það kall­ ar meðal annars á fjölgun öryrkja og annað slíkt og þá um leið meiri kostnað fyrir ríkið,“ segir Sigurð­ ur. Hann segir að full samstaða sé innan Starfagreinasambandsins og fólk sé einhuga um að berjast fyr­ ir bættum kjörum. Hann segist sammála því að leggja áherslurnar á krónutöluhækkanir í kjarasamn­ ingnum. „Við lifum ekki á prósent­ um og ég hef fulla trú á því að sam­ staða verði líka hjá Flóabandalag­ inu,“ segir Sigurður. Samstaða og þörf á stuðningi þjóðarinnar Vilhjálmur Birgisson, formað­ ur Verkalýðsfélags Akraness, seg­ ir kröfugerðina metnaðarfulla en samt sem áður hógværa og réttláta, enda byggist hún á að stigin verði jöfn og ákveðin skref í átt að því að dagvinnulaun verkafólks dugi fyr­ ir lágmarksframfærslu samkvæmt þeim viðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út. Vilhjálmur segir það nöturlegt að hlusta á málflutning Samtaka atvinnulífsins þar sem tal­ að er nánast um stórfellt efnahags­ hrun ef að lágmarkstaxtar á Íslandi hækka um 33.000 kr. á mánuði næstu þrjú árin og verði komin upp í 300.000 kr. í lok samningstím­ ans. „Það liggur fyrir að allir hóp­ ar sem hafa samið að undanförnu hafa verið að semja um þetta frá 50.000 og upp í allt að 200.000 kr. hækkun á mánaðarlaunum og næg­ ir þar að nefna læknastéttina, kenn­ arana, flugstjórana, flugvirkjana og svo framvegis,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir við að fullur einhug­ ur sé meðal verkafólk og samstöðu fyrir bættum kjörum. Nú þurfi al­ þýðan á stuðningi þjóðarinnar að halda til að bæta kjörin. „Kjör sem í raun og veru kosta íslenskt sam­ félag gríðarlega fjármuni vegna þeirra afleiðinga sem bág kjör geta valdið. Nægir að nefna þar verri heilsu, aukið álag á heilbrigðiskerf­ ið, velferðarkerfið og félagslega kerfið og jafnvel stóraukna örorku­ byrði vegna verri lýðheilsu. Það er alveg ljóst að það verður að lag­ færa kjör íslensks verkafólks til að fólk geti haldið mannlegri reisn og það liggur hvellskýrt fyrir að það er nægt svigrúm til slíkra leiðrétt­ inga,“ segir Vilhjálmur. Nægi þar að nefna ofsagróða íslenskra út­ flutningsfyrirtækja eins og til dæm­ is í ferðaþjónustunni, stóriðjunni og svo ekki sé talað um í fiskvinnsl­ unni þar sem hagnaður og arð­ greiðslur eru gríðarlegar um þess­ ar mundir. Ekki náðist í Signýju Jóhannes­ dóttir formann Stéttarfélags Vest­ urlands í gær við vinnslu fréttar­ innar, til fá álit hennar til kröfu­ gerðar SGS, en hún á sæti í fram­ kvæmdastjórn sambandsins. þá Netnotkun Íslendinga eykst um tæp tvö prósent á milli áranna 2013 og 2014 og teljast nú 97% íbúa landsins til reglulegra netnot­ enda. Í samantekt Hagstofunnar, sem birt er í Hagtíðindum, kem­ ur fram að þetta sé hæsta hlutfall sem mælist í Evrópu, en meðal­ tal reglulegra netnotenda í lönd­ um Evrópusambandsins er 75%. Mikil aukning hefur orðið í notkun einstaklinga á farsímum og snjall­ símum til að tengjast netinu utan heimilis og vinnu, og á það nú við um 59% netnotenda. Verslun ein­ staklinga á netinu jókst einnig mik­ ið á milli ára, en 67% netnotenda höfðu nú verslað á netinu ári fram að rannsókn. Aukning netverslun­ ar er mest við lönd utan Evrópu­ sambandsins og Bandaríkjanna. Netverslun hefur aukist á kvik­ myndum og tónlist sem og tölvum og jaðartækjum en hins vegar dróst netverslun verulega saman á milli ára á bókum, tímaritum og fjar­ skiptaþjónustu. Árið 2014 höfðu 8% netnot­ enda greitt fyrir tölvuskýsþjón­ ustu til að geyma rafrænt efni eða deila því með öðrum, en árið 2013 höfðu tæp 4% svarenda greitt fyr­ ir geymslurými á netinu. Þá hafa 24% netnotenda notað tölvuforrit sem keyrð eru í gegnum netið, fyr­ ir ritvinnslu, töflureikni eða glæru­ kynningar. Þriðjungur íslenskra fyrirtækja selja vörur og þjónustu í gegnum netið eða önnur vefkerfi og er það hæsta hlutfall sem mælist á Evr­ ópska efnahagssvæðinu. Þá keyptu 43% fyrirtækja á Íslandi einhvers­ konar tölvuskýsþjónustu af netinu en ónæg þekking á tölvuskýjum kemur í veg fyrir að 29% fyrirtækja nýti sér þá þjónustu. mm Veruleg aukning í netverslun utan Evrópu og Bandaríkjanna Vilhjálmur Birgisson formaður Verka- lýðsfélags Akraness. Setja fram kröfu um að lægstu laun verði 300 þúsund innan þriggja ára Sigurður A Guðmundsson formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.