Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Borgfirskir
briddsarar
BORGARFJ: Síðastliðið
mánudagskvöld hófst sveita
keppni Briddsfélags Borg
arfjarðar. Til leiks mættu
átta sveitir sem formað
ur félagsins hafði sett sam
an af mikilli reiknikúnst til
að gera keppnina sem jafn
asta. Spilaðir voru þrír leik
ir og átta spil í leik. Not
ast var við Patton útreikn
ing og því skiptust 32 stig á
milli sveitanna. Eftir kvöld
ið eru það „Telpurnar“ sem
leiða mótið með 64 stig en í
þeirri sveit spila Hvanneyr
ingarnir Björk Lárusdótt
ir og Anna Heiða Baldurs
dóttir ásamt Sveinbirni Eyj
ólfsyni og Lárusi Péturs
syni. Í öðru sæti, með 62
stig, eru „Dóra og brýnin“
en þar eru á ferðinni Dóra
Axelsdóttir, Rúnar Ragn
arsson, Jóhann Oddsson og
Kristján Axelsson. „Skalla
poppararnir“ eru í þriðja
sæti með 59 stig. Þar eru á
ferðinni Ásgeir Ásgeirsson,
Guðmundur Kristinsson,
Jón Eyjólfsson og Bald
ur Björnsson. Keppninni
verður framhaldið næstu
fjögur mánudagskvöld og
eru áhorfendur velkomnir.
Briddsfélagið hefur hug á
að halda byrjendanámskeið
í bridds ef einhver vill læra.
Áhugasamir hafi samband
við Ingimund zetorinn@
visir.is og sími 8615171 og
staður og stund ákveðin síð
ar í samráði við lærlinga.
–ij
Reitun bætir
lánshæfismat á
Orkuveitunni
SV-LAND: „Áframhald
andi styrking á fjárhags
stöðu Orkuveitunnar
Reykjavíkur, trúverðug fjár
hagsáætlun ásamt góðum
árangri í að ná markmiðum
Plansins eru ástæður þess
að lánhæfisfyrirtækið Reit
un hefur breytt lánshæfis
einkunn OR í þá veru að nú
eru horfur metnar jákvæð
ar. Einkunn Orkuveitunn
ar er áfram i.A3,“ segir í til
kynningu frá Orkuveitunni.
Í mati Reitunar kemur fram
að samhliða batnandi fjár
hagsstöðu Orkuveitunnar
og minni áhættu sýni fjár
hagsáætlun fyrirtækisins
að áfram sé unnið að því
að styrkja lausafjárstöðu
og veltufjárhlutfall. „Láns
hæfi Orkuveitunnar ætti að
styrkjast samhliða auknu
fjárhagslegu svigrúmi,“ seg
ir í matinu. Moody‘s gerði
nýverið samskonar breyt
ingar í mati þess á láns
hæfi Orkuveitunnar. Áætl
anir OR og markmiðin sem
sett voru með Planinu hafa
gengið eftir og gott betur. Í
lok þriðja ársfjórðungs 2014
var uppsafnaður árangur
Plansins orðinn 48,2 millj
arðar króna. Þannig hefur
rekstrarkostnaður lækkað
að raungildi frá árinu 2010.
Tekjur hafa hinsvegar vaxið
um rúm 40% frá árinu 2010,
úr 27,9 ma.kr. í 39,2 ma.kr. í
árslok 2013, en tveir áfangar
við Hellisheiðarvirkjun hafa
verið teknir í notkun á þessu
tímabili. –mm
Afurðir íslenskra mjólkurkúa eru
sífellt að aukast enda ræktunarstarf
mikið, aðbúnaður fer batnandi í
fjósum og fóðuröflun og verkun
sífellt að eflast. Alls skiluðu 22 kýr
á landinu afurðum yfir 11.000 kíló
og þar af sjö yfir 12.000 kg. Kýrin
Laufa í Flatey á Mýrum í Horna
firði mjólkaði 13.121 kg á síðasta
ári með 3,33% fitu og 3,19% pró
tein. Laufa er eins og gefur að skilja
gríðarlega góð mjólkurkýr, fór hæst
í 48,6 kg dagsnyt á liðnu ári og
skráðar æviafurðir hennar eru um
69 þúsund kg. en fyrsta kálfi sínum
bar hún vorið 2006, þá rétt ríflega
tveggja ára. Önnur í röðinni árið
2014 var Stytta 336 á Kotlaugum
í Hrunamannahreppi. Þriðja nyt
hæsta kýrin var Drottning 324 í
Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði,
undan Fonti 98027, en nyt hennar
á árinu var 12.567 kg. á síðasta ári
með 4,69% fitu og 3,30% prótein.
Níunda á listanum yfir afurðahæstu
kýr landsins er kýrin 446 frá Geirs
hlíð, en sú mjólkaði 11.717 kg.
Fjórða nythæsta kýrin var Agla 361
í Viðvík í Viðvíkursveit í Skagafirði
og fimmta Ausa 306 í Garðakoti í
Hjaltadal í Skagafirði.
Afurðahæsta kúabú landsins er
að Brúsastöðum á Suðurlandi. Í
þriðja sæti er Lyngbrekka 2 í Döl
um, bú Kristjáns Hans Sigurðsson
ar. Árskýr í hans eigu eru 11,1 og
var meðalnyt 7.807 kg. Fleiri vest
lensk bú eru að skila hárri meðal
nyt og má nefna að í sjötta sæti er
Hraunháls, bú Sigurðar og Báru
á Lyngbrekku er í áttunda sæti og
Stakkhamar II í ellefta sæti á lista
yfir nythæstu kúabú landsins.
mm
Hálfsmánaðarlega fær heimilisfólk
á hjúkrunar og dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi góða gesti. Þá
kemur tíkin Skotta, heimsóknar
hundur Rauða krossins, í heimsókn
með eiganda sínum, Ástu Björns
dóttur. Heimsóknarvinur með
hund er eitt af verkefnum heim
sóknarvina RKÍ. Heimsóknarvinir
af þessu tagi, þar sem hundurinn er
í aðalhlutverki, eru þekktir víða um
heim og sumsstaðar taka hundarnir
virkan þátt í þjálfun og endurhæf
ingu sjúklinga. Svo er ekki í tilfelli
Skottu en heimilis og starfsfólk á
Höfða hafa engu að síður gaman af
því að fá hana í heimsókn.
Fær hundanammi
og kleinu
Skotta er níu ára gömul og hvers
manns hugljúfi. Hún er blending
ur af guðs náð og með eindæm
um ljúf og róleg. Að sögn Ástu hef
ur Skotta verið heimsóknarvinur
á Höfða í tæplega eitt ár og allt
af hafa heimsóknirnar gengið vel.
Skotta er farin að þekkja leiðina að
Höfða og ýlfrar og tvístígur í bíln
um af tilhlökkun þegar þær nálgast
dvalarheimilið. „Hún fær svo mik
ið nammi í þessum heimsóknum að
þetta eru henni ánægjulegar stund
ir,“ segir Ásta og hlær. Skotta er vel
merkt í heimsóknum sínum, með
rauðan smekk um hálsinn. Þeg
ar inn er komið þurrkar Ásta vel
af fótum hennar og svo fara þær í
fatahengið. Á meðan Ásta tekur af
sér situr Skotta róleg á stól og svo
er henni greitt með bursta. Þá er
hún tilbúin til að ganga hringinn
og heilsa upp á þá sem vilja klappa
henni og jafnvel gefa henni hunda
nammi eða kleinubita.
Hentaði vel í verkefnið
Þónokkur undirbúningur liggur að
baki því að verða heimsóknarhund
ur. Eigendur hundanna þurfa að
byrja á því að fara á námskeið fyrir
almenna heimsóknarvini og einn
ig á námskeið sem er sér sniðið að
hundaheimsóknum. „Eftir það þarf
að láta meta hundinn til að ganga
úr skugga um að hann henti í verk
efnið. Það þarf meðal annars að at
huga hvernig hún bregst við ókunn
ugum, hvort henni bregði auðveld
lega og t.d. var skoðað hvort hún
væri sátt við að fara í lyftu,“ seg
ir Ásta. Eftir matið kom í ljós að
Skotta hentaði vel í verkefnið, enda
hafa heimsóknir hennar verið öðr
um og henni sjálfri til ánægju. „Fólk
hefur verið mjög ánægt með að fá
hana í heimsókn. Hún er búin að
eignast góða vini hérna, sem taka
henni fagnandi og fá hana aðeins í
fangið. Svo lauma ég hundanammi
að fólkinu sem gefur henni. Sumir
gauka að henni smá kleinubita, sem
er í miklu uppáhaldi hjá henni. En
auðvitað eru einhverjir sem kæra
sig ekkert um hunda og sleppa því
þá bara að heilsa upp á hana. Það
hefur aldrei verið neitt mál og eng
inn hefur sett sig upp á móti því að
fá hana í heimsókn, þvert á móti.“
Tveir á biðlista
Ásta hefur hug á því að halda
heimsóknum Skottu áfram. Hver
heimsókn tekur um klukkustund
og ganga þær um dvalarheimilið
á meðan á heimsókninni stend
ur. Skotta er í ól á meðan á heim
sókninni stendur og trítlar ró
leg við hlið eiganda síns. „Við
höfum ósköp gaman af þessu og
hlökkum alltaf til heimsóknanna
á Höfða annan hvern þriðjudag.
Þetta hefur vakið mikla lukku og
eru afskaplega ljúfar stundir“ seg
ir Ásta. „Núna eru tveir hundar
að bíða eftir mati til þess að verða
heimsóknarhundar hér á Akra
nesi. Þeir munu hugsanlega fara
í heimsóknir á sambýlin eða/og
Fjöliðjuna og svo gæti vel verið að
einhverjir vildu bara fá þá í heim
sókn heim til sín. Það er því ljóst
að þetta verkefni Heimsóknar
hundar Rauða krossins er komið
til að vera hér á Akranesi,“ bætir
hún við að endingu.
grþ
Á fundi bæjarráðs Stykkishólms síð
astliðinn fimmtudag voru kynnt til
boð í húseignir sem Stykkishólms
bær auglýsti fyrir skömmu og er
sala þeirra liður í að afla bæjarsjóði
tekna til að sameina skólastarf og
bókasöfn í bænum undir eitt þak,
með stækkun húsnæðis Grunns
skóla Stykkishólms sem lengi hefur
verið stefnt að. Í Hafnargötu 7 þar
sem Amtbókasafnið er komu fjögur
tilboð og í Skólastíg 11 kom eitt til
boð. Þar er Tónlistarskóli Stykkis
hólms til húsa.
Hæsta tilboð í Hafnargötu 7 átti
Gistiver ehf, rekstaraðili Egils
húss. Tilboðið er upp á 33 millj
ónir króna. Næsthæsta boðið kom
frá Bókaverslun Breiðafjarðar kr.
27 milljónir. Kristján Kristjánsson
bauð rúmar 19 milljónir og Sveinn
Arnar Davíðsson og fleiri vegna
óstofnaðs félags 17,1 milljón. Varð
andi Skólastíg 11 og 11 a, húsnæði
Tónlistarskólans, lögðu forsvars
menn Skipavíkur fram hugmynd
að samstarfi um byggingu hótels og
fleira, en peningaupphæð ekki til
greind.
Í bókun frá fundinum segir að
bæjarráð þakki þeim sem sendu inn
tilboð í eignirnar og feli bæjarstjóra
að undirbúa viðræður við hæstbjóð
anda í Hafnargötu 7 sem er Gisti
ver ehf. og hins vegar Skipavík ehf.
sem býður í eignirnar við Skóla
stíg 11 og 11a og kallað verði eft
ir hugmyndum þeirra um nýtingu
húsa og lóða sem tilboð byggja á.
Einnig verði kallað eftir upplýsing
um um áætlun um nýtingu húss og
lóðar frá Bókaverslun Breiðafjarð
ar ehf. sem er með næst hæsta til
boð í Hafnargötu 7. Bæjarráð legg
ur áherslu á nauðsyn þess að hugs
anlegar viðbætur, breytingar og
nýbyggingar á umræddum lóðum
falli vel að byggðinni við Skólastíg,
Hafnargötu og aðliggjandi svæði.
Bjóðendur verði kallaðir til fund
ar með bæjarráði og bæjarstjóra við
fyrstu hentugleika. þá
Drottning 324 frá Geirshlíð í Flókadal var þriðja nythæsta kýr landsins á síðasta
ári, mjólkaði 12.567 kg.
Nythæstu kýr landsins
gætu fóðrað heilt þorp
Tilboð kynnt í sölu eigna
hjá Stykkishólmsbæ
Frá Stykkishólmi. Grunnskólinn næst á mynd en fjær uppi á hæðinni er gamli
barnaskólinn, núverandi húsnæði Tónlistarskólans, sem stendur til að selja og
fjármagna stækkun núverandi grunnskóla. Ljósm. úr safni: ÞÞ.
Skotta með smekkinn sinn fína, ásamt Ástu eiganda sínum. Ljósm. grþ.
Skotta heimsækir fólkið á Höfða
Skotta vekur mikla lukku á Höfða. Ljósm. mþh.