Skessuhorn - 28.01.2015, Page 15
15MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Foreldrar barna með ADHD/ADD
Fundur verður hjá Snillingaforeldrum
fimmtudaginn 29. janúar kl. 20 í fundarsal
Ráðhúss Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 Borgarnesi.
Drífa Björk Guðmundsdóttir, Dr. í sálfræði og ritari ADHD samtakanna
verður með stutta fræðslu um þróun ADHD einkenna með áherslu á
unglingsárin í byrjun fundar og síðan gefst tækifæri til spurninga og spjalls.
Snillingaforeldrar er félagsskapur foreldra barna með ADHD/ADD.
Markmið Snillingaforeldra er að foreldrar geti deilt reynslu sinni,
stutt hvert annað í uppeldishlutverkinu og jafnvel fengið og deilt áfram
fræðslu um líðan og hegðun barna með ADHD/ADD og æskileg viðbrögð
þeirra sem mest eru með börnunum s.s. foreldra og skólakerfis,
og íþrótta- og tómstundakennara/þjálfara.
Allir áhugasamir velkomnir.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Körfuknattleiksfélag Akraness
Íþróttahúsið við Vesturgötu
1. deild karla
Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:30
ÍA - Höttur
Fjölmennum og hvetjum
ÍA til sigurs!
Eldur kom upp í trillunni Þrasa SH
375 í Ólafsvíkurhöfn um tvöleyt
ið aðfararnótt síðastliðins sunnu
dags. Slökkvilið Snæfellsbæjar var
kallað út eftir að vegfarandi sá reyk
leggja frá einkasvæðinu við Fing
urbryggju. Eldur logaði frá stefni
aftur í skut þegar slökkviliðsmenn
komu á vettvang. Sprautað var one
seven kvoðu yfir bátinn og gekk
slökkvistarf mjög fljótt og vel fyrir
sig. Þrasi SH er 4,5 brúttótonna ný
legur plastbátur, gerður út af Rafni
ehf, sem einnig gerir út Katrínu
SH. Þrasi SH var mjög illa farinn ef
ekki ónýtur eftir brunann. Var hann
færður að bryggju og tekinn á land
á sunnudagsmorgun. mm/ Ljósm. þa
Á mánudaginn kom út hjá Sam
tökum sveitarfélaga á Vesturlandi
Hagvísir Vesturlands sem ber yf
irskriftina „Börn í sveitum á Vest
urlandi.“ Þar er varpað ljósi á
breytingu á fjölda barna í sveit
um í landshlutanum. Til saman
burðar var horft til sömu þróunar
í þéttbýli á Vesturlandi, til sveita
í öðrum landshlutum og erlendis.
Þá var borin saman þróun á fjölda
barna miðað við fjölda fullorð
inna. Meginniðurstöður í skýrsl
unni voru að börnum fækkaði
um 42% til sveita á Vesturlandi
á tímabilinu 19982014 á með
an fullorðnum fækkaði einungis
um 6,6%. Í öðrum landshlutum
fækkaði börnum til sveita á bilinu
2450%, mest á Vestfjörðum og
Austurlandi en minnst á Norður
landi vestra og Suðurlandi. Hins
vegar fjölgaði börnum um 3% á
landinu öllu á þessu tímabili.
Meðal annarra niðurstaðna í
skýrslunni Börn í sveitum á
Vesturlandi má nefna:
„Fullorðnum fækkaði um 25%
á Vestfjörðum, fjölgaði um 3,5%
á Suðurlandi en annars staðar
var fækkunin svipuð og á Vestur
landi.
Fækkun barna til sveita á Vest
urlandi var mest í Snæfellsbæ en
það fjölgaði í Eyja og Miklaholts
hreppi og Skorradalshreppi á tíma
bilinu.
Fullorðnu fólki fjölgaði yfirleitt
til sveita á Vesturlandi, mest um
28% í Hvalfjarðarsveit og Eyja og
Miklaholtshreppi. Borgarbyggð og
Helgafellsveit eru þau sveitarfélög
sem skera sig úr hvað það snertir:
Það fækkar í Helgafellssveit á með
an fjöldi fullorðinna stendur nokk
urn veginn í stað í Borgarbyggð.
Börnum fjölgaði yfirleitt í þétt
býli á sunnanverðu Vesturlandi en
fækkaði í þéttbýli á því norðan
verðu. Í tveimur tilvikum; Grund
arfirði og Stykkishólmi, var fækk
unin um 40% sem er mjög áþekkt
því sem gerðist í sveitum.
Börnum fjölgaði í 12 af 32
OECDlöndum á árunum
20002011. Mest var fækkunin
23% í Póllandi og mest var fjölg
unin 17% á Írlandi.
Börnum fækkaði í 927 OECD
landshlutum en fjölgaði eða stóð í
stað í 433 þeirra. Mest var fækk
unin 48% í einum landshluta
Tyrklands en mest var fjölgunin
53% í einum landshluta Spánar.
Tyrkland, Kórea og Pólland eru
þau OECDlönd þar sem fækk
un barna var mest í sem flestum
landshlutum.
Ísland kemur einna verst út
hvað varðar fækkun barna þegar
þróunin er borin saman við önnur
Norðurlönd.
Þróunin felur í sér miklar áskor
anir fyrir íslenskt samfélag. Þró
unin er ískyggileg víða til sveita.
Um leið tekur hlutverk sveitanna
miklum stakkaskiptum í íslensku
atvinnulífi og jafnvel útlit fyrir
tækifæri í framtíðinni. Enn frem
ur eru sveitirnar félagslega mik
ilvægar til að viðhalda ákveðinni
fjölbreytni í landinu. Það er því
mikilvægt að huga að því hvort
slá megi á þessa þróun eða snúa
henni jafnvel við.“
mm/vk
Bátur illa farinn eftir bruna í Ólafsvíkurhöfn
Börnum fækkar um tugi
prósenta til sveita
Börn að leik. Myndin er úr safni Skessuhorns og tengist fréttinni ekki beint.