Skessuhorn - 28.01.2015, Síða 17
17MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Þótt veðurspáin væri ekki góð fyr
ir síðustu helgi var nóg að gera hjá
þeim sem voru að beita og stúss
ast í kringum útgerðina. Eða þann
ig var það í Rifi þegar blaðamað
ur Skessuhorns leit við í aðstöðu
húsunum við höfnina síðastliðinn
fimmtudag. Hjá útgerð Tryggva
Eðvarðs SH, sem hefur átt aflamet
á nokkrum vertíðum, var annað
úthaldið að beita þennan daginn.
Ásbjörn Óttarsson framkvæmda
stjóri fyrirtækisins var hins vegar
sem lionsfélagi farinn að undirbúa
kútmagakvöld, sem Lionsklúbbur
Nesþinga ásamt tveimur öðrum fé
lögum stóð fyrir í Röstinni síðast
liðið laugardagskvöld. Ásbjörn var
sem kunnugt er alþingismaður á
síðasta kjörtímabili en ákvað að því
loknu að draga sig í hlé frá þing
störfum og stjórnmálum. Blaða
manni Skessuhorns lék forvitni
á að vita hvernig Ásbirni líkaði
að vera kominn aftur í sitt gamla
starf í útgerðinni, eða hvort hon
um langaði kannski á þingið aftur?
„Nei, það geri ég ekki þótt fjögur
árin á þinginu væru mjög lærdóms
rík eftir 15 árin þar á undan í sveit
arstjórnarmálum,“ sagði Ásbjörn.
Hann hló þegar blaðamaður spurði
hvort að réttara hefði kannski verið
að orða spurninguna, hvernig væri
að vera kominn aftur í almennilega
vinnu? Það vakti nefnilega mikla
athygli í umræðu um listamanna
laun í þinginu að Ásbirni blöskr
aði sá fjöldi sem þæði listamanna
laun og taldi að fólk ætti nú frek
ar að finna sér almennilega vinnu!
Hann sýndi síðan drenglyndi og
bað listamenn afsökunar á þessum
ummælum.
Kemst sjaldan á sjóinn
Ásbjörn kvaðst hafa átt um það að
velja ef hann ætlaði að halda áfram
á þingi að þurfa að selja fyrirtækið.
„Ég sá að þingmennskan fór ekki
saman við að eiga og reka fyrirtæki,
þingmannsstarfið er miklu stærra
en svo. Þótt fyrirtækið okkar sé
ekki stórt erum við þó að veita tíu
manns vinnu. Ég valdi því að koma
aftur til starfa í eigið fyrirtæki og sé
ekki eftir því. Hjartað slær í sjávar
útveginum,“ sagði Ásbjörn. Spurð
ur hvort að hann réri ennþá með
strákunum, sagði Ásbjörn að lít
ið hafi verið um það, það væri nóg
annað að gera. „Ég komst í einn
róður í fyrra. Annars er tíðarfarið
búið að vera ansi strembið á þessari
vertíð, eilífar ógæftir og aflabrögð
ekki eins góð og undanfarin ár. Við
höfum þó verið að ná um hundrað
tonna afla á mánuði. Þennan mán
uðinn erum við komnir með 80
tonn en í janúar í fyrra vorum við
með 160 tonn í janúar. Það er vika
eftir og kannski náum við að kom
ast vel yfir hundrað tonnin í mán
uðinum.“
Ferðuðust mikið í
kjördæmavikunum
Spurður frekar út í þingmennskuna
fyrir Norðurvesturkjördæmi á síð
asta kjörtímabili sagði Ásbjörn að
það hefði vitaskuld ekki verið besti
tíminn sem hann kom inn á þing
ið, allt í upplausn eftir hrunið og
síðan væri það alveg ljóst að kjör
dæmið væri allt of stórt og ómögu
legt að sinna því eins og þyrfti að
gera. „Auðvitað var ég stundum
með samviskubit vegna þess að ég
vildi gjarnan mæta á einhvern fund
eða viðburð í kjördæminu en ekki
hægt að koma því við. Við Einar
Kristinn vorum þó mjög dugleg
ir að vísitera í kjördæmavikum sem
voru tvær yfir árið. Þá heimsótt
um við öll byggðarlögin og fund
uðum með fólki auk þess sem við
fórum í fyrirtækin á svæðinu og
hittum þar fjölda fólks. Þetta voru
mjög gagnlegar heimsóknir og oft
fengum við góðar ábendingar frá
fólki á þessum ferðalögum. Annars
er það ljóst í mínum huga að inni
í þinginu fer fram mikið starf sem
fólk gerir sér ekki grein fyrir. Þótt
umræðuhefðin sé eins og hún er og
blasir við fólki í gegnum fjölmiðla,
er samt góð samvinna og samstarf
milli flokka. Ég átti til dæmis gott
samstarf við fólk úr öllum flokkum,
eignaðist góða vini þvert á flokks
línur og þannig er það með aðra
þingmenn.“
Frábær mannauður í
starfsliði þingsins
Ásbjörn sagði að það væri líka styrk
ur að Alþingi hefði yfir mjög góðu
starfsfólki að ráða. „Það er mik
ill mannauður sem þingið býr yfir,
sama hvert litið er, alls staðar frá
bært starfsfólk. Þjónustulundin er
alveg frábær hjá starfsfólki þings
ins. Ég orðaði það þannig að það
væri alveg sama hvaða vitleysu við
þingmenn bæðum þau að liðsinna
okkur með, öllu var tekið með brosi
á vor. Þótt starfsfólkið væri oft að
vinna í tímapressu svo sem nætur
og helgar við frágang nefndaálita
og skjala fyrir þinglok, þá var það
ekkert nema ljúfmennskan uppmál
uð. Það verður bara með þakklæti
og gleði sem ég minnist þessa fjög
urra ára í þinginu. Alþingi er góður
vinnustaður þótt ég hafi ákveðið að
láta þennan tíma duga,“ sagði Ás
björn í þessu stutta spjalli sem hann
gaf sér áður en farið var að taka til
kútmagana og annað fiskmeti fyrir
veisluna miklu í Röstinni.
þá
Lögboðin samfélagsþjónusta er
starfrækt í Herdísarholti í Hval
fjarðarsveit. Hjónin Gunnar Hlöð
ver Tyrfingsson og Unnur Herdís
Ingólfsdóttir hafa um árabil starf
rækt sambýli fyrir einstaklinga sem
eiga við geðfötlun að stríða. Fjórir
menn hafa átt sitt skjól hjá þeim í
allt að 17 ár og í Herdísarholti frá
árinu 2007 þegar hús þar voru tek
in í notkun. Fólkið í Herdísarholti
hefur síðustu árin glímt við skort
á neysluvatni og vatnslaust hefur
verið þar í tæpt ár. Því hefur verið
bjargað með því að Gunnar Hlöð
ver hefur ekið með þúsund tonna
tank á kerru og náð í vatn á Akra
nes, um sex kílómetra leið, tvisvar
á dag. Fyrst á þvottaplönin með
an þar var vatn að hafa en eftir að
tók að vetra og frysta hefur Her
dísarholt fengið vatn frá Slökkvi
liði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Gunnar Hlöðver og Unnur Herdís
segja að þau hafi komið að lokuð
um dyrum hjá sveitarfélaginu með
að fá vatnsveitu heim. Eftir því hafi
verið óskað bréfleiðis í júní síðast
liðnum. „Það vantaði ekki að fólk
sýndi málinu áhuga fyrir kosningar
en síðan er eins og enginn vilji vita
að þessu,“ segja þau Gunnar Hlöð
ver og Unnur Herdís. Þau telja að
með neysluvatnsleysinu sé verið að
brjóta á starfseminni í Herdísar
holti og einstaklingunum sem þar
búa.
Bera fyrir sig
jafnræðisreglu
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ber
fyrir sig jafnræðisreglu. Vatnsveita
Hvalafjarðarsveit útvegar neyslu
vatn til þéttbýlisins á Hagamel og
á Grundartanga, en ekki til lögbýla
í sveitarfélaginu. Skúli Þórðarson
sveitarstjóri hefur gefið þau svör
að sveitarfélagið hafi ekki aðkomu
að lagningu hitaveitu á lögbýli eins
og Herdísarholt og með því væri
sveitarfélagið að veita slíkt for
dæmi að það væri óvinnandi veg
ur. Sviðsstjóri lögfræði og velferð
arsviðs Sambands íslenskra sveitar
félaga bendir á að samkvæmt lög
um um vatnsveitu sveitarfélaga sé
þeim ekki skylt að starfrækja vatns
veitu, en í dreifbýli sé sveitarstjórn
hins vegar heimilt að reka vatns
veitur og leggja í framkvæmdir við
gerð hennar enda sýni rannsóknir
og kostnaðaráætlanir að hagkvæmt
sé að leggja veituna og reka hana.
Fólkið í Herdísarholti heldur því
hins vegar fram að það sé brot á
jafnræðisreglu að neysluvatn sé til
reiðu fyrir fólkið sem býr í þéttbýl
inu í sveitarfélaginu en ekki í dreif
býlinu. Og hreinlega mannrétt
indabrot samkvæmt vatnalögum að
fólk hafi ekki neysluvatn. Vandræði
sé með neysluvatn víða í sveitinni
og það viðurkenni sveitarstjórn fús
lega en bregðist ekki við því. „Þótt
ljósleiðarinn sé góður hefðum við
frekar viljað vatnsveitu,“ segja þau
Gunnar Hlöðver og Unnur Herdís
í Herdísarholti.
Geta komist í
lind frá OR
Þau í Herdísarholti segja að eft
ir að hafa farið bónleið til búðar
bjóðist þeim að fá vatn frá lind sem
Orkuveita Reykjavíkur á í Akrafjalli
fyrir ofan bæinn Ós. Það yrði 2,5
kílómetra lögn og sú framkvæmd
kosti að minnsta kosti þrjár millj
ónir króna. Þeir peningar séu ekki
handbærir. „Þetta er mjög erfitt og
tímafrekt að ná í vatn tvisvar á dag.
Við erum við það að gefast upp á
þessu,“ segja þau Gunnar og Unn
ur. Sagan um vatnsskortinn í Her
dísarholti segja þau langa og búið
sé að kosta miklu til að reyna að
finna lausn á honum. Til að byrja
með var fengið vatn úr lind í landi
býlisins sem þornaði upp á tveim
ur þurrkasumrum. Þá var bor
að eftir vatni en úr þeirri borholu
kom sjóblandað vatn. Í framhaldinu
var svo boruð önnur hola og vatn
ið úr henni entist í eitt og hálf ár.
„Ég myndi óska eftir að fá þau við
brögð frá sveitarstjórninni að hún
ætli að skoða vatnsmálin í sveitinni
en þau hef ég ekki fengið. Ég lýsi
eftir þeim,“ segir Gunnar Hlöðver
Tyrfingsson í Herdísarholti.
þá
Gunnar Hlöðver við þúsund lítra vatnstankinn sem hann keyrir með tvisvar á dag
á Akranesi til að ná í vatn.
Starfsemi sambýlis í Hvalfjarðarsveit í uppnámi vegna vatnsmála
Gunnar Hlöðver Tyrfingsson og Unnur Herdís Ingólfsdóttir í Herdísarholti.
Hús í Herdísarholti.
Sáttur í gamla starfinu og langar ekki á þing
Spjallað við Ásbjörn Óttarsson útgerðarmann í Rifi
Ingvi Hrafn Aðalsteinsson var í seinna beitningargenginu sem var að beita á
Tryggva Eðvarðs þennan daginn.
Ásbjörn Óttarsson í aðstöðuhúsi útgerðar sinnar í Rifi.