Skessuhorn - 28.01.2015, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Snjóatíðin frá því í byrjun jólaföstu
hefur orðið til þess að margir hafa
orðið sér út um snjóblásara til að
moka heimreiðar og stíga að hí
býlum sínum. Eitt fyrirtæki í Borg
arnesi hefur meðal annars sérhæft
sig í innflutningi í tækjum eins og
snjóblásurum og ísbrjótum. Það er
Frístundahús sem er með aðsetur á
Sólbakka 27, en einnig er fyrirtæk
ið með heimasíðuna fristundahus.
is. Einar Þórisson framkvæmda
stjóri og eigandi fyrirtækisins segist
vera búinn að selja nokkra snjóblás
ara af stærri gerðinni í vetur en þeir
hafi klárast fyrir nokkru. „Ég hefði
getað selt svona 3040 slíka en þar
sem við setjum saman tækin og höf
um ekki pláss fyrir stóran lager gat
ég ekki annað þessari eftirspurn.
En við eigum ennþá eftir nokkra
blásara af minni gerðinni. Það var
ekki fyrr en komið var fram í miðj
an desember sem skriðan fór af stað
og það var erfitt að bregðast við á
skömmum tíma,“ sagði Einar þegar
blaðamaður Skessuhorns hitti hann
í síðustu viku.
Fjölbreytt vöruval
Aðspurður sagði Einar að tals
vert hefði verið spurt um ísbrjót
ana en ekki ennþá selst mikið af
þeim, enda ekki líkt því eins mik
ið um klakamyndun eins og síð
asta vetur. Frístundahús var stofnað
árið 2008 þegar Einar og fjölskylda
flutti í Borgarnesi. Fyrst snerist
starfsemin um byggingu og sölu á
frístundahúsum, en vinnuslys varð
til þess að Einar fór út í innflutning
og verslun. Fyrirtækið selur tals
vert af vélum sem ekki hefur verið
mikið framboð af hér á landi. Einar
og hans fólk flytur þær ósamsettar
hingað til lands og oft koma íhlut
irnir frá nokkrum stöðum í sömu
vélina. Einar segir vöruvalið fjöl
breytt en það er aðallega fyrir verk
taka, bændur, áhaldahús, iðnaðar
menn, björgunarsveitir og slökkvi
lið. „Sem dæmi má nefna háþrýsti
dælur, jarðvegsþjöppur, pressu
tengi, plötulyftur, vélhjólbörur,
laser mæla, beltavagna, slökkvibíla á
beltum, torfærutæki og traktora.“
Þakkar góða banka-
fyrirgreiðslu
Einar segir að umfang starfsem
innar hafi aukist svo mikið síðustu
misserin að hún sé nú á þremur
stöðum í Borgarnesi. Stefnt sé að
því að koma starfseminni undir eitt
þak. Hann segir beinan innflutning
og samsetningu á staðnum lykil
inn að því að geta boðið upp á hag
stæðara verð á vélum og lagnaefni
en víða þekkist. „Þú mættir gjarnan
nefna góða þjónustu Landsbank
ans á Akranesi fyrir einstaka þjón
ustu og fyrirgreiðslu til nýrra fyr
irtækja eins og okkar. Vil ég nefna
þau Hannes Ellertsson útibússtjóra
og Lindu B. Pálsdóttur á fyrirtækja
sviðinu. Því án Landsbankans hefði
þetta ekki verið hægt,“ sagði Einar
að endingu.
þá
Verslunin Kristý er til húsa í versl
unarmiðstöðinni Hyrnutorgi í
Borgarnesi. Það er Oddný Þór
unn Bragadóttir sem á og rekur
verslunina en þar má finna ýmis
legt: Skó, fatnað, úr og skartgripi
svo eitthvað sé nefnt. Blaðamað
ur Skessuhorns leit inn hjá Odd
nýju og veitti því athygli að hún
selur íslenskt handverk í bland við
innfluttar vörur. Vörurnar hann
ar hún og framleiðir sjálf. Er hún
bæði með íslenskan fatnað, húfur
og ýmsa fylgihluti.
Byrjaði á skófylgihlutum
Oddný opnaði verslunina Kristý
árið 1992 við Skúlagötu 13, þar
sem Blómasetrið og Kaffi Kyrrð
eru í dag. „Við fluttum í Hyrnutorg
í desember 2009. Við vorum áður
með meira af handverki og gjafa
vöru, smíðað var úr gulli og silfri.
En við hrunið duttu gjafavörurnar
út. Við misstum svo aðstöðuna til
að smíða þegar við fluttum hingað
og verkstæðið fór í geymslu,“ segir
Oddný sem hélt þó áfram að skapa.
Hún hannar nú og saumar undir
merkinu Donna Nord, eða Kona
norðursins. „Ég byrjaði á skófylgi
hlutum. Við vorum farin að selja
skó og stígvél. Ég veitti því athygli
að margar íslenskar konur eru með
svera kálfa og áttu erfitt með að fá
á sig stígvél. Ég hannaði því viðbót
við skóinn til að leysa það vanda
mál. Ég myndi vilja geta framleitt
meira af þessu en það er erfitt að
finna samstarfsaðila í leðrinu,“ seg
ir hún og bætir því við að það séu
ekki margir á Íslandi með iðnað
arvélar sem geti unnið með leðr
ið í einhverju magni. Í framhald
inu datt Oddnýju í hug að byrja að
sauma húfur. Þær eru úr þæfðri ull,
klæddar með flís að innan. „Það er
skemmtilegt að gera þetta. Ég hef
fengið mjög góð viðbrögð við húf
unum enda er enginn sem gerir eins
húfur. Þetta hefur svo undið aðeins
upp á sig. Ég er líka að sauma fatn
að, svo sem leggings fyrir íslensk
ar konur. Þær eru með góðri ísetu
og háum og breiðum streng. Svo
geri ég toppa, pils og kjóla. Ég er
bara að leika mér og geri eina flík
af hverju.“
Nýtir laxaroð
og hraunmola
Oddný er Borgnesingur í húð og
hár. Hún er þar fædd og uppalin og
hefur búið þar mest alla tíð. Þó bjó
hún í Englandi í sjö ár, þar sem hún
fór í enskuskóla og kynntist eigin
manni sínum sem kemur frá Líbýu.
Í Englandi lærði hún einnig gull
smíði. Hún hefur ekki alveg sagt
skilið við skartið, þrátt fyrir að í dag
hafi hún ekki aðstöðu til að smíða úr
gulli og silfri. Þess í stað gerir hún
armbönd úr leðri og laxaroði. Roð
ið er í ýmsum litum og með breyti
legri áferð en það fær hún frá Sjáv
arleðri á Sauðárkróki. „Ég geri líka
hálsmen og hringa með íslenskum
hraunmolum, sem ferðamennirn
ir eru hrifnir af. Þetta snýst allt um
að skapa eitthvað, maður hefur þörf
fyrir það,“ segir Oddný og brosir.
Hún segist verða vör við aukna um
ferð ferðamanna í Borgarnesi. „Það
er mikið af fólki sem rúllar hér í
gegn en mest yfir sumartímann.
Þetta er árstíðabundið. Svo kem
ur fólkið úr sumarbústöðunum hér
í kring mikið í Hyrnutorg. Maður
fær tækifæri til að kynnast því fólki
og það hefur myndast föst tenging
við það, sem er mjög ánægjulegt,“
segir handverks og verslunarkon
an Oddný að endingu. grþ
Talsvert hefur verið spurt um ísbrjótana sem fyrirtækið selur.
Annaði ekki spurn eftir snjóblásurum
Litið inn hjá Frístundahúsum í Borgarnesi
Einar Þórisson framkvæmdastjóri og
eigandi Frístundahúsa.
Enn eru til hjá fyrirtækinu minni gerðin af snjóblásurum.
Skófylgihlutir Oddnýjar geta breytt venjulegum skóm í stígvél.
Snýst um þörfina fyrir að skapa eitthvað
Oddný Þórunn Bragadóttir hannar og selur íslenskt handverk í Borgarnesi
Oddný með eina af Donna Nord húfunum sem hún selur í Kristý.