Skessuhorn - 28.01.2015, Síða 23
23MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Pennagrein
Loksins ræða
fleiri um fjármál
Krossgáta Skessuhorns
Þess má geta að vegna óviðráðanlegra orsaka reyndist
ekki unnt að birta krossgátu í síðasta tölublaði. Hér er
hins vegar ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að
leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/
in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is Dregið verður
úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn
bókagjöf frá Skessuhorni. Athugið að lausnir þurfa að
berast fyrir klukkan 15:00 á mánudögum.
38 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í næstsíðustu
viku. Lausnarorðið var „Kuldaklædd“. Vinningshafi er
Kristín Þórðardóttir, Bárðarási 16 Hellissandi.
mm
Frami
Sögn
Ánægja
Reku
Magn
Kall
Óreiða
Ólæti
Fæða
Leik-
tæki
Lípurð
Fát
Stef
Systir
Ofn
Sk.st.
Líka
Rýr
Gæði
Hljóp
Gónir
Kvendýr
Mæli-
eining
Korn
Hávaði
Hátíð-
legur
5 Duft
Háls
Rasa
Krota
Atriði
Vonar
8 10 3
Kostur
Dund
Natni
12
Spurn
Örn
Sprotar
Skaut
19 Tónn
Leit
Liðam.
Vafi
Könnun
Nýtist
15 Lund
Þýfi
Mjöður
Mein-
dýr
Land-
bára
Villt
Gruna
Grípa
Hrekkir
Herða-
skjól
Tölur
Fugl
Drolla
Atorka
Klók
Alltaf
Röst
Silki
18 1 Persóna
Svif-
dýrið
9
Sýl
Afmá
Aum
Þrá
Lúsaegg
Glundur
Gripum
Sko
Ótt
Dvelja
Angan
Orða-
skipti
Rugl
Dreifir
13 Ryk
Núna
17 Elfur
Óhóf
Glögg
Sk.st.
Kusk
Toppa
1050
Suddi
Törn
Líkum
Dyggir
Ótta
16
Styrktu
Sælu-
staður
11 4 Par
Býli
Hersli
Hætta
Krap
2 Hugsun
Kerra
6
14 Púka
Fas
Sérhlj.
20 7
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17 18 19 20
Fjármál sveitarfé
laga og ekki síst fast
eignagjöld eru mikið
rædd í Borgarfirðinum þessa dag
ana. Það kemur ekki til af góðu því
íbúar fengu nýverið senda álagn
ingarseðla vegna fasteignagjalda
þar sem álagningarprósenta fyr
ir íbúðarhúsnæði hafði hækkað um
36% á milli ára. Skiljanlega er íbú
um illa brugðið enda var því haldið
á lofti allt til loka síðasta kjörtíma
bils og í kosningabaráttunni síðast
liðið vor af fyrrum meirihluta Sjálf
stæðisflokks og Vinstri grænna að
fjárhagsstaða Borgarbyggðar væri
traust eins og það var m.a. orðað
í fréttabréfi fyrir ári síðan. Annað
hefur komið á daginn því eins og
þáverandi fulltrúar Samfylkingar
innar í sveitarstjórn höfðu ítrek
að vakið máls á bæði í bókunum
og með greinarskrifum þá stendur
rekstur sveitarfélagsins ekki styrk
um fótum.
Núverandi sveitarstjórn stóð
frammi fyrir því verkefni síðastliðið
haust að finna leiðir til að fjármagna
hallarekstur undangenginna ára til
viðbótar við kjarasamningsbundn
ar launahækkanir. Ekki tókst nýrri
sveitarstjórn að ljúka því vanda
sama verkefni, þrátt fyrir hækkun
fasteignagjalda sem skilar sveitar
sjóði 95 milljónum árinu. Fjárhags
áætlunin sem samþykkt var af sveit
arstjórn í desember sl. gerir ein
ungis ráð fyrir 4,5 milljóna króna
hagnaði sem dugar skammt þeg
ar sveitarfélaginu er skylt að jafna
a.m.k. 60 milljóna króna taprekstur
undanfarinna ára vegna lagaskyldu
um rekstrarjöfnuð á hverju þriggja
ára tímabili. Enn er óljóst hvern
ig farið verði að því að auka hagn
að um a.m.k. 55 milljónir á árinu en
ljóst má vera að nú þegar er búið
að ganga svo nærri fjárveitingum
til grunnþjónustu að ekki verð
ur lengra komist nema með því að
skerða þjónustu við íbúa.
Við undirrituð, fulltrúar Sam
fylkingarinnar, höfum á undan
förnum árum bent á hagræðing
arleiðir til að ná niður skuldum
sveitafélagsins og vaxtagjöldum
með því að selja eignarhluta sveit
arfélagsins í Orkuveitu Reykjavík
ur. Söluandvirðið yrði nýtt til að
greiða niður skuldir og lækka þann
ig fjármagnsgjöld, en þau eru áætl
uð 263 milljónir á árinu. Slík ráð
stöfun hefði í för með sér aðgerð
sem tryggja myndi að ekki þurfi að
ráðast að innviðum samfélagsins og
skera niður þjónustu við börn, aldr
aða og aðra þá er reiða sig á aðstoð
samfélagsins, ásamt því að hætta að
sinna nauðsynlegu viðhaldi og ný
framkvæmdum.
Í fjárhagsáætlun fyrir 2014 var
gert ráð fyrir að tekin yrðu ný lang
tímalán að upphæð kr. 70 milljón
um. Raunin skv. útkomuspá er sú
að á árinu voru tekin ný langtíma
lán sem nema alls 452 milljónum.
Vaxtaberandi skuldir hækka um 285
milljónir á milli áranna 20132014
sé miðað við þessa sömu útko
muspá. Ekki verður því með góðu
móti séð hvernig rökstyðja megi
þá fullyrðingu að unnið hafi ver
ið markvisst að lækkun skulda. Afar
brýnt er að auka kostnaðareftirlit
með það að markmiði að koma í veg
fyrir að rekstur stofnana fari fram
úr fjárheimildum. Einnig er mik
ilvægt að samnýta betur húsnæði í
sveitarfélagsins svo draga megi úr
rekstrarkostnaði. Sameiginleg inn
kaup stofnana gætu vafalaust skilað
lægra verði og hagræðingu og höf
um við lagt til að áður stofnað inn
kauparáð verði virkjað í því skyni.
Sveitarstjórn þarf að hafa hugrekki
til að ræða alla mögulega kosti til
að bæta fjárhaginn og kanna þá til
hlýtar. Fyrsta skref í þá átt væri að
fá óháðan fagaðila til að leggja mat
á virði eignarhluta í félögum.
Það er frábært að búa í Borgar
byggð fyrir alla aldurshópa. Hér
eru góðir skólar á öllum skólastig
um, vel er búið að heilbrigðis og
öldrunarþjónustu, fjölbreytt at
vinnulíf og einstök náttúra. Sveit
arfélagið hefur alla burði til að laða
til sín nýja íbúa á næstu árum ef
það er samkeppnishæft í þjónustu
gjöldum og gæðum. Hér eru allir
innviðir til staðar til að fjölga íbú
um, góðar byggingarlóðir fyrir at
vinnuhúsnæði og íbúabyggð, skól
ar og allflestir leikskólar geta mætt
fólksfjölgun. En er sveitarstjórn til
búin að vinna að nauðsynlegum að
gerðum til að kostnaður við þjón
ustu verði sambærilegur við önnur
sveitarfélög?
Geirlaug Jóhannsdóttir.
Höf. er annar af tveimur fulltrú-
um Samfylkingar í sveitarstjórn.
Freisting vikunnar
Í gegnum árin hefur þessi upp
skrift gengið manna á milli
og slegið í gegn í ófáum boð
um. Bollurnar eru frábærar sem
pinnamatur í hvers kyns veislum
en þær eru einnig fínar í kvöld
matinn með hrísgrjónum og
góðu salati. Það besta við upp
skriftina er að hún er einstaklega
einföld. Í henni eru ekki nema
fjögur hráefni og ættu því allir
að geta eldað bollurnar með lít
illi fyrirhöfn. Bæta má osti við
kjötbolluuppskriftina sem bætir
aðeins við bragðið og gerir þær
enn betri.
Kjötbollur með Ritzkexi
500 gr. nautahakk
1 egg
hálfur pakki mulið Ritzkex
½ - 1 pakki púrrulaukssúpa
Blandið öllu saman í skál og
hrærið vel. Mótið litlar kjöt
bollur með höndunum. Steikið á
pönnu við meðalhita eða bakið í
ofni við 180° þar til bollurnar eru
steiktar í gegn.
Chili - rifsberjasósa
1 flaska Heinz chili sósa
1 krukka rifsberjahlaup
Bæði hráefnin sett í pott, hrært vel
og hitað.
Bon apetit!
Ritzkexbollur með chili-rifsberjasósu
Þótti til siðs að allar sjómannskonur
gengju í slysavarnadeildina
Spjallað við formann slysavarnadeildarinnar
Helgu Bárðar á Hellissandi og í Rifi
Í Rifi er stórt og glæsilegt
nýtt hús sem gefið var
nafnið Björgunarstöð
in Von. Húsið var byggt
af þremur félögum sem
koma að björgunarmál
um; björgunarsveitinni
Lífsbjörg og slysavarnar
deildinni Helgu Bárðar í
Rifi og á Hellissandi og
slysavarnadeildinni Sum
argjöf í Ólafsvík. Slysa
varnadeildin Helga Bárð
ar var eitt þriggja félaga
sem stóð að árlegu kút
magakvöldi sem haldið
var í félagsheimilinu Röst á Hell
issandi síðastliðið laugardagskvöld.
Hin félögin eru Lionsklúbbur Nes
þinga og Leikfélag Ólafsvíkur. Þeg
ar blaðamaður Skessuhorns var á
ferð í Rifi síðastliðinn fimmtudag
var einmitt að byrja á fullu und
irbúningur að matselt vegna kút
magakvöldsins. Formaður slysa
varnadeildarinnar Helgu Bárðar
er Inga Jóna Guðlaugsdóttir. Hún
hefur verið formaður deildarinnar
síðustu fimm árin og var reyndar
einnig formaður um fimm ára skeið
í kringum aldamótin síðustu.
Allar sjómannskonur
eru í deildinni
Inga Jóna er frá Akranesi en flutti
21 árs á Snæfellsnesið þegar hún
kynntist manni sínum Jóni Ein
arssyni frá Glaumbæ í Staðarsveit.
Inga Jóna segir að það hafi verið
gott að alast upp á Skaganum en sér
hafi þó liðið vel þessi 27 ár sem hún
hafi búið á Snæfellsnesinu, lengst
af í Rifi. Hún segist snemma hafa
gengið til liðs við slysavarnadeild
ina Helgu Bárðar. „Maðurinn minn
er sjómaður og það þótti til siðs að
allar sjómannskonur gengju í slysa
varnadeildina,“ segir Inga Jóna en
deildin Helga Bárðar er jafn göm
ul henni og var stofnuð í mars árið
1966. Félagskonur eru í dag 52, þar
á meðal átta stofnfélaganna. Spurð
um hlutverk slysavarnadeildarinn
ar segir Inga Jóna að henni hafi
verið ætlað að afla fjár fyrir bjög
unarsveitina og slysavarnafélag
ið. „Starfið hefur breyst mikið frá
því á fyrstu árunum sem ég var í
deildinni. Aðalfjáröflun félagsins
er sjómannadagskaffið sem við höf
um haldið síðustu árin í samvinnu
við slysavarnadeildina Sumargjöf
í Ólafsvík. Það var náttúrlega því
líkur munur fyrir okkur að
fá þetta nýja hús því ekki
veitir af plássinu þegar
kemur að sjómannadags
kaffinu. Þá þarf að færa út
öll tæki og búnað af neðri
hæðinni til að koma kaffi
gestum þar fyrir í stórum
og rúmgóðum sal.“
Kútmagakvöldið
mjög skemmtilegt
verkefni
Spurð um samspil slysa
varnadeildarinnar Helgu
Bárðar og samfélagsins í Snæ
fellsbæ, segir hún að það sé mjög
gott. „Það er gríðarlega mik
ill stuðningur hérna í samfélaginu
og við eigum mjög góða og öfluga
styrktaraðila hérna. Það kom líka
vel fram meðan á húsbyggingunni
stóð. Við fengum mikinn stuðning
og hjálp bæði frá fyrirtækjum og
félagasamtökum.“ Inga Jóna seg
ir að strax upp úr áramótum byrji
undirbúningur fyrir kútmagakvöld
ið, svo sem að undirstinga sjómenn
með hráefnið, en það fáist allt gef
ins.
„Kútmagakvöldið á einungis að
standa undir sér fjárhagslega og er
því fyrir utan okkar hefðbundnu
og aðal fjáröflun. Þetta er rosalega
skemmtilegt verkefni og okkur hjá
Helgu Bárðardóttur finnst gam
an að vera þátttakandi í því,“ sagði
Inga Jóna að endingu.
þá
Inga Jóna Guðlaugsdóttir formaður slysavarnadeildarinnar
Helgu Bárðar.