Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2015, Síða 26

Skessuhorn - 28.01.2015, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Ferð þú á þorrablót? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Ragnar Skúlason: Ég ætlaði á skoskt þorrablót en það klikkaði. Haggis er það al­ besta líkist mjög íslenskri lifrar­ pylsu. Ólafur Elíasson: Nei, ekki í vetur en mér þykir þorramaðurinn ákaflega góður, er alveg brjalaður í‘ann. Davíð Heiðar Hendrisson: Nei, allavega ekki í ár. Sigþór Eiríksson: Nei, ekki í ár en er reyndar mik­ ið fyrir þorramat. Irma Dögg Sigurðardóttir: Nei, ekki í vetur en ég ætla á blót Skagamanna á næsta ári. Heilsu Hof í Reykholtsdal býð­ ur upp á námskeið í Tai Jutsu bar­ dagalist fyrir krakka á aldrinum 12­16 ára. Kennt verður á þriðju­ dögum klukkan 19­21. „Nú hef­ ur verið bryddað uppá þeirri nýj­ ung að foreldrar/ forráðamenn fá ókeypis aðgang að líkamsrækt­ arsal staðarins meðan á æfingu stendur. Marg­ ir koma langt að og geta nú sleg­ ið tvær flugur í einu höggi, ekið barninu á æfingu og haft tíma fyrir sig í heilsueflingu á meðan. Salur­ inn er með hin ýmis tæki, svo sem hlaupabretti, fjölþjálfa, róðaravél, stíg­vél, lóð, bekki og bjöllur svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sigrún Hjartardóttir hjá Heilsu Hofi. mm Knattspyrnukonan Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir frá Grundarfirði hefur gengið til liðs við Val. Jóhanna er komin heim frá Noregi þar sem hún spilaði á síðasta tímabili með Sarpsborg í næst­efstu deild. Liðið komst í umspil á liðnu hausti um sæti í norsku úrvalsdeildinni en tap­ aði. Jóhanna Steinþóra hefur lengst af spilað með FH og hef­ ur skorað 29 mörk í 59 leikjum með Hafnarfjarðarliðinu. Hún er aðeins á 23. aldursári og þykir eiga framtíðina fyrir sér í boltan­ um. Valur hefur að undanförnu verið að styrkjast fyrir komandi átök í Pepsídeildinni næsta sum­ ar. Tveir nýir leikmenn komu til félagsins á dögunum auk Jó­ hönnu, Anna Garðarsdóttir sem snúið hefur til baka til síns gamla félags og Inga Dís Júlíus­ dóttir sem á 105 meistaraflokks­ leiki að baki með Þór/KA og Aftureldingu. Þá hafa þær Katr­ ín Gylfadóttir og Hugrún Arna Jónsdóttir framlengt samninga sína um tvö ár með Val. þá Lið ÍA í fyrstu deild karla í körfuboltanum tap­ aði stórt fyrir FSu þeg­ ar liðin mættust á Selfossi síðastliðið fimmtudagskvöld. Skagamenn léku án annars þjálfara síns, Fannars Helgasonar og fengu rassskell, 59:102. Árborgarlið­ ið keyrði yfir gestina strax í byrjun og var staðan eftir fyrsta leikhluta 29:15 og í hálfleik 45:33. Heima­ menn gerðu síðan út um leikinn í þriðja leikhluta sem þeir unnu 31:9. Jamarco Warren skoraði 32 stig fyrir ÍA, Áskell Jónsson 12, Magn­ ús Bjarki Guðmundsson 6, Birkir Guðjónsson 4, Þorleifur Baldvins­ son 3 og Erlendur Þór Ottesen 2. ÍA er áfram með 12 stig og í 4. sæti deildarinnar en FSu í 2. sæti með 18 stig. Í næstu umferð mæta Skaga­ menn toppliði Hattar frá Egilsstöð­ um og fer leikurinn fram í íþrótta­ húsinu við Vesturgötu næstkom­ andi sunnudag. þá Skotfélagið Skotgrund – skotfélag Snæfellsness birti nýverið ársskýrslu sína fyrir árið 2014. Í henni kemur fram að árið var viðburðaríkt hjá fé­ laginu. Haldin voru þónokkur mót fyrir félagsmenn, kynningar á starf­ seminni, aðstaða fyrir hreindýra­ próf komið upp og margt fleira. Eitthvað var um framkvæmdir á árinu en aðstaða á riffilsvæðinu var stórbætt þegar nýir battar voru steyptir. Einnig varð nafnabreyting á félaginu en nafni þess var breytt úr skotfélaginu Skotgrund í Skot­ grund ­ skotfélag Snæfellsness, enda eru félagsmenn alls staðar af Snæfellsnesi. Það er mikill hugur í félagsmönnum Skotgrundar en þeir hyggja á frekari framkvæmdir á árinu og verður fróðlegt að fylgj­ ast með þeim. Hægt er að nálgast ársskýrsluna á heimasíðu félagsins: http://skotgrund.123.is tfk Jóhanna Steinþór Gústavsdóttir. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Jóhanna til Vals Hákon Varmar þjálfar börn í Tai Jutsu í Heilsu Hofi. Foreldrar geta styrkt sig meðan börnin æfa Tai Jutsu Stórtap Skaga- manna í körfunni Viðburðaríkt ár hjá Skotgrund á Snæfellsnesi Um síðastliðna helgi fór fram Ís­ landsmeistaramót meistaraflokks í latín dönsum hjá Dansíþrótta­ sambandi Íslands í Laugardalshöll. Samhliða því fór fram opið RIG mót og bikarmeistaramót í stand­ ard dönsum. Vestlendingar áttu sína fulltrúa á mótinu og stóðu þau sig allir með stakri prýði. Þrír Borgfirðingar kepptu í meistara­ flokki í dansi og dönsuðu þeir með frjálsi aðferð, fimm dansa í hvorum flokki. Bestum árangri náði Borg­ firðingurinn Brynjar Björnsson. Dansfélagi hans er Perla Stein­ grímsdóttir og keppa þau í meist­ araflokki ungmenna. Þar náðu þau öðru sæti og tryggðu sér með því rétt til þess að fara á heimsmeist­ aramót ungmenna og Evrópu­ meistaramót ungmenna á þessu ári. Brynjar og Perla kepptu jafnframt í opnu RIG keppninni, þar sem tvö erlend pör kepptu líka. Þau kepptu þar til úrslita og höfnuðu í fimmta sæti. Borgfirðingurinn Arnar Þórs­ son keppir í meistaraflokki fullorð­ inna og dansar við Laufeyju Höllu Atladóttur. Þau dönsuðu til úrslita í standard dönsum og urðu í sjötta sæti. Vel gekk hjá yngri flokkum Í flokki unglinga II (14 ­ 15 ára) var Elís Dofri Gylfason fulltrúi Vest­ lendinga. Hann dansar við Sonju Þorsteinsdóttur og kepptu þau til úrslita í standard dönsum og höfn­ uðu í fimmta sæti. Þá tóku tvö borgfirsk pör þátt í flokki þeirra sem dansa með grunnsporum. Það voru þau Anton Elí Einarsson og Arna Jara Jökulsdóttir og Jóhann Páll Oddsson og Rakel Eir Er­ lingsdóttir. Anton og Arna dansa í flokki unglinga II. Þau urðu í fyrsta sæti í latín dönsum og í þriðja sæti í standard. Jóhann Páll og Rakel Eir dansa í flokki barna II og lentu þau í þriðja sæti í latín en fimmta í standard. Frá ungmennafélaginu Skipa­ skaga mættu fjögur grunnspora­ pör. Í flokki barna I (9 ára og yngri) kepptu þau Mateuzs Dominik Grzybowski og Aldís Thea Daníels­ dóttir og sigruðu þau sína andstæð­ inga örugglega. Pörin Almar Kári Ásgeirsson og Demi Van Den Berg höfnuðu í fimmta sæti í standard í barnaflokki II (10­11 ára) og Trist­ an Sölvi Jóhannsson og Rósa Krist­ ín Hafsteinsdóttir fengu fjórða sæt­ ið í standard og það sjötta í latín í sama aldursflokki. Að lokum keppti eitt dömupar fyrir Skipaskaga, þær Sigrún Dóra Jónsdóttir og Líf Ra­ mundt Kristinsdóttir. Þær keppa í dömuflokki barna II og dönsuðu tvo dansa í hvorum flokki. Í stand­ ard höfnuðu þær í öðru sæti og í því þriðja í latín. Nánari úrslit má finna á vef Dans­ íþróttasambands Íslands, www.dsi. is. Næsta dansmót verður haldið í Laugardalshöllinni helgina 21.­22. mars, en það verður Íslandsmeist­ aramót meistaraflokks í tíudönsum (þ.e. samanlagður árangur bæði lat­ ín og standard), ásamt dansmóti í grunnsporum. grþ/gbf Verðlaunaafhending Íslandsmeistara í latíndönsum ungmenna. F.v. Brynjar Björnsson og Perla Steingrímsdóttir DÍH, Íslands- meistararnir Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Gints Roberts Berzins DÍK, Harpa Steingrímsdóttir og Kristinn Þór Sigurðsson DÍH, Friðgerður Sunna Sigurðardóttir og Björn Sverrir Ragnarsson DFB, Kamilla Rós Bjarnadóttir og Reynir Stefánsson DR og Sindri Guðlaugsson og Aníta Kingo Andersen DÍH. Ljósm. Guðrún Björk Friðriksdóttir. Góður árangur Vestlendinga á dansmóti

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.