Skessuhorn


Skessuhorn - 07.10.2015, Page 1

Skessuhorn - 07.10.2015, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 41. tbl. 18. árg. 7. október 2015 - kr. 750 í lausasölu Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Vökudagar á Akranesi 29. okt. – 7. nóv. Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Aðfararnótt síðastliðins laugardags snjóaði víða um vestanvert landið. Þennan snjó tók fljótlega upp enda má segja að fullsnemmt sé á almanakinu að hafa alhvíta jörð til lengdar. Í spákortunum eru þó áframhaldandi umhleypingar og gæti því hæglega fest snjó næstu daga, sérstaklega upp til landsins. Þessa mynd tók Þóra Árnadóttir á Brennistöðum í Flókadal af nokkrum geitunum á bænum gæða sér á heyrúllu. Í nýjum Hagvísi sem Vífill Karls- son hagfræðingur hefur skrifað fyr- ir Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi er sagt frá könnun á fjölda ríkisstarfa á Vesturlandi og þróun í þeim fjölda. Einnig er sagt frá svo- kölluðum ríkisfjárjöfnuði Vestur- lands, en hann kom vel fram í loka- ritgerð Kamillu Rúnar Gísladóttur í Grundarfirði. Kamilla benti þar á að Ríkissjóður hafði 24,3 milljarða króna í tekjur á Vesturlandi árið 2011 en ráðstafaði þar 16,8 millj- örðum króna. Á grundvelli þessa segir í hagvísinum að ríkisfjárjöfn- uður hafi þá verið verulega nei- kvæður því á Vesturlandi ráðstafaði ríkissjóður 70% af því fjármagni sem hann innheimti þar. Þetta má umorða og segja að samkvæmt þessu sé slagsíða á ríkisfjárjöfnuði Vesturlands upp á 30%. Í þessum Hagvísi SSV nú beindist rannsóknin hins vegar að ríkisstofn- unum, hálfopinberum stofnunum og fyrirtækjum á Vesturlandi, sem voru fjármögnuð að 2/3 hlutum hið minnsta af ríkissjóði. Í honum kemur meðal annars fram að störf á vegum ríkisins á Vesturlandi voru 819 árið 2015 og hafði fækkað um 22 frá árinu 2013. Þessi fækkun nemur 2,7% á tveimur árum. Hlutfallslega fækkar opinberum störfum mest í mennta- geiranum en fjölgaði mest á vegum velferðarráðuneytisins sem kemur aðallega til vegna hjúkrunar- og dval- arheimila sem ríkið og sveitarfélögin reka reyndar saman. Íbúum á Vesturlandi fjölgaði á þessum tveimur árum úr 15.381 í 15.566, eða um 1,2%. Árið 2013 voru 54,7 ríkisstörf á Vesturlandi á hverja þúsund íbúa en árið 2015 voru þau 52,6 og hefur störfum því fækk- að um 3,9% að þessu leyti á tveim- ur árum. Árið 2015 voru störfn á veg- um ríkisins 723 á Vesturlandi ef horft er eingöngu til þeirra sem unnin eru af Vestlendingum, eða 46,4 störf á hverja þúsund íbúa. Árið 2013 var þessi tala 735 eða 47,8 á hverja þús- und íbúa sem er 2,9% samdrátt- ur. Störfum á vegum ríkisins virðist hafa fækkað á tímabilinu 2005-2015 á Vesturlandi þótt fjöldi nýrra starfa hafi komið til. Meðal nýrra starfa á þessum tíma má nefna tvo framhalds- skóla, þjóðgarð á Snæfellsnesi, Um- ferðarstofu og Fiskistofu í Stykkis- hólmi auk Sjávarrannsóknarsetursins Varar í Snæfellsbæ. Þarna komu til ríflega 53 ný störf. Opinberum störfum fækkaði mest í Borgarbyggð (14,4), í Stykkis- hólmsbæ (6,6) og í Grundarfjarðarbæ (5,5). Þeim fjölgaði lítillega á Akra- nesi, í Dalabyggð og í Snæfellsbæ (0,5). Opnberum störfum fækkaði hlutfallslega mest í Skorradalshreppi (39%), þá Grundarfjarðarbæ (12%) og síðan í Borgarbyggð (8%) þeg- ar stuðst var við stöðugildi á hverja 1.000 íbúa. Hagvísi SSV er að finna á heima- síðu samtakann ; www.ssv.is mm Ríkið skilar 70% þess sem það innheimtir á Vesturlandi Hlutfallslegur fjöldi ríkisstarfsmanna miðað við hverja 1.000 íbúa. Heimild: Hagvísir SSV. Taflan sýnir hversu mikið færri opinber störf eru á Vesturlandi miðað við hverja 1.000 íbúa. Heimild: Hagvísir SSV.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.