Skessuhorn - 07.10.2015, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 20156
Trillukarlar
fagna olíu-
verðslækkun
LANDIÐ: Meðalverð á
litaðri olíu við bátadæl-
ur í höfnum landsins hef-
ur lækkað um nálega fjórð-
ung, eða 24,3% á síðustu
tíu mánuðum. Í nóvember
í fyrra kostaði olían 164
krónur líterinn en er nú
40 krónum ódýrari. Þetta
kemur fram á vef Lands-
sambands smábátaeigenda
en samtökin hafa fylgst
með þróun olíuverðs síð-
ustu ellefu mánuði. Ekk-
ert lát virðist á verðlækk-
unum á olíunni. „Olís býð-
ur í dag lægsta lítraverðið
122,60 m.vsk, sem er 4,1%
lækkun milli mánaða,“ seg-
ir orðrétt á vef samtakanna
um leið og félagsmenn eru
hvattir til að fylgjast með
verðþróuninni, væntanlega
til þess að veita olíufélög-
unum virkt aðhald.
–mþh
Hefja
vetrarstarf BA
AKRANES: Briddsspilar-
ar á Akranesi hefja vetrar-
starf sitt fimmtudaginn 8.
október klukkan 19:30. Að
sögn Einars Guðmunds-
sonar formanns félagsins
verður vetrarstarfið með
hefðbundnum hætti, hefst
á sama tíma og venjulega
og spilað sem fyrr í salnum
á þriðju hæði í Kirkjubraut
40. „Allir sem vilja eru vel-
komnir að spila með okk-
ur,“ segir Einar.
–mm
Áfram hreyfing
á fylgi
flokkanna
LANDIÐ: Sjálfstæðisflokk-
urinn eykur fylgi sitt um tæp
þrjú prósentustig milli mán-
aða og mælist með 24%. Pí-
ratar mælast stærsti flokkur-
inn líkt og undanfarna mán-
uði og var fylgi þeirra 35%
í september. Þetta kem-
ur fram í nýjasta þjóðar-
púlsi Gallup. 11% sögðust
myndu kjósa Vinstrihreyf-
inguna - grænt framboð,
10% Framsóknarflokk-
inn annars vegar og Sam-
fylkinguna hins vegar og
um 6% Bjarta framtíð. 5%
sögðust myndu kjósa aðra
flokka en nú eiga sæti á Al-
þingi. Stuðningur við ríkis-
stjórnina jókst um tvö pró-
sentustig milli mánaða, en
liðlega 36% þeirra sem tóku
afstöðu sögðust styðja hana.
–mm
Eyðum meiru
en við öflum
LANDIÐ: 8,4 milljarða
króna halli var á vöruskipt-
um við útlönd fyrstu átta
mánuði þessa árs sem þýð-
ir að Íslendingar eyða meiru
en þeir afla. Fyrstu átta
mánuði ársins voru fluttar út
vörur fyrir tæpa 432,3 millj-
arða króna en inn fyrir rúma
440,6 milljarða króna fob. Á
sama tíma árið áður voru
vöruskiptin óhagstæð um
5,3 milljarða á gengi hvors
árs. Vöruskiptajöfnuður-
inn var því 3,1 milljörðum
króna lakari en á sama tíma
í fyrra. Í frétt Hagstofunnar
segir að í ágústmánuði voru
fluttar út vörur fyrir 47,1
milljarð króna og inn fyr-
ir 48,9 milljarða króna fob
sem þýðir að vöruskiptin
voru óhagstæð um 1,8 millj-
arð króna. Í ágúst 2014 voru
vöruskiptin hagstæð um
2,3 milljarða króna á gengi
hvors árs.
–mm
Veiddu 29
hrefnur í sumar
FAXAFLÓI: Alls veidd-
ust 29 hrefnur við Ísland í
sumar og voru allar skotnar
í Faxaflóa. Aðeins einn bát-
ur, Hrafnreyður KÓ, stund-
aði veiðarnar að þessu sinni.
Gunnar Bergmann Jóns-
son talsmaður hrefnuveiði-
manna segir í samtali við
sjávarútvegsblaðið Fisk-
fréttir að menn hefðu vilj-
að veiða 35 til 40 dýr í sum-
ar. Verkfall dýralækna fyrri
hluta sumars hafi hins vegar
hamlað veiðum og því hafi
minna orðið úr vertíðinni
en vonir stóðu til. Mark-
aður fyrir hrefnukjöt er tal-
inn ágætur og fara um 65%
af því til veitingahúsa en
hitt í verslanir. Í fyrravetur
varð skortur á hrefnukjöti í
landinu og var þá brugðið á
það ráð að flytja það inn frá
Noregi. Komi slíkur skortur
upp í vetur þá segir Gunn-
ar að menn séu tilbúnir að
gera slíkar ráðstafanir aftur
á vetri komanda.
–mþh
Félagið Gullberi ehf. á og rekur
tvær aðskildar hitaveitur í Lund-
arreykadal í Borgarfirði, en hlut-
hafar félagsins eru ábúendur jarða
í dalnum. Framdalurinn fær vatn
úr borholu á Englandi. Vatn í neðri
hluta veitunnar kemur hins vegar
úr borholu í landi Snartarstaða og
er dælt um alla sveitina. Nú hefur
verið ákveðið að endurnýja hluta af
tveimur leggjum í veitunni. Annars
vegar frá Lundi II að Oddsstöðum
en hins vegar frá Snartarstöðum að
Kistufelli. Samtals er þetta um átta
kílómetra kafli og verður unnið að
framkvæmdum þegar veður leyfir í
haust. Gamla lögnin er úr plasti og
var farin að gefa sig enda er plastið
ekki framleitt til að þola meira en 20
ára endingartíma, sérstaklega ekki
þegar saman fer mikill þrýstingur
og heitt vatn, en vatnið frá Snartar-
stöðum er um 99 gráðu heitt í bor-
holunni. Nú verður lögnin lögð í
einangraða stállögn. Umsjón með
verkinu hafa feðgarnir Árni Ingv-
arsson og Þorvaldur Árnason sem
reka Búhag ehf. á Skarði.
Guðmundur Þorsteinsson er for-
maður stjórnar Gullbera ehf. Að-
spurður segir hann að kostnaður við
verkið sé áætlaður um 40 milljón-
ir króna auk virðisaukaskatts. „Við
fjármögnum þetta að hluta með
eigið fé, en það sem upp á vantar
fáum við að láni hjá Arion banka
í Borgarnesi, sem hefur sýnt sér-
staka lipurð í samskiptum og veitt
ágæta þjónustu,“ segir Guðmund-
ur. Hann segir óhjákvæmilegt að
hækka afnotagjald verulega af veit-
unni, en samt sé verðið hagstætt
miðað við sambærilegar hitaveit-
ur. Gullberi ehf. er félag sem auk
hitaveitunnar á jörðina Gullbera-
staði og nýtur laxveiðihlunninda úr
Grímsá. Sú eign hefur gert vatns-
veituna í Lundarreykjadal hagstæð-
ari íbúum dalsins en gerist og geng-
ur.
mm
Endurnýja hitaveitu í Lundarreykjadal
Frá því Fjöliðjan í Borgarnesi var
stofnsett um aldamótin síðustu
hefur starfsemin verið til húsa í
gömlu slökkvistöðinni við Kveld-
úlfsgötu 2b. Nú hefur Borgar-
byggð hins vegar selt það húsnæði
og til stendur að Fjöliðjan verði
flutt út í Brákarey, í húsnæði sem
áður hýsti kjötvinnsluna í Borgar-
nesi.
Að sögn Helga Guðmundsson-
ar, verkstjóra Fjöliðjunnar í Borg-
arnesi, hefur þegar verið hafist
handa við að lagfæra húsnæðið og
áætlað er að Fjöliðjan verði flutt
inn 1. desember næstkomandi.
„Það fer reyndar eftir því hvern-
ig gengur að lagfæra húsnæðið en
það hefur verið miðað við að við
verðum flutt inn um mánaðamót-
in nóvember-desember. Það gæti
auðvitað breyst, þessi dagsetning
er fyrst og fremst gefin upp til við-
miðunar,“ segir Helgi.
Alls starfa um 15 manns hjá
Fjöliðjunni og munu báðar deildir
hennar flytja alla starfsemi sína út
í Brákarey. „Hæfingin verður þar
sem matsalur kjötvinnslunnar var
áður og nú síðast morgunkorns-
framleiðsla. Umbúðamóttakan og
afgreiðsla því viðkomandi verður
þar sem áleggspökkunin var,“ seg-
ir hann. „Við flytjum þarna í hús-
næði sem er rúmbetra en það sem
við vorum í áður og þjónar okkar
starfsemi betur,“ bætir Helgi við.
kgk
Horft yfir Snartarstaði í Lundarreykjadal. Ljósm. Mats.
Fjöliðjan í Borgarnesi verður flutt í Brákarey
Ölver Þráinn Bjarnason og Guðmundur Ingi Einarsson að störfum í Fjöliðjunni í
Borgarnesi.