Skessuhorn


Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2015 13 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2015 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 15. október Föstudaginn 16. október Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 01 5 Arnór Ísfjörð Guðmundsson hefur stofnað fyrirtækið AIG stál í Ólafs- vík. Enn sem komið er starfar hann einn við fyrirtækið og segir meira en nóg að gera og sjái nú fram á að þurfa að ráða mann með sér. Arnór starfar einnig sem leiðsögumaður í laxveiði á sumrin. Hann er að upp- lagi sjómaður en lenti í slysi og varð að hætta á sjó og í framhaldi þess að finna sér annað að gera. „Ég fór að fikta við stálsmíðar en fór samt á síldveiðar eftir slysið. Ég byrjaði á að smíða síldarhristara á smábátinn sem ég var með og annan útbúnað til að létta störfin um borð í bátn- um. Síðan fór þetta að vinda upp á sig. Svo þegar makrílinn kom setti ég upp búnað í þrjá báta. Eftir það fór ég að vinna í Ægi sjávarfangi og var að smíða þar samhliða öðrum störfum.“ Arnór segir að þegar hann var í Ægi sjávarfangi hafi hann lært mikið af Ásgeiri Valdimarssyni sem er vél- stjóri þar og fór þá að smíða flókn- ari hluti. „Ég á því Ásgeiri mikið að þakka. Eftir áramót 2015 fór ég að spá í að opna lítið smíðafyrirtæki og fór síðan að kaupa mér tæki. Ég hætti alfarið starfi mínu í Ægi í vor og fór að smíða ásamt því að sinna leiðsögn í laxveiðinni.“ Arnór segist vera með aðstöðu í skúr hjá tengda- foreldrum sínum en sé að leita að hentugu húsnæði. Það hafi hins veg- ar gengið fremur illa. Kvíðir ekki verkefnaskorti „Ég er fjarnámi í stálmíði með þess- ari vinnu en ég hef haft meira en nóg að gera. Ég hef meðal annars verið að gera skilti fyrir veiðistaði og sinna ýmissi sérsmíði.“ Þegar frétta- ritara bar að garði var Arnór að end- urnýja pall á bryggjubíl. „Ég tek að mér allskonar verkefni. Einnig hef ég unnið mikið fyrir fiskeldisstöðvar og veiðifélög á Suðurlandi.“ Arnór segist ekki kvíða verkendaskorti og sé með stórt verkefni í undirbúningi sem hann ráði ekki einn við og þurfi því að bæta manni við. Hann segir að það sé nóg að gera hjá öllum iðn- aðarmönnum í Snæfellsbæ. „AIG stál sinnir eingöngu smíði og er ég ekki að taka að mér upp- tekt véla, skipta um startara eða þess háttar. „Það eru önnur fyrirtæki sem sjá um það,“ segir Arnór að lokum og heldur áfram við vinnu sína við bryggjubílinn. af Fyrirtækið AIG stál stofnað í Ólafsvík Arnór við vinnu sína í skúrnum. Hann leitar nú að hentugra húsnæði. Pallur smíðaður á bryggjubílinn. Dag ur í lífi... Nafn: Emma Rakel Björnsdóttir. Fjölskylduhagir/bú- seta: Ég bý ein í íbúð á Akranesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Starfsmaður í Fjöliðj- unni. Áhugamál: Það er svo margt, til dæmis sund, að hjóla, að vera í tölv- unni og að vera með vinum mínum. Miðvikudagurinn 30. september 2015. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði ekki fyrr en 11 og það fyrsta sem ég gerði var að fá mér morgunmat. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég fékk mér bara fjör- mjólk í morgunmat. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég mætti klukkan 13 í vinnuna og fór á hjóli. Fyrstu verk í vinnunni: Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að líma á stikur. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég var bara að slappa af hjá mömmu og pabba. Ég fer alltaf til þeirra í hádeginu. Hvað varstu að gera klukkan 14: Þá var ég í kaffi. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti fimm mínútur í fjögur. Við hættum alltaf þá eða aðeins fyrr, ef við höfum verið dugleg. Það síðasta sem ég gerði var að líma, ég var að líma allan þennan dag. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Þá fór ég í Krónuna að versla fyrir mömmu og svo heim til mömmu og pabba. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Kjötfars með brauði. Ég eldaði fyrir mig og Adda bróð- ur minn. Hvernig var kvöldið? Ég fór á boccia æfingu frá kl. 18 til 19. Við vorum að æfa fyrir mót. Svo fór ég til Adda, ég fór í tölvuna og Addi kom aðeins til mín í heimsókn. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan svona eitt. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég kíkti í tölvuna áður en ég fór að sofa. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Það er spurning, ætli það hafi ekki verið boccia æfingin. Ég vann Áslaugu. Eitthvað að lokum? Áfram Þjótur og áfram ÍA! Starfsmanns hjá Fjöliðjunni 21:00 Tónleikar með Ylju og Teiti Magnússyni á RúBen, aðgangseyrir kr. 2.000 15:00 Konurnar okkar – sögusýning vegna kosningaréttar kvenna í 100 ár. Sunna, Rauða krossins. 20:00 Konukvöld Gleym mér ei í Sögumiðstöð MIÐVIKUDAGUR 7.OKTÓBER FIMMTUDAGUR 8.OKTÓBER FÖSTUDAGUR 9.OKTÓBER LAUGARDAGUR 10.OKTÓBER SUNNUDAGUR 11.OKTÓBER MÁNUDAGUR 12.OKTÓBER ÞRIÐJUDAGUR 13.OKTÓBER FIMMTUDAGUR 15.OKTÓBER LAUGARDAGUR 17.OKTÓBER VERIÐ VELKOMIN OG GRUNDARFIRÐI DAGSKRÁ 7.-17. OKT. 2015 GÓÐA SKEMMTUN! CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA SPEGLAR SKORNIR AÐ ÞÍNUM ÓSKUM LED LÝSING - SANDBLÁSUM ispan@ispan.is • ispan.is 30% afsláttur af speglum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.