Skessuhorn - 28.10.2015, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 20158
Einn í tjaldi í
frosti og snjó
BORGARNES: Sitthvað kem-
ur fram í dagbók Lögreglunnar á
Vesturlandi fyrir liðna viku. Lög-
regla hugaði m.a. að tjaldbúa í ein-
mana tjaldi sem var á tjaldstæðinu í
Borgarnesi um helgina. Kom í ljós
að í því bjó bandarískur ferðamað-
ur og að ekkert amaði að honum.
Hann var hinn hressasti og kvaðst
hafa upplifað mun meiri kulda á
hálendinu á ferð sinni um landið
á undanförnum vikum. Hann var
með góðan svefnpoka og bauð lög-
reglan honum góða nótt. Lögregl-
an hefur náð að upplýsa töluvert af
þeim innbrotum sem framin voru í
sumarbústaði í héraðinu að undan-
förnu. Um par var að ræða sem á
tenginu við héraðið en býr á höf-
uðborgarsvæðinu. Fimm umferð-
aróhöpp urðu í umdæmi LVL í vik-
unni, flest tengd vetrarfærð. Ekið
var á hross neðan við Munaðarnes
en hrossin höfðu sloppið út úr girð-
ingu þar skammt frá. Bíllinn, pall-
bifreið, er ónýtur, en ökumaður-
inn slapp lítið meiddur. Þrjú hross
drápust við ákeyrsluna. Ökumað-
ur lenti í vandræðum undir Hafn-
arfjalli vegna hjólbarða sem sprakk
hjá honum. Hann fipaðist við akst-
urinn og bíllinn snerist og rásaði
til á veginum í hálku og krapa. Það
varð síðan til þess að ökumaður sem
kom úr gangstæðri átt beygði yfir á
öfugan vegarhelming og hafnaði
þar utan í bifreið sem kom á móti
honum. Bíllinn sem að hjólbarð-
inn sprakk á slapp hins vegar alveg
og hélt áfram þar til að hann stöðv-
aði til að skipta um dekk. Ökumað-
ur missti stjórn á bifreið sinni móts
við Grjóteyri á sunnudag í hálku
og fór bifreiðin útaf og valt. Öku-
maðurinn hlaut minniháttar áverka
sem gert var að á heilsugæslustöð-
inni í Borgarnesi. Loks voru tveir
ökumenn teknir fyrir akstur undir
áhrifum fíkniefna. -mm
Ellefu sækja um
starf skógræktar-
stjóra
LANDIÐ: Sigríður Júlía Bryn-
leifsdóttir framkvæmdastjóri Vest-
urlandsskóga er meðal ellefu um-
sækjenda um starf skógræktar-
stjóra. Umsóknarfrestur rann út
19. október síðastliðinn og mun nú
valnefnd meta hæfni og hæfi um-
sækjenda ásamt því að skila grein-
argerð til umverfisráðherra sem
skipar í stöðuna til fimm ára. Auk
Sigríðar sóttu um starfið Aðal-
steinn Sigurgeirsson skógfræðing-
ur, Björn Bjarndal Jónsson fram-
kvæmdasjóri, Edda Sigurdís Odds-
dóttir líffræðingur, Guðmund-
ur Guðbergsson Platoon Comm-
ander, Hreinn Óskarsson skóg-
fræðingur, Jón Ágúst Jónsson for-
stöðumaður, Lárus Heiðarsson
skógræktarráðunautur, Loftur Þór
Jónsson lektor, Páll Sigurðsson
Ph.D og skógfræðingur og Þröstur
Eysteinsson sviðsstjóri Þjóðskóg-
anna. –mm
Margir á rjúpu
VESTURLAND: Mikið var um
rjúpnaskyttur í Borgarfirði fyrstu
helgina á veiðitímabilinu, sérstak-
lega á Holtavörðuheiði og Bröttu-
brekku. Þeir veiðimenn sem lög-
reglan hafði afskipti af reyndust
vera með byssuleyfi og veiðikort
og rétt skráðar byssur. Samkvæmt
lögreglu var mikið skotið á rjúpna-
slóðum, en lögregla hafði ekki
upplýsingar um veiði. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns náðu ein-
hverjir veiðimenn nógu í jólamat-
inn, meðan aðrir þurfa að fara aftur
til að ljúka því ætlunarverki. -mm
Senda stuðnings-
yfirlýsingu til
Ísalfólks
GRUNDART: „Trúnaðarráð
starfsmanna Norðuáls styður
starfsmenn og trúnaðarráð Rio
Tinto ÍSAL í báráttu þeirra fyrir
bættum kjörum og í að koma í veg
fyrir félagslegt undirboð á starfs-
svæði Rio Tinto ÍSAL,“ segir í
fréttatilkynningu frá trúnaðarráði
starfsmanna Norðuráls á Grund-
artanga. „Það er er hagur okkar
allra launamanna að standa saman
og verja okkar laun og vinnu með
því að leyfa ekki félagslegt und-
irboð og koma í veg fyrir aukna
verktöku, þar sem yfirleitt er ráð-
ið inn fólk sem eru á verri kjörum
en eru á innan fyrirtækjanna sem
sækja í aukna vertöku og er um
leið aðför að samningsbundn-
um kjörum. Trúnaðarráð starfs-
manna stendur heilshugar á bak-
við starfsmenn Rio Tinto ÍSAL
sem og aðra launamenn sem eru
í kjarabaráttu,“ segir í yfirlýsingu
trúnaðarmannaráðsins.
–mm
Hefja aðaltví-
menning í næstu
viku
BORGARFJ: Borgfirskir bridds-
spilarar öttu kappi í Logalandi að
kveldi 26. október sl. Mæting var
með ágætum en 13 pör mættu til
leiks. Spiluð voru 24 spil. And-
kílingarnir Sveinn Hallgrímsson
á Vatnshömrum og Gylfi Sveins-
son á Hvanneyri léku við hvurn
sinn fingur og komu í mark með
69% skor! Næstir þeim urðu for-
maðurinn, Jón Eyjólfsson á Kópa-
reykjum, og makker hans Baldur
í Múlakoti, en þeir náðu rúmum
64% sem oftast dugar til sigurs.
Aðrir skoruðu minna og sum-
ir jafnvel miklu minna. Í næstu
viku hefst svo aðaltvímenningur
félagsins og verður hann leikinn
á fimm mánudagskvöldum. Spil-
að verður með forgefnum spil-
um. Aðeins nokkur sæti eru laus
og því vissara að mæta tímanlega
til skráningar. Spilamennska hefst
eins og vanalega klukkan 20:00 í
betri stofu Logalands.
–ij
Bjartmar í
Logalandi
BORARFJ: Bjartmar Guðlaugs-
son heldur tónleika í Logalandi í
Reykholtsdal næstkomandi laug-
ardagskvöld. Hann flytur þar öll
sín þekktustu lög og mun ef-
laust detta í sögugírinn svo það
er von á virkilega góðri kvöld-
stund í Logalandi, segir í tilkynn-
ingu. Húsið verður opnað kl. 20
og tónleikarnir hefjast kl. 21 og
standa í u.þ.b. tvær klukkustund-
ir. Aðgangseyrir er 2.500 kr.
–mm
Færri brautskráðir
úr námi
LANDIÐ: Skólaárið 2012-2013
brautskráðust færri nemendur úr
skólum á Íslandi en árið á undan,
bæði á framhalds- og háskólastigi.
Í samantekt Hagstofunnar kemur
fram að brautskráðum háskóla-
nemum fækkaði um 78 (-1,9%)
frá fyrra ári og er þetta annað árið
í röð sem brautskráðum háskóla-
nemum fækkar. Á framhalds-
skólastigi fækkaði brautskráðum
nemendum um 238 frá fyrra ári,
eða um 3,9%.
–mm
Kvenfélagið 19. júní starfar á
Hvanneyri, í Andakíl, Bæjarsveit
og Skorradal. Félagið var stofnað
árið 1938 og hefur unnið ötullega
að mannúðarmálum í héraðinu. Á
þessu ári þegar konur halda upp á
100 ára afmæli kosningaréttar á Ís-
landi hefur starf kvenfélagsins ver-
ið með miklum blóma. „Það sem
einna merkilegast er á vettvangi
félagsins að margar ungar konur
gengu til liðs við okkur á þessu ári.
Ellefu ungar og kraftmiklar kon-
ur óskuðu eftir að fá að leggja fé-
laginu lið í starfinu og er fjölgun-
in um 25% í félaginu. Við sem fyrir
vorum erum mjög ánægðar með að
fá liðsauka. Starfið verður öflugra
og margar hendur vinna létt verk,“
segir Rósa Marinósdóttir, formað-
ur 19. júní. mm
„Við erum að fá núna á bilinu 280
og 290 krónur fyrir kílóið af þess-
um væna þorski. Í byrjun októ-
ber var verðið um hundrað krón-
um hærra en það hefur hríðfall-
ið. Ég veit ekki hvað er að ger-
ast. Krónan hefur reyndar verið
að styrkjast í haust, meðal annars
vegna velgengni ferðaþjónustunn-
ar og góðrar gjaldeyrisöflunar þar,
en það skýrir ekki allt. Það hefur
verið sagt að góðar gæftir og afla-
bröð norðanlands valdi þessu. Það
getur verið en þar eru þeir ekki að
fá svona stóran fisk. Það eru kaup-
endur hér sunnanlands sem eru að
kaupa þorskinn frá okkur, þeir eru
ekki að versla þetta fyrir norðan,“
segir Eiður Ólafsson skipstjóri og
útgerðarmaður á netabátnum Ísak
AK.
Verðþróunin vonbrigði
Eiður dró ekki dul á að verðþróun-
un á þorski sem hann hefur selt af
báti sínum á fiskmarkaði nú í haust
hefur valdið honum vonbrigðum.
„Maður hélt samkvæmt reynslu
fyrri ára að þessar haustvikur ættu
að vera besti tíminn með góðri eftir-
spurn og ágætum verðum. Skýring-
in væri sú að menn væru að hugsa
um hráefni í jólaþorskinn, svo sem
til söltunar, en það virðist ekki vera.
Á þessum tíma fyrir ári þá vorum
við að fá allavega hundrað krónum
meira fyrir kílóið af þessum þorski
heldur en við fáum í dag.“
Við spurningu um það hvort út-
gerðin sé nú komin að hungur-
mörkum og tímabært sé að hætta
og selja bát, búnað og kvóta svar-
ar hann: „Maður veit aldrei. Það
eru mjög margir einyrkjar að gef-
ast upp á útgerð. Það eru svo litlar
heimildir á þessum bátum. Svona
bátur þyrfti að hafa allavega 140
tonna þorskkvóta á ársgrundvelli
ef vel ætti að vera. Ég er með ein-
hver 70 – 80 tonn. Svo bætast veiði-
gjöldin við allan annan kostnað.
Rekstur á svona bátum er hættur
að standa undir sér. Við þessar að-
stæður er bara sjálfhætt. Við vorum
á makrílveiðum í sumar og það var
afar döpur afkoma á þeim þó veiðin
væri oft góð.“
Vel haldinn þorskur
Eiður rær sjálfur á bát sínum frá
Akranesi. Með honum er ann-
ar Skagamaður, Stefán Þór Þóris-
son. Þegar blaðamaður Skesshorns
hitti þá félaga að máli í síðustu viku
voru þeir að landa dagsafla sínum í
Akraneshöfn. „Það er búið að vera
aðeins kropp en ekki mikið. Eig-
inlega er fiskiríið búið að vera lé-
legt mjög víða hér í Faxaflóa und-
anfarið. Dragnótabátarnir eru til að
mynda ekki að fá neitt. Þeir grenja
alvega svakalega.“
Þeir á Ísak eru sem fyrr var greint
á netaveiðum. „Við höfum verið
hér við Baulurifið svokallaða um
sjö mílur hér suðvestur af Akranesi.
Þetta er bara rétt varla klukkutími
að sigla þangað. Þetta er dagsaflinn
sem við erum að landa núna. Eitt-
hvað um 700 kíló í 55 net sem lágu í
sex trossum. Við erum með átta og
níu tommu riðla sem möskvastærð í
netunum. Mest níu tommu.“
Eiður Ólafsson segir að þorskur-
inn sem nú veiðist sé þó vænn og
vel haldinn. Meðalviktin á þessum
sem við erum að fá núna er um 12
kíló hver fiskur. Þorskurinn er að
éta síli. Það er sjá að eitthvað sé til
af því þó eflaust hafi makríllinn tek-
ið sinn toll af æti á grunnslóðinni
nú í sumar. Við reiknum með að
vera á þessum veiðum fram að jól-
um.“ mþh
Mæðgurnar Nanna Guðjónsdótt-
ir og Hrönn Huld Baldursdótt-
ir standa þessa dagana og vikurnar
fyrir fjársöfnun til hjálpar Guðrúnu
Nönnu Egilsdóttur sem er haldin
taugasjúkdómnum Spinal Muscular
Atropy (SMA). Guðrún Nanna er
dóttir Hrannar og því dótturdótt-
ir Nönnu. Sjúkdómur Nönnu leið-
ir til lömunar. „Það er ekki til nein
meðferð eins og er en við erum að
safna fyrir hana til að verða tilbú-
in til að standa straum af kostnaði
þegar það verður. Líðan Guðrúnar
Nönnu er stöðug eins og er. Hún
gat gengið fram til tíu ára aldurs en
er nú í hjólastól og stundar nám í
Borgarholtsskóla með unnusta sín-
um. Hún er nú 21 árs og hefur ekki
getað gengið í 11 ár.“ Framfarir
eru örar í læknisfræði og rannsókn-
ir standa yfir sem lofa góðu um að
hægt verði að finna lækningu í ná-
inni framtíð.
Fjármunum safna þær mæðgur
með því að selja ýmsa fallega smá-
hluti, svo sem eyrnalokka, hálsmen,
bókmerki og fleira. Þær mæðgur
voru í Bónus í Stykkishólmi á föstu-
daginn og í Búðardal um helgina
þegar Haustfagnaður fór fram í
héraðinu. „Fyrir mánuði vorum
við í Ólafsvík og Grundarfirði og
einnig á Akranesi. Það seldust svo
margar vörur upp að við urðum að
gera hlé og förum því aftur af stað
núna,“ sögðu þær þar sem þær voru
staddar í verluninni Virkinu í Rifi á
Snæfellsnesi á fimmtudaginn þegar
blaðamaður Skessuhorns hitt þær.
Nánari upplýsingar um söfn-
unina má finna á Facebook-síðunni
Styrktarsjóður Guðrúnar Nönnu.
mþh
Selja muni til styrktar ungri
konu með taugasjúkdóm
Þær mæðgur Nanna og Hrönn Huld í versluninni Virkinu í Rifi á Snæfellsnesi.
Fundur var haldinn í kvenfélaginu þriðjudaginn 20. október og við það tilefni var
myndin tekin af nokkrum þeirra kvenna sem á þessu ári gengu í félagið.
Ellefu nýir liðsfélagar í Kvenfélaginu 19. júní
Lélegt þorskverð hjá bátaflotanum
Stefán Þór Þórisson háseti sveiflar
þorski upp í eitt karið sem á að fara á
fiskmarkaðinn á Akranesi. Eiður skip-
stjóri álengdar.
Eiður Ólafsson landar þorskinum.