Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Síða 10

Skessuhorn - 28.10.2015, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 201510 Fyrir ríflega þrjátíu árum var gerð- ur samningur um að Skógrækt rík- isins fengi Hreðavatn í Norðurár- dal til afnota. Skógræktin á jörð- ina Litla-Skarð en innan þessa skil- greinda skógræktarsvæðis eru fleiri jarðir í einkaeigu, en svæðið í heild er kallað Ysta-Tunga og nær nið- ur að Gljúfurá og er mörg hundruð hektarar. Gerður var fjörutíu ára samningur um að Skógræktin nýtti Hreðavatnsland gegn því að það yrði girt af ásamt aðliggjandi jörð- um sem falla einnig undir skógrækt og viðhéldi jafnframt girðingum til að sauðfé kæmist ekki í landið. Við- haldi girðinga hefur hinsvegar ver- ið ábótavant í seinni tíð og því hef- ur sauðfé komist þangað óhindrað og orðið eftir að hausti. Á síðasta ári var gert mat á ástandi girðing- arinnar þar sem fjöldi athugasemda komu fram og er hún engan veg- in talin fjárheld. Bændur sem reka á afrétt Borghreppinga hafa orð- ið fyrir búsifjum af þessum sökum þar sem flest haust verður eftir fé í Ystu-Tungu sem ekki heimtist. „Hreðavatnsland og aðliggjandi jarðir eru í rauninni einskismanns- land eins og staðan er núna og í forsjá ríkisins. Girðingar eru ónýt- ar og ekki er einu sinni smalað öll haust. Þar sem landið er í umsjón skógræktarinnar fellur það utan af- réttar og heimasmalanir eru eng- an veginn sem skyldi. Þetta finnst okkur bændum afleitt ástand. Nú er til dæmis sauðfjárslátrun að ljúka í haust og það er vitað að talsvert af fé gengur þarna ennþá,“ segir Sig- urbergur Pálsson frístundabóndi á Ferjubakka í Borgarhreppi í sam- tali við Skessuhorn. Eigendum og umráðamönnum jarða er skylt samkvæmt lögum að framkvæma smalamennskur sam- kvæmt fjallskilareglugerð. Ef það er hins vegar ekki gert er afréttar- nefnd eða sveitarstjórn viðkomandi svæðis heimilt að láta smala á kostn- að eigenda. Sigurjón Jóhannsson er formaður afréttarnefndar Borg- arbyggðar. Hann tekur undir með Sigurbergi og segir að þarna sé um að ræða 12-15 km langa afréttar- girðingu sem væri í raun að gera meira ógagn en gagn eins og ástand hennar er. „Það eru í rauninni eink- um tveir kostir í stöðunni. Í fyrsta lagið að skógræktin og landeigend- ur komi þessari girðingu í fjárhelt ástand. Hins vegar að tekin verði ákvörðun um að leggja girðinguna af og sveitarfélagið komi að málinu og þetta landssvæði yrði þá hluti af afrétt Borghreppinga.“ Sigurjón segir að skógræktinni hafi ítrekað verið boðin aðstoð við smalamennskur. Sú aðstoð hafi verið þegin í fyrrahaust og 12-14 menn hafi hreinsmalað landið og náð hátt í hundrað kindum. „Núna er hins vegar einn maður í að sækja fé sem sést frá veginum en alvöru smalamennska hefur enn ekki far- ið fram. Það eru ekki viðunandi vinnubrögð enda um fleiri hundr- uð hektarar af kjarrivöxnu landi. Búið átti að vera að smala heima- lönd fyrir fyrstu helgina í október. Skógræktin ber ábyrgð á þeirri smölun fyrir sína hönd og ann- arra landeigenda. „Afréttarnefnd- in mun ekki senda beiðni um að landið verði smalað nema ósk um slíkt berist frá Skógrækt ríkisins enda á hún að taka þátt í kostn- aði við slíkt,“ segir Sigurjón. „Sú beiðni hefur hins vegar ekki enn borist.“ mm Næstkomandi laugardag mun Svæðisgarðurinn Snæfellsnes standa fyrir viðburði í Sjávarsafn- inu í Ólafsvík. Um er að ræða heimamarkað þar sem matvæla- framleiðendur á Snæfellsnesi munu kynna og selja afurðir sínar. „Þetta er stefnumót matvælaframleið- enda á Snæfellsnesi, íbúa og stór- kaupenda á matvælum á Snæfells- nesi, svo sem veitingahúsa. Hægt verður að kaupa mat, borða mat og eiga ánægjulega stund saman,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri svæðisgarðsins í samtali við Skessuhorn. Hún segir að markmiðið með markaðnum sé að varpa ljósi á mat sem framleidd- ur er á Snæfellsnesi og að fá fólk til að tala saman. „Það eru ekki all- ir sem vita að á Snæfellsnesi er til dæmis hægt að kaupa salat og vera áskrifandi af salatkaupum. Hvar og hvernig hægt er að nálgast afurðir beint frá bónda eða beint frá bát. Fólk getur notað þetta tækifæri til að kynna sínar vörur og að kynnast því sem aðrir eru að gera á svæð- inu. Við tökum eitt skref í einu og horfum núna á heimafólk á Snæ- fellsnesi. Við vonumst svo til þess að þetta verði árlegur viðburður sem muni vaxa og dafna,“ bætir hún við. Áherslan öll á matvæli Ragnhildur segir að matvælin á markaðinum þurfi því að hafa tengingu við Snæfellsnes, vera unnin á Snæfellsnesi eða úr hrá- efnum þaðan. „Við vonum að við náum bylgju af stað, enn fleiri framleiðendum og frekari vöru- þróun. Við Snæfellingar erum búnir að vinna ákveðna heima- vinnu, höfum skilgreint náttúru- og menningarverðmæti hér og það er ankerið í þessari vinnu. Við get- um sagt fyrir hvað það stendur að vera af Snæfellsnesi.“ Hún seg- ir þá vinnu hafa staðið í nokkur ár en Svæðisgarðurinn var stofn- aður í apríl 2014 og þá var búið að vinna markvisst undirbúnings- starf í tvö ár, meðal annars með áherslu á matvæli. „Matvælafram- leiðsla er stóriðja okkar Snæfell- inga. Hér verður til dæmis aldrei mengandi stóriðja, það hefur ver- ið undirritað í svæðisskipulagi, því við ætlum að standa vörð um mat- vælaframleiðslu okkar og tryggja gæði. Allt Snæfellsnes er umhverf- isvottað svæði.“ Á heimamarkaði verður áherslan öll á matvælum. Ýmsir aðrir viðburðir sem einnig tengjast mat verða á Snæfellsnesi heimamarkaðshelgina. „Það er til dæmis í gangi samstarfsverkefni svæðisgarðsins og SSV/atvinnu- ráðgjafar við að efla sagnaseið á Snæfellsnesi. Í gangi eru vikuleg- ar vinnusmiðjur fyrir svokallaðar Sögufylgjur. Föstudagskvöldið 30. október hita Sögufylgjur upp fyr- ir heimamarkað með matartengd- um örsögum í Samkomuhúsinu á Arnarstapa. Laugardagskvöldið 31. október, eftir heimamarkað, verður bjúgnahátíð í Langaholti. Fleiri viðburðir og tilboð tengd mat á Snæfellsnesi næstu helgi eru í farvatninu þannig að það er um að gera að fylgjast vel með og all- ir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Matarmerki Snæfellsness kynnt Á markaðinum verða einnig kynntar hugmyndir um endur- opnun Sjávarsafnsins í Ólafsvík og mun svæðisgarðurinn nota tæki- færið og kynna nýtt matarmerki Snæfellsness, sem verður í þrem- ur mismunandi útfærslum. „Það er annað spennandi verkefni. Í raun er þetta sama grafík sem út- færð er á mismunandi hátt. Eitt er merki svæðisgarðsins og það geta allir notað. Svo er gæðamerki sem ætlað er á vöru eða þjónustu sem uppfyllir ákveðnar gæðakröfur og að endingu verðum við með sam- starfsmerki,“ útskýrir Ragnhild- ur. Heimamarkaðurinn verður op- inn frá klukkan 12 - 16 laugardag- inn 31. október. „Nú blásum við í lúðra og ætlum svo að sjá til þess að þetta verði árlegt hjá okkur og vaxi og dafni. Það er frítt inn og allir velkomnir.“ grþ Skessuhorn sagði í vor frá Mennta- búðum, verkefni sem haldið var að forgöngu Hjálms Dórs Hjálmsson- ar, kennara í Heiðarskóla í Hval- fjarðarsveit. Menntabúðir eru hugsaðar sem umræðuvettvang- ur fyrir kennara þar sem þeir geta deilt hugmyndum sínum með öðr- um. Í samtali við Skessuhorn kvaðst Hjálmur vongóður um að Mennta- búðir væru komnar til að vera. Það virðist hafa ræst því síðasta fimmtu- dag voru þær haldnar öðru sinni og þá í Heiðarskóla. Auk kennara úr nokkrum öðrum skólum á Vest- urlandi sóttu búðirnar kennarar úr skólum á höfuðborgarsvæðinu. Þátttaka fór að sögn Hjálms fram úr björtustu vonum, en alls tóku tæplega 60 kennarar þátt síðastlið- inn fimmtudag. Kynning Más Ingólfssonar og Leifs Viðarssonar, kennara úr Valla- skóla á Selfossi, á námsefnisbank- anum, var meðal þess sem fram fór á fimmtudag. Námsefnisbank- inn er gagnabanki ætlaður grunn- skólakennurum og gerir þeim m.a. kleift að deila námsefni sín á milli í stað þess að búa til öll sín verkefni sjálfir. Að kynningu lokinni gátu þátttakendur valið sér umræðuefni í nokkrum hópum, til dæmis um tölvuleikinn Minecraft, sem víða er farið að nota við kennslu í stærð- fræði. kgk Fé rekið til Skarðsréttar. Ljósm. úr safni. Girðingamál í ólagi og Ysta-Tungan ósmöluð Alls tóku tæplega 60 kennarar þátt í Menntabúðum í Heiðarskóla síðastliðinn fimmtudag. Hjálmur Dór er lengst til vinstri í efstu röð. Námsefnisbanki og fleira í Menntabúðum Fjöldi matvælaframleiðanda er á Snæfellsnesi eins og sjá má á þessu korti. Heimamarkaður á Snæfellsnesi um helgina Ragnhildur Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins sem nú stendur fyrir Heimamarkaði í Sjávarsafninu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.