Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 201514
Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóndi á
Kúludalsá við Hvalfjörð hefur sent
forstjóra Umhverfisstofnunar ítar-
legt bréf þar sem hún gerir alvar-
legar athugasemdir við tillögu Um-
hverfisstofnunar um að veita Norð-
uráli á Grundartanga starfsleyfi fyr-
ir aukna framleiðslu um 50 þúsund
tonn á ári. Ragnheiður á og rekur
býlið Kúludalsá þar sem búið er með
hross og rekin ferðaþjónusta ásamt
námskeiðahaldi. Ítrekað hefur sjúk-
dómur komið upp í hrossum á Kúlu-
dalsá sem Ragnheiður telur að rekja
megi til flúormengunar frá álverk-
smiðjunni. Kúludalsá liggur um 4,5
kílómetra vestan við Grundartanga
en á svæðinu eru austanáttir ríkjandi.
„Þegar blæs af austri leggur loft-
mengun frá Grundartanga yfir býl-
ið. Veikindi hrossa á Kúludalsá eru
tíð eftir mengunarslys hjá Norður-
áli 2006,“ segir Ragnheiður í upphafi
bréfs síns til Umhverfisstofnunar.
Athugasemdir Ragnheiðar og
kröfur vegna tillögu Umhverfis-
stofnunar að nýju starfsleyfi fyrir
Norðurál eru einkum eftirfarandi og
fylgir þeim rökstuðningur sem lesa
má í bréfi til stofnunarinnar. Í er-
indi sínu segir hún jafnframt að hefja
þurfi nú þegar rannsóknir á langtíma
áhrifum flúors á íslenskt búfé. Hún
gagnrýnir viðhorf Umhverfisstofn-
unar um að slík þekking sé til stað-
ar og á henni sé unnt að byggja við-
mið um núverandi útsleppi Norð-
uráls á flúori. Ragnheiður mótmæl-
ir harðlega að utanumhald umhverf-
isvöktunar vegna mengunar Norð-
uráls verði áfram í höndum forsvars-
manna iðjuversins. Loks krefst hún
þess að loftborinn flúor og önnur
skaðleg efni séu mæld allan ársins
hring og niðurstöður birtar á raun-
tíma. „Augljóslega er ekki að marka
tölur um flúormengun frá Norður-
áli vegna þess að mælingar fara ein-
ungis fram hálft árið utan þynning-
arsvæða iðjuveranna, þar sem stund-
aður er hefðbundinn búskapur.“ mm
Setja aukinn
kraft í loðnuleit
MIÐIN: Sjávarútvegsráð-
herra hefur ákveðið í sam-
ráði við Hafrannsóknastofnun
að farið verði í annan loðnu-
leiðangur í nóvember til að
freista þess að ná betri mæl-
ingu á loðnustofninum en var
reyndin í hinum hefðbundna
haustleiðangri sem skilaði afar
litlum árangri mælt í ráðgjöf
fyrir vetrarvertíð. Eftir sem
áður er gert ráð fyrir að Haf-
rannsóknastofnun fari í hefð-
undna loðnuleit í janúar og
febrúar. Árangur slíkrar leitar
veltur hins vegar mjög á að-
stæðum og hegðun loðnunn-
ar. Stofnunin hefur aðeins yfir
tveimur skipum að ráða og
veðurfar oft rysjótt á þessum
árstíma sem sett getur strik
í reikninginn. „Mjög mikils
virði í þessu samhengi er að ís-
lenskar útgerðir hafi aflaheim-
ildir í upphafi vertíðar en þá
aukast til muna líkur á því með
fjölda skipa að finna loðnuna
en hegðun hennar hefur verið
býsna óútreiknanleg hin síð-
ari ár,“ segir í tilkynningu frá
ráðuneytinu. –mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
17. - 23. október.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 8 bátar.
Heildarlöndun: 31.028 kg.
Mestur afli: Ísak AK: 14.835
kg í sex löndunum.
Arnarstapi 6 bátar.
Heildarlöndun: 40.246 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs
SH: 12.277 kg í tveimur lönd-
unum.
Grundarfjörður 7 bátar.
Heildarlöndun: 270.928 kg.
Mestur afli: Steinunn SH:
100.842 kg í tveimur löndun-
um.
Ólafsvík 10 bátar.
Heildarlöndun: 65.077 kg.
Mestur afli: Guðmundur
Jensson SH: 16.354 kg í þrem-
ur löndunum.
Rif 12 bátar.
Heildarlöndun: 221.452 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH:
68.284 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 8 bátar.
Heildarlöndun: 57.130 kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson SH: 33.897 kg í fimm
löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Rifsnes SH – RIF:
68.284 kg. 21. október
2. Hringur SH – GRU:
67.484 kg 21. október
3. Steinunn SF – GRU:
66.597 kg. 18. október
4. Grundfirðingur SH –
GRU: 50.697 kg. 20. október
5. Helgi SH – GRU:
44.899 kg. 19. október.
mþh
Nú er vetur skollinn á með hvítri
fönn og tilheyrandi kulda. Fyrir því
fengu tveir erlendir ferðamenn að
finna fyrr í vikunni þegar þeir ætl-
uðu að ferðast til Akureyrar eft-
ir dvöl á Snæfellsnesi. Fóru þeir í
gegnum Dali og ætluðu beina leið
yfir Haukadalsskarð sem var skráð
greiðfært. Þegar ferðamennirnir
voru komnir langleiðina upp á efsta
punkt skarðsins reyndu þeir að spóla
sig í gegnum skafl og misstu þeir
þá bifreiðina út af. Þar sem síma-
sambandslaust er uppi tóku þeir til
þess bragðs að ganga til byggða og
þökkuðu þeir sínum sæla þegar þeir
mættu bændum við Kirkjufellsrétt
eftir um fimm kílómetra göngu en
þeir sömu hjálpuðu til við að kalla
út dráttarbíl frá KM þjónustunni
í Búðardal. Annar ferðamaðurinn
var með auka skófatnað í bílnum og
greip hann með sér þegar þeir hófu
gönguna frá bílnum. Það kom hon-
um vel þegar þurfti að vaða yfir á
en hinn ferðafélaginn þurfti að gera
sér lítið fyrir og vaða ána berfætt-
ur. Það voru því kaldir en þakklátir
ferðamenn sem kvöddu Dali en þeir
sögðust ætla að koma aftur síðar að
sumarlagi til að skoða veginn yfir
Haukadalsskarð. sm
Erlendir ferðamenn lentu í
hrakningum á Haukadalsskarði
Samtökin Umhverfisvaktin við
Hvalfjörð sendi í síðustu viku ít-
arlegar athugasemdir vegna nýs
starfsleyfis fyrir álver Norðuráls á
Grundartanga. Í því leyfi felst að
leyft verði að auka álframleiðsluna
úr 300 þúsund tonnum í 350 þús-
und tonn árlega. Þessu mótmæl-
ir Umhverfisvaktin harðlega og
leggst alfarið gegn stækkuninni.
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð
rökstyður andmæli sín meðal ann-
ars með fullyrðingum um að vökt-
un á mengun frá Norðuráli hafi
ekki verið fullnægjandi. Það sé því
ekki hægt að treysta niðurstöð-
um hennar. Sömuleiðis er því ein-
arðlega mótmælt að Norðurál hafi
áfram umsjón með vöktun, mæl-
ingum og mati á þeim, ásamt út-
gáfu skýrslna vegna eigin mengun-
ar. „Umhverfisvaktin gerir athuga-
semd við það að rekstaraaðili eigi
að ábyrgjast mælingar vegna eigin
mengunar. Það er órökrétt því það
gefur rekstaraðila óeðlilegt svig-
rúm til að höndla með upplýsing-
ar sem hafa afgerandi áhrif á hans
eigin rekstur. Það hlýtur einnig að
teljast ósanngjarnt gagnvart öðr-
um atvinnugreinum á Íslandi sem
búa við mun strangara eftirlit með
starfsemi sinni,“ má meðal annars
lesa í athugasemdum Umhverfis-
vaktarinnar.
Þess er og krafist að mælingar á
loftmengun vegna flúors og ann-
arra eiturefna utan þynningarsvæð-
is álversins á Grundartanga fari
fram með fullnægjandi hætti allan
ársins hring. Flúor í andrúmslofti
mun aðeins vera mældur hálft árið.
Umhverfisvaktin mótmælir jafn-
framt fullyrðingum forsvarsmanna
Norðuráls um skaðleysi framleiðsl-
unnar gagnvart búfé sem röngum.
Annað hafi komið í ljós þó fyrir-
tækið beiti slíkum fullyrðingum til
stuðnings ýmsum kröfum sínum.
Lesa má athugasemdir Umhverf-
isvaktarinnar við Hvalfjörð við ein-
staka liði í tillögu Umhverfisstofn-
unar í heild á vefnum samtakanna
(umhverfisvaktin.is). mþh
Mótmæla harðlega stækkun
álvers á Grundartanga
Hráefni til álframleiðslu skipað á land við Grundartanga fyrr í þessum mánuði.
Bæjarráð Grundarfjarðar mælir
ekki með því að Grundarfjarðar-
bær taki þátt í að kaupa fiskiskip-
ið Haukaberg SH 20. Skipið var
selt ásamt aflaheimildum í sumar til
Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.
Haukaberg mun nú vera til sölu án
aflaheimilda. Sigmar Hrafn Eyjólfs-
son sem var stýrimaður á Hauka-
bergi sendi bréf til Grundarfjarðar-
bæjar í byrjun október þar sem velt
var upp hugmyndum um möguleg
kaup bæjarins á skipinu. „Ég lagði
upp hugmyndir um samstarf þar
sem við myndum síðan veiða þann
byggðakvóta sem Grundarfjörður
fær úthlutað,“ staðfestir Sigmar við
Skessuhorn. „Bæjarráð hafnaði því
að fara í slíkt samstarf á þeim for-
sendum sem ég lagði upp. Það er þá
kannski spurning á hvaða forsend-
um bærinn væri hugsanlega til í að
taka þátt í einhverju svona,“ spyr
Sigmar.
mþh
Haukaberg SH til sölu
Haukaberg SH stóð fyrr í þessum
mánuði upp í slippnum hjá Skipavík í
Stykkishólmi og mun vera til sölu án
aflaheimilda. Skipið var smíðað hjá
Þ&E á Akranesi árið 1974.
Leggst gegn starfsleyfi
fyrir aukinni framleiðslu
Ljósmynd þessi sýnir jaxla í hryssunni
Litlu Glóð IS1997235303 frá Kúludalsá
sem felld var í febrúar 2012, þá 15
vetra.
Hestur frá Ragnheiði sem var veikur í
fyrra þannig að hann átti erfitt með að
standa upp og gat sig varla hreyft.
Meistaraflokkur kvenna í blaki í
Grundarfirði hélt kótilettukvöld
fimmtudagskvöldið 15. október og er
óhætt að segja að þetta árlega tiltæki
hafi fallið vel í kramið hjá Grund-
firðingum því aldrei hefur mæting-
in verið jafn góð. Þarna voru kótil-
ettur í raspi, grænar baunir, rauðkál,
kartöflur, sulta og smjör eins og lög
gera ráð fyrir. Blakdeildin bauð upp
á happdrætti ásamt mjög vel heppn-
uðum skemmtiatriðum og var mikið
hlegið þetta kvöld. Kótilettukvöld-
ið var inni í dagskrá Rökkurdaga en
þeir kláruðust svo á laugardaginn
á fiskisúpukvöldi Northern Wave
film festival, eins og kemur fram á
öðrum stað í blaðinu. tfk
Kótilettukvöld blakkvenna
Matgæðingarnir Hjalti Allan Sverrisson, Lísa Ásgeirsdóttir kona hans á móti
honum og svo Kjartan Sigurjónsson við hliðina á Lísu. Miklir matmenn og þá sér-
staklega Hjalti sem veigraði sér ekki við að stilla sér upp með einni kótilettu.