Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Page 20

Skessuhorn - 28.10.2015, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 201520 Jón Snævarr Guðnason á sér grið- land á jörðinni Vallanesi í Skil- mannahreppi hinum forna innan við Akranes þar sem nú heitir Hval- fjarðarveit. Vallaneslandið sem nú er tilheyrði áður jörðinni Hvíta- nesi en var skipt úr henni árið 1938 og reist nýbýli. Hús þess eru horf- in í dag en í staðinn eru komin frí- stundahús í eigu afkomenda þeirra er eitt sinn byggðu bæði Hvítanes og Vallanes. Jón Snævarr er einn þeirra. Hann er sonur Guðna Þórð- arsonar sem oftast var kenndur við Sunnu. Guðni var fæddur og upp- alinn á Hvítanesi. Þar bjuggu bæði foreldrar hans, föðurafi og –amma ásamt tveimur föðurbræðrum. Þeir feðgar Jón og Guðni voru nánir. „Pabbi leit alltaf á sig sem Akurnes- ing. Kallaði sig alltaf Skagamann. Hvítanes var hans draumaparadís og hingað leitaði hann oft á sinni löngu og viðburðaríku ævi,“ seg- ir Jón Snævarr þegar hann minnist föður síns. Guðni lést í september 2013, þá orðinn níræður að aldri. Jón Snævarr á sér óvenjulega langa og flókna sjúkrasögu; fjölda hjarta- aðgerða, krabbameinsmerðir og ranga lyfjagjöf. Nú hefur svín lagt honum til nýja hjartaloku og miðað við aðstæður er hann furðu hress. Þrátt fyrir fjölda aðgerða hefur Jón sjaldan þurft að vera lengi frá vinnu. Saga hans er dæmi um að fólk eigi aldrei að tapa trúnni á bata, þótt út- litið sé svart. Ræturnar í Borgar- fjarðarsýslu Sjálfur er Jón Snævarr 68 ára að aldri í dag, fæddur 1947. Þrátt fyrir að hann hafi starfað og búið í Reykja- vík alla sína tíð þá lítur hann á sig sem Borgfirðing. Þar liggja ræt- ur hans. „Jón Ingólfsson móðurafi minn var frá Breiðabólstað í Reyk- holtsdal. Þar á föðurleifð sinni bjó hann ásamt Valgerði Erlendsdótt- ur Gunnarssonar bónda á Sturlu- Reykjum. Hjá þeim var ég mörg sumur. Það var ekkert rafmagn og húsakynnin torbær. Rafmagn kom ekki þarna fyrr en 1954. Ég man að það var heljarmikil AGA-kokselda- vél í bænum, bæði stórt og sniðugt fyrirbæri. Í henni var eldur allt árið. Inni í henni var vatnsgeymir og krani framan á. Svo var vaskur við hliðina. Þarna gat amma mín alltaf náð sér í heitt vatn. Eldavélin góða hitaði svo hálfpartinn upp aðra hluta bæjarins. Þetta þótti fimm stjörnu lúxus á þeim tíma.“ Jón Snævarr segir að þarna í Reykholtsdalnum hafi hann átt dásamlega og ógleymanlega æsku sem kúasmali, snúningastrákur og við ýmis önnur störf. „Ég var yfir- leitt kominn í maí og var oft fram í október. Ég fór jafnvel þarna um jólin og tók þá bara rútuna úr Reykjavík. Ég var sá eini minna systkina sem var þarna á Breiða- bólsstað í sveit. Önnur systkini mín voru hins vegar mest í Deildar- tungu en þar bjó móðursystir okkar Unnur Jónsdóttir.“ Frumkvöðullinn Guðni Jón segir að hann hafi ekki haft mjög mikið af Hvítanesi að segja í sínum uppvexti. „Þó var ég hér hjá afa mínum og ömmu í einhverjar vikur eitt sumarið. Ég minnist þess til að mynda þegar afi veiddi lax hér á leirunum beint fyrir neðan Hvíta- nesbæinn. Þar gengur fiskur hjá, bæði upp í Leirá og Laxá. Þá var farið út á fjöru og netin lögð á leir- urnar. Síðan féll að og yfir netin. Svo þegar aftur fjaraði út var farið og vitjað um. Þá voru netin á þurru eða svo gott sem. Laxveiðar í net hér voru svo bannaðar með laga- setningu en jarðirnar sem höfðu áður átt hlunnindi í netalögnum og laxveiðijarðirnar fengu í staðinn hlutdeild af arði laxveiðánna.“ Þegar Jón Snævarr komst á full- orðinsár og hafði lokið mennt- un bæði hér heima á Íslandi og úti í Lundúnum hóf hann brátt störf með Guðna föður sínum. Guðni Þórðarson hafði þá þegar haslað sér völl sem einn af þekktustu og fram- sæknustu blaðamönnum lands- ins. Hann hafði hins vegar söðlað um og fært sig um set yfir í ferða- þjónustuna sem þótti óvanalegt á sjötta áratug síðustu aldar. Þar var hann fyrst fararstjóri Íslendinga í fyrstu sólarlandaferðunum. Árið 1959 stofnaði Guðni svo ferðaskrif- stofuna Sunnu og þá varð ekki aft- ur snúið. Nokkrum árum síðar hóf Jón störf með föður sínum. Feðgarnir unnu vel saman „Við pabbi vorum mjög ólíkir en unnum vel saman. Það kom sér oft ágætlega hvað við vorum ólík- ir. Þarna árið 1967, eða þar um bil, voru nokkrar ferðaskrifstofur á Ís- landi sem enn lifa í minningunni, svo sem Zoega, Ferðaskrifstofa rík- isins og Ferðaskrifstofan Orlof að ógleymdri ferðaskrifstofunni Út- sýn. Engin af þessum ferðaskrif- stofum voru hins vegar í leiguflugi sem tengdist sólarlandaferðum eða neinu svoleiðis. Þar vorum við í Sunnu,“ rifjar Jón upp. Þetta voru viðburðarík ár þar sem oft gekk á ýmsu. Undir stjórn Guðna Þórðar- sonar voru nýjar brautir ruddar í ís- lenskri ferðaþjónustu. Um það allt og líf Guðna sjálfs má lesa í áhuga- verðri ævisögu Guðna Þórðarson- ar sem kom út á bók fyrir nokkr- um árum. Jón Snævarr Guðnason kann að segja margar sögur frá þessum tím- um þar sem menn voru oftar en ekki í hlutverki brautryðjenda. Ís- land var að opnast fyrir umheim- inum á þann hátt að venjulegt fólk var farið að hafa efni á utanlands- ferðum með flugvélum. „Við vor- um kannski að gera svipaða hluti og Simon gamli Spies gerði í Dan- mörku. Við rákum ferðaþjónustu fyrir flest fólk og útveguðum ódýrar flugferðir. Við vorum eiginlega lág- gjaldaflugþjónusta þess tíma. Pabbi og Spies voru góðir vinir. Karlinn kom eitt sinn hingað til Íslands og heimsótti okkur. Ég náði í hann út á Reykjavíkurflugvöll. Hann mætti með þremur fegurðardísum með sér og heimtaði að keyra Bensinn sem ég var á að skrifstofu Sunnu í miðbænum. Spies var með mikla bíladellu og safnaði glæsibifreiðum. Hann hafði aldrei komið hingað til lands fyrr. En hann ók beint þang- að sem Sunna var með skrifstofur sínar í Bankastræti. Hann var með límheila, hafði stúderað kortið og lagt það á minnið áður en akstur- inn hófst. Þegar hann hafði heilsað upp á starfsfólkið lét hann hverja af fylgdarkonum sínum hafa reiðufé í íslenskum krónum sem nam mán- aðarlaunum okkar og sagði þeim að fara neðar í götuna. Þar væri kaffi- hús og þær gætu fengið sér kaffi. Þetta gerði hann með miklum til- þrifum. Við Íslendingarnir fylgd- umst opinmynnt með en þetta var Spies,“ segir Jón og hlær dátt. Ævintýri og sjúkdómar Sunnuævintýrið þar sem Jón Snæv- arr var lengst af skrifstofustjóri ent- ist til haustsins 1979. „Þá lokuðum við. Eftir það vann ég meðal annars við útflutning á fiski. Svo fór ég að vinna hjá ferðaskrifstofunni Atlan- tic en stofnaði síðan ásamt fleirum Ferðaskrifstofuna Sögu. Þar var ég til haustins 1985 að ég réði mig til hraðflutningafyrirtæksins DHL og seldi minn hlut í Sögu. Hjá DHL var ég til loka árs 1992. Þá var ég orðinn hjartasjúklingur án þess þó að gera mér grein fyrir því sjálf- ur. Ég var sendur í hjáveituaðgerð 46 ára gamall. Það er nú ekki gott fyrir hjartasjúkling hvorki að vera í ferðaskrifstofubransanum eða hraðflutningabransanum,“ segir hann kankvís á svip. Nú kemur Jón Snævarr inn á sjúkdómasögu sína sem er nán- ast með ólikindum þegar horft er til baka. Segja má að það sé krafta- verki líkast að hann skuli enn vera ofar foldu nær orðinn sjötugur að aldri. Saga hans kennir að það er alltaf von þegar fólk veikist alvar- lega þó útlitið geti vissulega ver- ið dökkt. Jón byrjar að segja frá: „Ég var alltaf mjög heilsuhraustur þegar ég var ungur. Hjartaveikind- in höfðu sennilega upphaf sitt í því að annað lungað í mér féll saman 1970. Enginn veit út af hverju. Ég fór í skurðaðgerð, lungað lagaðist og þetta greri. Átta mánuðum síðar féll það svo saman aftur. Þá var ég skorinn og helmingurinn af lung- anu fjarlægður. Ég missti þó aldrei úr nema tvær eða þrjár vikur í vinnu þegar ég var í þessum veikindum. Það var svo gaman í vinnunni sem þá var á ferðaskrifstofunni Sunnu.“ Hrikalegar krabba- meinsmeðferðir Jón Snævarr segir að hann hafði grunað að þó læknar segðu að hann ætti að vera búinn að ná sér eins og hægt væri miðað við að hálft annað lungað væri á brott, þá væri hann ekki laus við veikindin. Hann fann alltaf til verkja í brjóstholinu eft- ir þetta. „Ég fór í rannsóknir og haustið 1971 og í ársbyrjun 1972 kemur í ljós að ég er kominn með bullandi krabbamein. Þá var tekið úr mér miltað sem þá hafði bólgnað út og var orðið margfalt að stærð. Þarna var ég rétt 25 ára, tveggja barna faðir og eitt á leiðinni. Á þess- um tíma var svona lagað hálfgerð- ur dauðadómur. Ég var settur í kó- baltgeislameðferð sem var hreint út sagt alger viðbjóður. Það var svaka keyrsla á hana og svo lyfjameðferð á eftir. Það var nú ljóta sullið. Ég stillti því alltaf inn á helgar að fara í lyfjagjafir svo ég gæti verið mættur í vinnu á mánudögum. Í þessu var ég í rúmt ár.“ Þessar meðferðir dugðu ekki til. „Þetta gaus allt saman upp að nýju 1974. Ég var aftur settur í geisla- og lyfjameðferð. Í þeirri lyfjameð- ferð 1975 fékk ég rangt lyf. Ég átti að fá tíu milligrömm af ákveðnu lyfi en var gefið annað sem hét svipuðu nafni. Það varð rugling- ur. Þetta síðarnefnda lyf var ein- ungis gefið mjög fullorðnu fólki sem var á síðustu metrunum og þá aldrei meira en þrjú milligrömm í einum skammti. Þeir dældu tíu milligrömmum í mig og ég var rétt dauður. Ég jafnaði mig þó á þessu þó ég væri á þessum tímapunkti orðinn aðeins 58 kíló að þyngd. Ég hafði lést um 14 kíló á einni helgi og þjáðist af ofþornun. Ég var gersam- lega viðþolslaus af kvölum.“ Þrátt fyrir þetta tókst að stöðva krabba- meinið og það hefur ekki látið á sér kræla síðan. Stíflaðar kransæðar og ónýt hjartaloka Sautján ár liðu án þess að til nýrra alvarlegra tíðinda drægi í sjúkra- sögu Jóns Snævarrs Guðnasonar. En 1993 dundi nýtt áfall fyrir. „Það uppgötvaðist að ég væri með stífl- aðar kransæðar á fjórum stöðum. Læknar röktu þetta til geislameð- ferðanna 1974 og 1975. Þeir töldu að þær hefðu eyðilagt kransæðarn- ar í mér enda gekk ekki lítið á eins og ég sagði áðan. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið níu eða tíu sinnum í hjartaþræðingu síðan 1992. Bara árið 2008 fór ég í þrjár þræðingar og kransæðaútvíkkun á einu ári. Þessar þræðingar hafa aldrei haft nein áhrif á mig nema þá aðeins til hins betra. Ég fór í þá þriðju á Þorláksmessudag og var mættur daginn eftir í jólaveislu hjá dóttur minni. Ég var allt annar maður,“ segir Jón og bregður fyrir kerskni í svip hans. Og þó var ekki sagan öll. Í fyrra biðu hans nýjar áskoranir. „Það kom í ljós fyrir rúmu ári síðan að geislarnir höfðu líka skemmt í mér hjartaloku. Ég var kallaður á fund með helstu hjartasérfræðing- um Landspítalans og sagt að hafa með mér bæði eiginkonu og börn. Ég sagði þá við konuna að nú væri ég sennilega að syngja mitt síðasta. Læknarnir myndu sennilega færa okkur dauðafregn mína. Það var kannski ekki svo fjarri lagi. Sérfræð- ingarnir tilkynntu okkur að hjartað í mér væri í miklu verra ásigkomu- lagi en þeir hefðu gert sér grein fyr- ir. Þeir lýstu því þannig að að væri einfaldlega að krókna inni í mér. Ég mætti búast við því að ef ekkert yrði að gert þá myndi ég deyja inn- an 12 til 18 mánaða. Ég sagði þeim að ég væri ekki hissa, ég væri sjálf- ur búinn að vera að segja þeim að hjartað í mér væri veikara en þeir töldu, þessar fréttir kæmu mér ekki á óvart, ég væri undir þær búinn og tæki þetta ekki nærri mér.“ Jón Snævarr Guðnason á Vallanesi í Skilmannahreppi hinum forna: Á að baki tvær krabbameinsmeðferðir og tíu hjartaaðgerðir Jón Snævarr Guðnason við frístundahús sitt í Vallnesi. Húsið heitir Meyjarhóll eftir örnefni sem er á bak við það. Þar býr huldufólk, segir sagan. Jóhannes Kjarval málaði eitt sinn verk af þessu fólki í Meyjarhóli og gaf Guðna Þórðarsyni föður Jóns. Fyrr í þessum mánuði afhenti Jón Snævarr Byggðasafninu í Görðum á Akranesi gamalt skilti frá ferðaskrifstofunni Sunnu, til varðveislu á safninu. Það var til minningar um það að þessi sögufræga ferðaskrifstofa var sett á stofn af Guðna Þórðarsyni frá Hvítanesi í gamla Skilmannahreppi. Jón Allansson veitti skiltinu viðtöku. Afhendingin fór fram í gamla íbúðarhúsinu í Hvítanesi þar sem Guðni ólst upp og sleit barnsskónum. Ævisaga Guðna Þórðarsonar, föður Jóns, kom út árið 2006.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.