Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 201522 Á Gunnlaugsstöðum í Stafholts- tungum mun senn rísa stórt og mik- ið lausagöngufjós. Framkvæmd- ir eru hafnar og eru það feðgarn- ir Þórður Einarsson og Guðmund- ur Eggert Þórðarson sem standa að þeim. „Við steyptum plötuna í byrj- un vikunnar. Ég held að dagurinn í dag hafi verið sá síðasti sem ekki mátti frjósa,“ segir Guðmundur. „Það hefði orðið bæði súrt og dýrt ef steypan hefði sprungið í frosti,“ bætir hann við og brosir. Nýja fjós- ið verður 1360 fermetrar og mun hýsa um það bil 65 mjólkurkýr, 150 gripi þegar allt er talið. Stefnir því í umtalsverða fjölgun nautgripa á Gunnlaugsstöðum í nánustu fram- tíð. „Núna eru 19 mjólkurkýr og þónokkuð af öðru. Það er búið að safna töluvert af kálfum enda er verið að nánast fjórfalda bústofn- inn,“ segir Þórður. En hvers vegna eru feðgarn- ir að byggja fjós og fjölga gripum? „Gamla fjósið er úrelt. Það er bása- fjós og stenst ekki reglugerðir,“ segir Þórður og bætir því við að með nýju reglugerðinni um aðbún- að dýra séu básafjós úreld með 20 ára aðlögunartíma. 19 ár séu eftir af þeim tíma, en til þess að bænd- ur megi nota slík fjós á þeim tíma verði að gera á þeim gagngerar endurbætur. Að breyta gamla fjós- inu á Gunnlaugsstöðum hefði ein- faldlega ekki svarað kostnaði. Ætlaði að hætta búskap Þórður kveðst hafa lagst yfir mál- in, íhugað sína stöðu vandlega og að lokum komist að þeirri niður- stöðu að best væri að selja jörð- ina og hætta búskap. Þá hafi son- urinn komið til skjalanna. „Ætli það hafi ekki eitthvað gerst þegar hann sá að slotið var komið á sölu. Þá var annað hvort að horfa á eft- ir því eða taka við,“ segir Þórður og Guðmundur tekur undir það. „Það kviknaði einhver neisti innra með mér sem ég vissi ekki af þeg- ar ég sá að jörðin var komin á sölu. Ég stefndi aldrei á búskap frekar en eitthvað annað en ég tímdi ekki að tapa Gunnlaugsstöðum,“ segir Guðmundur og brosir. Fyrst um sinn munu þeir feðg- ar báðir sinna búskap að Gunn- laugsstöðum. „Við verðum sam- an að minnsta kosti næstu tíu árin eða svo,“ segir Guðmundur. „Það verður nóg að gera á næstu árum við ræktun og annað slíkt,“ bæt- ir Þórður við og Guðmundur tek- ur undir það. „Það er verið að ræsa fram núna og stækka túnin um rúma 20 hektara í þessum fyrsta áfanga. Við þurfum að ríflega tvö- falda ræktarlandið til að geta fóðr- að bústofninn í nýja fjósinu. Svo er ég nú með rétt rúmlega hundrað ær,“ segir Þórður og brosir. Hann setti þó engin lömb á þetta haustið en ætlar ekki að hætta að halda sauðfé. „Ég hafði framan af ævinni alls ekkert gaman af kún- um, heldur kindunum. Ég hef vitk- ast með árunum en kem til með að halda í nokkrar rollur,“ segir hann. Guðmundur kveðst hafa deilt þeirri skoðun með föður sínum en það hafi breyst eftir því sem hann nálgaðist tvítugsaldurinn. „Hann er bráðþroska,“ segir Þórður og Undanfarin ár hafa fjölmargir Ís- lendingar flust búferlum til Nor- egs til að setjast þar að til skemmri eða lengri tíma. Miklu fátíðara er að Norðmenn flytji til Íslands. Við Grundarfjörð finnst þó eitt dæmi þessa. Einstæður faðir hef- ur sest að á bænum Vatnabúðum við Grundarfjörð með dóttur sinni á unglingsaldri. Þetta eru þau Jean Charles Jenssen og Aurora Louise Jenssen. Bæði komu til Íslands sem ferðamenn og heilluðust af land- inu. Aurora er þar að auki hesta- stúlka og afar hrifin af íslenska hestinum. Seint í sumar varð því úr að þau feðgin fyndu sér hús á Ís- landi og flyttu hingað búferlum. Nú búa þau að Vatnabúðum. Jean Charles starfar við leigu- miðlun í Noregi en getur sinnt vinnu sinni frá Íslandi í gegnum net og síma. „Meðal annars leigi ég út íbúðir til Íslendinga sem búa í Noregi. Það eru mjög góðir við- skiptavinir. Áreiðanlegt fólk. Ég get hæglega farið til Noregs og verið þar í nokkra daga ef á þarf að halda vegna starfsins. Það er ekki svo langt héðan til Keflavíkur. Hér í Grundarfirði eru tvær fjölskyldur sem Aurora má búa hjá ef ég þarf að fara til Noregs og sinna erind- um.“ Þau feðgin kunna mjög vel við sig í Grundarfirði. „Það hefur gengið mjög vel hér. Okkur líð- ur vel. Fólk hefur tekið afar vel á móti okkur. Ég hef búið á mörg- um stöðum víða um heim og ég hef hvergi annars staðar fundið fyr- ir jafn miklum velvilja fólks í garð aðfluttra. Ég er afskaplega ánægð- ur og glaður yfir því hvað allir hafa tekið okkur vel og sýnt hjálpsemi. Stjórnendur Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga hafa tekið fullt tillit til þess að Aurora er norsk og talar ekki ís- lensku enn sem komið er. Hún fær sérkennslu í íslensku sem er mjög fínt,“ segir Jean Charles. „Mér finnst skólinn fínn. Ég er í níunda bekk. En hann er dá- lítið öðruvísi en skólarnir í Nor- egi,“ skýtur Aurora inn í. Hún seg- ir að nú í haust hafi hún mest tal- að við hina nemendurna á ensku. „En ég er farin að skilja margt í ís- lensku,“ bætir hún við. Aurora hef- ur fest kaup á íslenskum hesti sem hún fann í Grundarfirði. Bæði bjuggu áður í bænum Kongsberg í Noregi en þau hafa líka átt heima í Frakklandi. „Það er nóg pláss hér á Vatnabúðum. Hér er enginn landbúnaður svo það ríkir mikil kyrrð. Stórir gluggar á íbúðarhúsinu snúa mót norðri og út um þá getum við fylgst með norðurljósunum sem sjást vel hér þegar þau dansa yfir Breiðafirðin- um. Það er veðursæld, friður og ró hér en jafnframt stutt að fara til Grundarfjarðar,“ segir Jean Charl- es. Hann hefur hug á að fá sér starf hér á landi. „Ég hef starfað innan ferðaþjónustu í mörg ár, bæði sem kafari og leiðsögumaður, og myndi vilja starfa innan greinarinnar hér. Ég tala mörg tungumál. Það eru sjálfsagt margir möguleikar hér innan ferðaþjónustu. Hingað koma jú mörg skemmtiferðaskip og fjöldi ferðamanna,“ segir Jean Charles Jenssen. mþh Norsku feðginin Jean Charles og Aurora Louis Jenssen kunna vel við sig í Grundarfirði. Fluttu frá Noregi til Íslands Feðgarnir á Gunnlaugsstöðum reisa fjós og fjórfalda bústofninn hlær við. Aðspurður hvernig Þórði lítist á að sonurinn ætli sér með tíð og tíma að taka við búskapnum stend- ur ekki á svörum. „Það sýnir sig nú, ég fer að byggja fjós fyrir hann,“ segir Þórður og brosir. „Þetta er nú fyrst og fremst viðleitni til að standa við þá skoðun mína að það eigi að stunda landbúnað á Ís- landi,“ bætir hann við. Róbótafjós varð niðurstaðan Eftir að Guðmundur kom snar- lega í veg fyrir að faðir hans seldi Gunnlaugsstaði og hætti búskap íhuguðu feðgarnir framtíðina í sameiningu. Þeir heimsóttu bænd- ur sem höfðu breytt sínum fjósum eða reist ný. Niðurstaða þeirra var að byggja fjós með einum róbóta sem annar um 65 mjólkandi kúm. „Okkar trú er sú að einingin sem við erum að reisa sé nógu temmi- lega stór til þess að búið geti borið sig. Ef hún væri minni væri ekkert upp úr þessu að hafa og ef hún væri stærri þyrfti aðkeypt vinnuafl.“ En þrátt fyrir að róbótafjós séu tæknilega þau fullkomnustu sem völ er á eru þau engu að síð- ur ákveðnum annmörkum háð. „Gallinn í þessu er að róbótinn stjórnar svolítið stærðinni. Um 65 mjólkandi kýr er um það bil það sem einn róbóti annar og því hef- ur maður ekki svigrúm til þess að stækka upp í 80 eða 90 til dæm- is. Næsta stærð fyrir ofan er bara tveir róbótar, um 130 mjólkandi kýr,“ segir Þórður. „Við töluðum við fullt af bændum með róbótafjós og engir þeirra vilja skipta aftur, al- veg sama hvað þeir koma úr góðum aðstæðum. Svo munar ekki miklu í verði á einum róbóta og fullkomn- um mjaltabás,“ segir Þórður. „Einn þeirra bænda sem við töluðum við var búinn að prófa þetta allt saman og kunni langbest við róbótann,“ bætir Guðmundur við. Enn fremur er fjósið þannig byggt að hægt verði að stækka það í framtíðinni með mjög litlum til- kostnaði. „Það verður í raun til- búið til stækkunar frá fyrsta degi,“ segir Þórður. „Öðrum róbóta yrði þá bætt við og það rými fjóssins sem nú er ætlað uppeldinu myndi hýsa mjólkurkýr. Þá þyrfti aðeins að byggja yfir uppeldið,“ útskýrir Guðmundur. „Minnst sem við gerum sjálfir“ Feðgarnir áætla að taka nýja fjósið í notkun næsta vor. „Verklokin eru nú alltaf að færast til,“ segir Þórð- ur í léttum dúr. „Upphaflega átti að reisa húsið í nóvember en nú gerum við ráð fyrir að það verði í febrúar. Húsið kemur tilbúið og ef tíðin verður góð tekur bara hálfan mánuð að reisa það. Þá á eftir að innrétta. Ef það gengur vel og vet- ur verður ekki slæmur getum við tekið fjósið í notkun í apríl,“ segja feðgarnir. TSÓ sér um teikningar og hönnun og húsið kemur tilbúið frá Landsstólpa, sem einnig munu sjá um að setja það upp. „SÓ hús- byggingar í Borgarnesi sjá um und- irbygginguna og Rafþjónusta Sig- urdórs á Akranesi sér um rafmagn- ið. Kristján Hallgrímsson sér um vatnið og Baldur Björnsson sá um jarðvinnuna,“ segir Þórður og bæt- ir því við að menn frá Fóðurblönd- unni hafi verið þeim mjög hjálp- legir. Auk þess hafi Rarik brugð- ist við og lagt að Gunnlaugsstöð- um þriggja fasa rafmagn eingöngu framkvæmdarinnar vegna. „Síð- ast en ekki síst hefur Arion banki sýnt verkefninu mikinn skilning. Svo hafa bæði skyldmenni, vinir og nágrannar hjálpað til. Þannig að þú sérð að það er minnst sem við ger- um sjálfir,“ segir Þórður Einarsson að lokum í léttum dúr. kgk Nýja fjósið verður 1360 fermetrar og mun hýsa um 150 gripi þegar allt er talið. Feðgarnir Guðmundur Eggert Þórðarson og Þórður Eggertsson fyrir framan gamla fjósið á Gunnlaugsstöðum sem brátt verður leyst af hólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.