Skessuhorn - 28.10.2015, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 201524
Lítið af afla hefur borist á land
á Arnarstapa á Snæfellsnesi það
sem af er þessu ári samanborið
við fyrri ár. Nú í lok okótber, þeg-
ar aðeins tveir mánuðir eru eftir af
árinu, er búið að landa rétt rúm-
um 1.600 tonnum þar frá áramót-
um. Til samanburðar bárust liðlega
4.200 tonn á land á Arnarstapa árið
2014. Árið 2013 náði þessi tala upp
í 2.790 tonn áður en áramótaflug-
eldar landsmanna hófust til flugs á
gamlárskvöld.
Langvarandi
löndunartregða
Helsta skýringin á minni aflabrögð-
um í ár er að makrílveiðar og –land-
anir á Arnarstapa í sumar voru ekki
svipur hjá sjón samanborið við fyrri
ár. Maímánuður var góður í bol-
fisklöndunum í þessari fögru höfn
og lofaði góðu um framhaldið en
þá var landað 546 tonnum. Lít-
ill bolfiskafli barst hins vegar að
landi það sem eftir lifði sumars og
haustið var sömuleiðis mjög lélegt.
Þar var bæði um að kenna léleg-
um gæftum og tregum afla á hand-
færin á strandveiðunum. Haustið
var einnig lélegt. Enginn afli barst
á land á Arnarstapa nú í október-
mánuði fyrr en í annari viku mán-
aðarins. Síðustu daga hafa hins veg-
ar sex línubátar landað þar. Þannig
hefur meira líf færst í höfnina. Þrá-
látar norðanáttir í Breiðafirði hafa
hrakið bátana suður fyrir Snæfells-
nes þar sem áhafnir þeirra geta lagt
og dregið línuna í skjóli frá nes-
inu. Afli hefur verið þokkalegur en
þorskurinn nokkuð smár. Starfs-
menn Fiskistofu fylgjast með veið-
unum, mæla afla og hefur komið til
skyndilokana vegna of mikils und-
irmálsfisks í afla einstaka báta.
Í fyrsta sinn í tíu ár
Blaðamaður Skessuhorns var á
bryggjunni þegar bátarnir komu
inn til löndunar síðdegis á fimmtu-
dag. Einn þeirra báta sem þá lögð-
ust að bryggju var Brynja SH frá
Ólafsvík. Þeir á Brynju voru mætt-
ir í tímamótalöndun. Á Arnar-
stapa höfðu þeir ekki komið til að
leggja upp afla í ein tíu ár. „Nei,
ég hef alltaf siglt heim til Ólafsvík-
ur og landað þar. Ég er svo vana-
fastur,“ sagði Heiðar Magnússon
skipstjóri og útgerðarmaður glað-
beittur á svip þegar hann stökk í
land. „Við ætlum að prófa þetta
aðeins hérna sunnan megin núna.
Það er spáð norðaustan leiðinda-
veðri norðanmegin við Snæfells-
nesið næstu daga. Hér erum við í
skjóli. Eiginlega hefði maður átt að
drífa sig norður í land núna á þess-
um árstíma og róa frá Skagaströnd-
inni. Maður var bara alltaf að bíða
eftir því að það yrði betra hérna við
Vesturlandið nú í haust en svo skeði
aldrei neitt. Við getum þó svo sem
ekki kvartað, erum búnir að vera
með allt upp í 7,8 tonn af fiski á
48 bjóð núna undanfarið. Þetta er
svona blandaður fiskur. Við höfum
verið í Breiðafirðinum nú í haust.
Mikið í Álnum og á Brotunum sem
kallað er,“ sagði Heiðar í spjalli við
Skessuhorn á meðan hann og áhöfn
hans biðu eftir að komast undir
löndunarkranann.
Ánægðir með nýjan bát
Heiðar festi kaup á nýjum bát fyrr
á þessu ári. Hann leysti af hólmi
eldri Brynu SH sem hafði þjón-
að vel og dyggilega. „Nýi báturinn
er að reynast okkur vel. Við feng-
um hann í maí. Í júlí og ágúst vor-
um við reyndar á makrílveiðum á
gamla bátnum sem nú heitir Brynja
II SH. Það er varla komið í ljós enn
hvernig makrílvertíðin kom út hjá
okkur fjárhagslega. Við eigum eft-
ir að fá greitt fyrir rúm hundrað
tonn af afla sumarsins. Við veidd-
um einnig 40 tonn sem við frystum
í beitu. Það er hægt að selja mak-
rílinn. Spurningin er frekar á hvaða
verði. Við erum að vona að það skili
sér til okkar svona 65 til 70 krónur
fyrir kílóið. Maður er bara sáttur ef
það verður hægt að sleppa frá þess-
ari makrílvertíð á sléttu þannig að
við höfum fyrir launum og kostn-
aði. Hin tvö sumrin sem við vorum
á makrílnum 2014 og 2013 gengu
mjög vel. Þetta jafnar sig út í heild-
ina.“
Heiðar rær við þriðja mann á
Brynju SH. Með honum eru þeir
Kjartan Hallgrímsson og Ágúst
Long sem einnig eru frá Ólafsvík.
Svona bátur skapar allnokkur störf.
„Svo er fólk að beita fyrir okkur í
landi.“ Þeir hafa ekki orðið varir
við lækkanir á fiskverði sem fjallað
er um annars staðar í Skessuhorni
vikunnar. „Við seljum allan okkar
þorsk og ýsu á föstu verði til fisk-
vinnsla sem við höfum samið við.
Þorskurinn fer til Nýfisks í Sand-
gerði en ýsan til Hafgæða í Reykja-
vík. Það er búið að vera þannig í
nokkur ár. Við erum sáttir við það
verð sem við fáum,“ sagði Heiðar
Magnússon og dreif sig aftur um
borð í Brynju SH til að færa bát-
inn undir löndunarkranann á Arn-
arstapa. Það var komið að þeim.
mþh
Landanir glæðast á Arnarstapa
Guðbjartur SH kemur til löndunar. Ásgeir Long háseti á Brynju SH.
Línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH sígur að bryggju þokkalega siginn að aftan með nýdregin bjóð á dekki og fisk í körum.
Heiðar Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður á Brynju SH.
Loksins fóru landanir á þorski að glæðast á Stapanum. Þeim gula er
hér sturtað í kör með ís.
Tveir skipstjórar komnir að landi á Stapanum. Heiðar Magnússon á Brynju
SH og Arnar Laxdal Jóhannsson á Tryggva Eðvarðs SH.
Heiðar Magnússon tekur við körum fullum af þorski úr bát
sínum á bryggjunni.
Arnar Laxdal Jóhannsson hagræðir þorski í körum. Að baki hans er
Björgvin Guðmundsson frá Fiskistofu í Stykkishólmi.
Hásetarnir á Tryggva Eðvarðs notuðu tímann og skrúbbuðu afturendann
á bát sínum meðan þeir biðu eftir löndun.