Skessuhorn - 28.10.2015, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 201532
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.isparketlist@parketlist.is
Fræðslumál í Borgarbyggð
Pennagrein
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri
grunn- og leikskóla sbr. lög um
grunnskóla nr. 91/2008 og lög um
leikskóla nr. 90/2008. Fræðslunefnd
Borgarbyggðar er fagnefnd sem
starfar í umboði sveitarstjórnar og
eru helstu hlutverk hennar að fara
með málefni grunn- og leikskóla eft-
ir því sem lög og reglugerðir kveða
á um og sveitarstjórn kann að fela
henni sbr. 1. mgr. 6. gr. grunnskóla-
laga og 2. mgr. 4. gr. leikskólalaga.
Þegar ég hóf störf í fræðslunefnd
sumarið 2014 kom fljótlega í ljós
að fjárhagsstaða sveitarfélagsins var
mun verri en gert hafið verið ráð
fyrir, fyrir kosningar. Nýir, en löngu
tímabærir kjarasamningar, komu til
og þar sem launakostnaður er stærsti
útgjaldaliður fræðslumála höfðu þær
breytingar veruleg áhrif á stöðuna í
þeim málaflokki.
Betur má ef duga skal
Beiðnir hafa komið fyrir fræðslu-
nefnd varðandi aukin fjárfram-
lög skólaárið 2014-15, t.a.m. varð-
andi tölvukaup, aukinn stuðning við
kennara, sérfræðiþjónustu og úrbæt-
ur við húsakost. Þá hafa kennarar og
skólaráð einnig lýst yfir áhyggjum
af þeirri staðreynd að það fjármagn
sem áætlað hefur verið í búnaðar-
kaup hefur ekki nægt fyrir eðlilegu
viðhaldi eða endurnýjun nauðsyn-
legum tækjum. (121.fundur fræðslu-
nefndar, mál1502076: http://www.
borgarbyggd.is/stjornsysla/funda-
gerdir/fraedslunefnd/nr/18391/)
Skólar í Borgarbyggð starfa eft-
ir aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla
og framhaldsskóla og er eitt af hlut-
verkum aðalnámskrár að samræma
nám og kennslu og tryggja réttindi
allra nemenda til jafnrétti til náms.
Það á einnig við um búnað og að-
stöðu nemenda til náms með það í
forgrunni að skapa viðeigandi náms-
tækifæri. (Menntamálaráðuneytið.
(2011). Aðalnámskrá grunnskóla-al-
mennur hluti. bls 7 og 31).
Það er á ábyrgð sveitarstjórnar að
sjá börnum fyrir viðeigandi sérfræði-
þjónustu sbr. 1. mgr. 40. gr. grunn-
skólalaga og 1. mgr. 21. gr. leikskóla-
laga. Erfitt hefur verið að fullmanna
sérfræðingateymi sérfræðiþjón-
ustu sveitarfélagsins og hefur þá að-
gengið ekki verið með fullnægjandi
hætti. Að mínu mati er æskilegt að
kortleggja sérfræðiþjónustu Borgar-
byggðar í þeirri mynd sem hún er í
dag. Einnig að gera könnun meðal
notenda og þeirra sérfræðinga sem
innan hennar starfa, með það að leið-
arljósi að framkvæmd hennar byggi
á heildarsýn út frá hagsmunum allra
notenda sveitarfélagsins. Miklu máli
skiptir að styrkja þessa þjónustu með
auknum mannafla og fjármunum.
Þá ber að halda því til haga að ráðn-
ir hafa verið tveir talmeinafræðingar
og unnið er að ráðningu sálfræðings.
Er það eitt af starfssviðum fræðslu-
nefndar að sjá til þess að nemendum
og skólum sé tryggður greiður að-
gangur að búnaði, kennsluaðstöðu
og sérfræðiþjónustu og tryggja öll-
um nemendum nám og stuðning við
hæfi.
Að sníða skólastofnunum sveitar-
félagsins svo þröngan stakk að erfitt
sé að halda úti lögbundinni þjónustu
er ástand sem getur ekki og má ekki
vara lengi. Ljóst er að fræðslumálin
eru stór og mikilvægur málaflokkur
og renna um 62% af tekjum sveitar-
félagsins til hans. Því verður ekki hjá
því komist að fara vel ofan í saumana
á rekstri málaflokksins.
Fjárhagsstaða sveitar-
félagsins og aðgerðir
Ef horft er nánar á fjárhagsstöðu
Borgarbyggðar er augljóst að vand-
inn liggur í rekstrinum sjálfum og
ef bæta á úr þá verður annað hvort
að auka tekjur eða minnka útgjöld.
Best væri ef hægt væri að leysa þenn-
an vanda með því að auglýsa sveit-
arfélagið og þau fjölmörgu tækifæri
sem það hefur upp á að bjóða, bíða
þess að fólk flytji hingað og hækka
þar með tekjuhlið sveitarfélagsins.
Staðreyndin er hins vegar sú að það
tekur tíma og að mikið þarf til að
koma, til þess að um slíkan viðsnún-
ing yrði að ræða á tekjuhlið sveitar-
félagsins að eingöngu væri hægt að
treysta á hana. Það er hreinlega ekki
raunhæft. Við verðum því að ein-
beita okkur að báðum þessum liðum
og ekki verður undan þeirri ábyrgð
skorast að horfast í augu við vand-
ann eins og hann liggur fyrir. Sveita-
stjórn er að takast á við vandann.
Það finnst engum eftirsóknarvert að
þurfa að taka sársaukafullar ákvarð-
anir og eru þær ekki teknar af létt-
úð eða í neinum öðrum tilgangi en
þeim að rétta af reksturinn og bæta í
framhaldinu aðbúnað stofnana.
Miklar breytingar hafa verið gerð-
ar á fjárhagsáætlun til að bregðast
við helsta vandanum og hafa marg-
ir þurft að taka á sig skerðingar nú
þegar. T.a.m. voru fasteignaskattar
hækkaðir, gjaldskrár skólanna hækk-
aðar um 10% og um 5% í íþrótta-
mannvirkjum sveitarfélagsins og
opnunartímar
íþróttamann-
virkja skert-
ir. Tekin var
út af áætlun stækkun lóðar við leik-
skólann Klettaborg, húsnæðisvand-
inn á leikskólanum Hnoðrabóli lát-
inn óleystur að sinni og gerðar mikl-
ar breytingar á rekstri Hvanneyrar-
deildar Grunnskóla Borgarfjarðar.
Hætt var við lagfæringar á inngangi
Grunnskóla Borgarfjarðar á Varma-
landi og húsnæði Húsmæðraskól-
ans verið lokað og sett á sölu. Nauð-
synlegum verkefnum til lagfæring-
ar á húsnæði grunnskólans í Borgar-
nesi frestað og einnig að tekin yrðu
inn 12 mánaða börn á alla leikskóla í
Borgarbyggð. Þá hafa komið til upp-
sagnir og hefur fólk þurft að taka á
sig launalækkanir innan stofnana
sveitarfélagsins.
Nú horfum
við fram á við
Borgarbyggð er skólahérað. Hér eru
góðir skólar á öllum skólastigum og
framúrskarandi fagfólk sem starfar
innan þeirra. Það hefur best sýnt sig
í störfum þeirra þann tíma sem sam-
dráttur hefur varað en þá hafa kenn-
arar og annað starfsfólk náð að halda
uppi slíkum gæðum innan skóla-
starfsins sem raun ber vitni.
Kominn er tími til að horfa fram
á við, ákvarða hvað mestu skiptir í
rekstri skólastofnana sveitarfélagsins,
hvernig við viljum verja fjármunum í
rekstri þeirra í fjárhagsáætlun 2016
og í framtíðinni. Það verður að hluta
til gert með mótun nýrrar skóla-
stefnu sem ætlað er að verði tilbúin
vorið 2016 en að þeirri vinnu koma
allir hagsmunaðilar og móta faglega
stefnu skólastarfsins. Ég sem vara-
formaður fræðslunefndar er meðvit-
uð um alvarleika fjárhagsstöðu sveit-
arfélagsins en það er hlutverk mitt
að gera kröfu um að skólarnir okk-
ar, fagfólkið sem þar starfar og börn-
um sveitarfélagsins verði tryggt enn
betra starfsumhverfi og fyrsta flokks
aðstaða til kennslu og náms. Að þeir
fjármunir sem ávinnast í hagræðing-
araðgerðum, sem þegar hefur verið
gripið til eða eru framundan, fari í
það að byggja upp aðstöðu skólanna,
innviði þeirra og þar með það góða
faglega starf sem þar er unnið.
Lilja Björg Ágústsdóttir, grunn-
skólakennari og meistaranemi í lög-
fræði
Höfundur er varaformaður
fræðslunefndar.
Hinn illmælanlegi
fórnarkostnaður
Pennagrein
Einhverjum kann að finnast það
vera að bera í bakkafullan lækinn að
skrifa enn eina greinina um skóla-
mál á Hvanneyri. En ég ætla ekki
að tala um stjórnsýslu sem er úr svo
grárri forneskju að það er helst á
færi sagnfræðinga að skilja hana og
útskýra. Ég ætla ekki að tala um
hvort 30-40 milljóna sparnaður, eða
hvort hann sé yfir höfuð svo mik-
ill, sé næg ástæða til að svipta vax-
andi þéttbýliskjarna sinni öflugustu
grunnstoð eða hvort það geti stuðl-
að að því að LbhÍ fari af staðnum.
Nei mig langar að tala um punkt
sem hefur, að mínu mati, ekki farið
nægilega hátt.
Frá því að lokun eða niðurskurð-
ur tengdur Hvanneyrardeild GBF
barst mér fyrst til eyrna þá hef ég
haft áhyggjur af því að þar myndu
menn kasta frá sér einhverju mun
dýrmætara en nokkur tölfræði,
krónutala eða tilfinning nær yfir.
Það er nefnilega svo að þessi skóli
sem nú er talað um að loka, eða í
það minnsta breyta á dramatískan
hátt, hefur nefnilega ákveðna sér-
stöðu meðal okkar ágætu grunn-
skóla. Þó að ég geti séð það og
skilið, að 30 barna skóli geti verið
kostnaðarsamari per nemanda held-
ur en t.d. 100 barna skóli eða þaðan
af stærri þá getur hann verið mjög
þjóðahagslega hagkvæmur, þó að
þjóðin sem hér um ræðir sé aðeins
eitt sveitarfélag.
Gæði skólastarfsins í Hvanneyr-
ardeild GBF hafa verið mæld, að
svo miklu leyti sem hægt er að mæla
slíkt, og um það er ekki deilt að
þau eru síst minni en annarra skóla
sveitarfélagsins. En gæðin sem ekki
mælast eru þau sem ég held að sé
mest eftirsjá í fari sem horfi. Það
eru nefnilega börnin sem falla nið-
ur um sprungurnar í stærri skólum,
börnin sem ekki þrífast í stórum
bekkjum eða þurfa svo mikla at-
hygli frá kennurum og starfsfólki að
því verður ekki við komið í bekkj-
ardeildum sem telja orðið nemend-
ur í tugum frekar en einingum. Ég
þekki það af persónulegri reynslu og
það sama hafa fleiri sagt, að börnin
þeirra sem ekki þrifust almennilega
í stærri skólum fóru að blómstra hér.
Þar sem hægt var að nálgast þau á
því plani sem
þau þurftu en
sem var ekki endilega sama plan og
jafnaldrar þeirra voru á og hægt var
að veita þeim meiri athygli án þess
að það bitnaði á bekkjarfélögunum.
Þetta er besta dæmið um kosti lítilla
skóla, þar sem samkennsla árganga
er normið.
Það er mín skoðun að við sem
samfélag, hvort heldur það sam-
félag heitir Borgarbyggð, Ísland
eða heimurinn, höfum ekki efni
á að missa krakkana okkar í gegn-
um rifurnar. Það skiptir ekki máli
hvað þau taka sér fyrir hendur þeg-
ar grunnskóla líkur, við viljum að þá
hafi þau aflað sér þeirra tækja sem
til þarf til að marka sér sína braut,
hvert svo sem hún leiðir. Að þau
hafi þann grunn sem þau þarfnist
til að geta orðið það sem þau vilja.
Að þau þurfi ekki á fullorðinsárum,
að fara til að sækja sér þann grunn
sem við ætlumst til að „grunnskóla-
próf“ veiti.
Ég óttast að með þeim róttæku
breytingum sem fyrirhugaðar eru á
skólanum hér á Hvanneyri þá séum
við að auka hættuna á þessu. Með
því er ég ekki að kasta neinni rýrð á
hina grunnskólanna okkar, því hér
er einfaldlega verið að veita nem-
endum þjónustu sem er erfitt eða
ómögulegt að veita þar.
Alveg síðan ég sá hvaða áhrif það
hafði til batnaðar á dóttur mína að
hefja nám hér, þá hefur mér fund-
ist að Hvanneyrardeild GBF væri
vannýtt auðlind. Hér er vel hægt
að taka við aðeins fleiri nemendum
án þess að kostum smæðarinnar sé
fórnað og að það ætti að vera val-
kostur fyrir foreldra sem eiga börn
sem þrífast ekki nægilega vel í stærri
skólum.
Ég vil því að lokum skora á sveit-
arstjórn Borgarbyggðar að hætta
snarlega við áform sín um drama-
tískar breytingar á skólamálum á
Hvanneyri og snúa vörn í sókn og
byggja ofan á það góða starf sem hér
hefur verið unnið og stuðla með því
að áframhaldandi fjölbreyttu gæða
grunnskólastarfi í Borgarbyggð.
Konráð J. Brynjarsson, foreldri og
íbúi á Hvanneyri.
- -
-
-
Daglegar ferðir frá
Akranesi - Reykjavík
Reykjavík - Akranes