Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2015 35 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Leikmenn Snæfells héldu austur á Egilsstaði síðastliðinn föstudag og mættu Hetti í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Snæfelling- ar náðu undirtökunum í upphafi leiks og leiddu framan af fyrri hálf- leik en náðu aldrei afgerandi forystu og Höttur minnkaði muninn í fimm stig undir lok annars leikhluta. Snæ- fell byrjaði síðari hálfleikinn betur en leikmenn Hattar tóku við sér um miðjan þriðja leikhluta og komust að lokum yfir þegar fimm mínút- ur lifðu leiks. Upphófust þá spenn- andi lokamínútur. Þegar aðeins tíu sekúndur voru eftir leiddu heima- menn með einu stigi. Snæfellingar tóku frákast og keyrðu upp í hraða- upphlaup. Boltinn barst til Sher- rod Wright í horninu. Hann lyfti sér upp og setti þriggja stiga körfu í þann mund sem lokaflautan gall og tryggði Snæfellingum þar með sinn fyrsta sigur í deildinni, 60-62. Það var fyrrnefndur Sherrod sem var atkvæðamestur í liði Snæfells. Hann skoraði 22 stig og tók sex frá- köst. Næstur honum kom Austin Bracey með 13 stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar. Snæfellingar mæta Grindvíking- um suður með sjó í næsta deildarleik fimmtudaginn 29. október. kgk Flautukarfa Sherrod tryggði Snæfellingum sinn fyrsta sigur Sherrod Wright tryggði Snæfelli fyrsta sigur liðsins í deildinni með flautukörfu gegn Hetti á Egilsstöðum á föstudaginn. Ljósm. sá. Snæfell sótti Hauka heim í þriðju umferð Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik síðastliðinn mið- vikudag. Haukar byrjuðu betur og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins en eftir það rankaði lið Snæfells við sér og jafnaði metin fyrir lok ann- ars leikhluta. Gestirnir náðu svo yfirhöndinni og komust sex stig- um yfir en Hafnfirðingum tókst að minnka muninn í tvö stig áður en flautað var til leikhlés, 32-34. Snæfellskonur mættu mjög ákveðnar til síðari hálfleiks og virt- ust hreinlega skora að vild. Mest höfðu þær ellefu stiga forystu og útlit fyrir að þær ætluðu að gera út um leikinn. Haukar náðu hins veg- ar að minnka muninn með ágæt- um kafla. Með góðum lokaspretti síðustu mínútur leiksins tókst þeim svo að ná forystu og knýja fram fjögurra stiga sigur, 66-62 og fyrsta tap Snæfells í deildinni stað- reynd. Litlu munaði að ræsa þyrfti út þrennuvaktina vegna stórleiks Denise Palmer. Hún lauk leik með með 26 stig, tólf fráköst og átti sjö stoðsendingar. Næst tekur lið Snæfells á móti Keflavík í Stykkishólmi laugardag- inn 31. október næstkomandi. kgk Fyrsta tap Íslandsmeistaranna Denise Palmer átti stórleik gegn Haukum en það dugði ekki til og fyrsta tap Snæfells í deildinni staðreynd. Ljósm. sá. ÍA mætti Hamri í Hveragerði í 1. deild karla í körfuknattleik föstudag- inn 23. október síðastliðinn. Jafnt var á með liðunum framan af en heima- menn í Hamri náðu undirtökunum í upphafi annars leikhluta og leiddu með sex stigum í hálfleik, 51-46. Skagamenn fylgdu Hamarsmönn- um eins og skugginn í byrjun síðari hálfleiks en með góðum spretti undir lok þriðja leikhluta náðu heimamenn að slíta sig frá ÍA. Þeir héldu Skaga- mönnum frá sér í lokaleikhlutanum og unnu að lokum tólf stiga sigur, 98-86. Sean Tate var atkvæðamestur í liði ÍA með 42 stig, fimm stoðsend- ingar og þrjú fráköst. Áskell Jónsson kom næstur honum með 21 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Eigi skal gráta Björn bónda, held- ur safna liði og leita hefnda. Næsti leikur ÍA verður í Powerade-bikarn- um föstudaginn 30. október næst- komandi. Andstæðingurinn er ein- mitt Hamar og aftur verður leik- ið í Hveragerði. Næsti deildarleik- ur liðsins fer svo fram föstudaginn 6. nóvember þegar liðið fær KFÍ í heimsókn. kgk ÍA tapaði í Hveragerði Leikstjórnandinn Sean Tate skoraði 42 stig þegar ÍA tapaði gegn Hamri síðasta föstudag. Ljósm. jho. Sigurður Arnar Sigurðsson for- maður ÍA mætti á æfingu hjá Klif- urfélagi ÍA á laugardaginn síðast- liðinn og afhenti félaginu viður- kenningarskjal fyrir uppbygging- arstarf. Þórður Sævarsson, þjálfari og stofnandi Klifurfélagsins, veitti skjalinu viðtöku ásamt fjárstyrk sem verður notaður til áframhald- andi uppbyggingar hjá félaginu. Sigurður sagði við þetta tilefni að framkvæmdastjórn ÍA fagni því frumkvæði og drifkrafti sem Klif- urfélagið hafi sýnt við að koma sér upp æfingaaðstöðu. Þar ríki hinn sanni íþróttaandi og áhugi, þar sem verkin eru látin tala. „Klifuríþróttin er góð viðbót við þær íþróttagrein- ar sem fyrir eru hjá bandalaginu og það eykur enn á fjölbreytileikann í starfinu okkar,“ sagði Sigurður. Klifurfélag ÍA var upphaflega óformlegt grasrótarfélag. Starf- semin byrjaði í september 2013 þegar Þórður Sævarsson íþrótta- kennari reisti lítinn grjótglímu- vegg í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi og bauð nemendum sín- um og öðrum áhugasömum að æfa þar klifur. Starfsemin hefur und- ið utan um sig og er félagið núna í formlegu ferli til að gerast átj- ánda aðildarfélag ÍA. Nú í haust var klifurveggurinn svo stækkaður til muna til að mæta örri fjölgun iðk- enda. Var sú vinna öll unnin í sjálf- boðastarfi. Boðið er upp á æfingar fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára og fjöldi iðkenda er kominn vel á þriðja tuginn. Félagið er í góðri samvinnu við önnur klifurfélög á landinu. Farið er í æfingabúðir og keppt hefur verið á ýmsum mótum, þar á meðal Íslandsmeistaramótinu þar sem Ástrós Elísabet Ástþórs- dóttir hjá Klifurfélagi ÍA hlaut silf- urverðlaun í samanlagðri mótaröð til íslandsmeistara. Þegar veður og aðstæður leyfa er klifrað línuklifur í klettum Akra- fjalls. Línuklifur innandyra er líka æft reglulega í veggnum hjá Björg- unarfélagi Akraness. Klifurfélag- ið leigir út salinn í kjallara íþrótta- hússins að Vesturgötu fyrir barna- afmæli og rennur ágóðinn af leig- unni til félagsins. -fréttatilkynning Klifurfélag ÍA hlýtur viðurkenningu Skallagrímur fékk lið Ármanns í heimsókn í þriðju umferð 1. deildar karla í körfuknattleik föstudaginn 23. október síðastliðinn. Leikur- inn var í járnum framan af og liðin skiptust á um að leiða þar til annar leikhluti var rétt rúmlega hálfnað- ur. Þá náðu leikmenn Skallagríms góðum spretti og leiddu með 14 stigum þegar flautað var til hálf- leiks, 53-39. Forystuna létu Borg- nesingar aldrei af hendi heldur bættu í og stungu gestina af. Að þriðja leikhluta loknum höfðu þeir skorað 85 stig gegn 62 og lokatöl- ur urðu 124-82, ótrúlegt stigaskor í Fjósinu í Borgarnesi og Skalla- grímur búinn að vinna þrjá fyrstu leiki sína í deildinni í vetur. Þrátt fyrir að hafa látið lítið fyrir sér í fyrsta fjórðungnum lauk J.R. Cadot leik með 32 stig, 15 fráköst, sex stoðsendingar, þrjú varin skot og tvo stolna bolta. Þá skoraði Sig- tryggur A. Björnsson 31 stig, gaf níu stoðsendingar, vann boltann sjö sinnum og tók sex fráköst. Næsti leikur liðsins verður í Powerade-bikarnum föstudaginn 30. október gegn Fjölni. Leikið verður í Borgarnesi. Í næsta deildarleik fara Skalla- grímsmenn hins vegar norður til Akureyrar og mæta Þór föstudag- inn 6. nóvember næstkomandi. kgk J.R. Cadot fór mikinn þegar Skalla- grímur gjörsigraði Ármann síðasta föstudag. Hann skoraði 32 stig og tók 15 fráköst. Ljósm. fengin af facebook-síðu Skallagríms. Skallagrímur flengdi Ármann í Fjósinu Landsliðskonan Sigrún Ámunda- dóttir mun ekki leika fleiri leiki með Skallagrími í 1. deild kvenna í körfuknattleik á yfirstandandi keppnistímabili. Hún hefur sam- ið við Grindvík og mun leika með liðinu í Domino‘s deildinni í vet- ur. Hún lék tvo leiki með Skalla- grími í haust og skoraði í þeim 31,5 stig að meðaltali og tók 8,5 fráköst. Sigrún lék með Norrköping Dolp- hins í Svíþjóð í fyrra og fyrir vetur- inn hugðist hún halda erlendis í at- vinnumennsku á nýjan leik. Gengi það hins vegar ekki eftir var gert ráð fyrir að hún færi í lið í úrvals- deildinni. Frá upphafi lá því fyrir að Sig- rún myndi ekki klára leiktímabil- ið með Skallagrími. Engu að síð- ur er mikill missir af henni og að sama skapi fengur fyrir Suðurnesja- liðið. Í tilkynningu frá körfuknatt- leiksdeild Grindavíkur kemur fram að liðið ætli sér að gera atlögu að öllum þeim titlum sem í boði eru á tímabilinu. Sigrúnu telja þeir enn fremur vera lokapúslið sem vantað hafi í liðið svo þær áætlanir geti tal- ist raunhæfar. kgk Sigrún Ámunda úr Skallagrími í Grindavík Sigrún Ámundadóttir í leik með Skalla- grími gegn KR í haust. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson. Meistaraflokkur Grundarfjarð- ar í körfubolta lék sinn fyrsta leik laugardaginn 17. október þegar liðið tók á móti b-liði Keflavíkur. Heimamenn í Grundarfirði voru með mikla yfirburði í leiknum og gestirnir sáu aldrei til sólar. Það fór svo að Grundfirðingar kláruðu leik- inn 89-35. Svo var næsti leikur hjá strákunum laugardaginn 24. októ- ber þegar þeir heimsóttu b-lið KFÍ en leikurinn fór fram í íþróttahúsi Bolungarvíkur. Þar voru heima- menn sterkari aðilinn og unnu fimm stiga sigur 62-57 og þar með var fyrsta tap Grundfirðinga stað- reynd. Þeir eiga svo heimaleik þann 1. nóvember gegn fyrstu deildar liði Breiðabliks í bikarkeppni KKÍ. tfk Grundarfjörður byrjar með sigri og tapi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.