Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Myrkrinu eytt með ljósi Síðastliðið föstudagskvöld setti að manni óhug. Um öldur ljósvakans og á Internetinu fóru að berast fregnir af að verið væri að fremja voðaverk í París; menningar- og heimsborginni sjálfri. Fyrstu fregnir um manntjón voru óljósar en fljótlega kom í ljós að hryðjuverk þessi voru þaulskipulögð og víða um borgina. Miklu umfangsmeiri en hryðjuverkaárásin í janúar þar sem fjölmiðill var skotspónn og árásinni beint gegn tjáningarfrelsinu. Að heimsbyggðinni setti strax óhug og fljótlega varð ljóst að á annað hundrað saklausra borgara lá í valnum og hundruðir voru slasaðir. Þá féllu að því er virðist flestir árásarmennirnir, en einhverjir sem árásunum tengjast komust undan. Vafalaust verður lögregla ytra lengi að komast til botns í hverjir ná- kvæmlega skipulögðu árásirnar. Fljótlega bárust þó spjótin að öfgasamtök- um ISIS, hryðjuverkasamtökunum sem sífellt láta meira til sín taka og eru jafnframt ástæða gríðarlegs fólksflótta undanfarna mánuði. Þar sem sak- lausir borgarar flýja heimalönd sín undan ógnarstjórn og drápsfýkn geð- veikra öfgahópa. Þessi ofbeldisfulla árás á föstudaginn hefur lítið með trú eða þjóðerni að gera. Hún er sprottin úr ranni hópa öfgafólks sem sífellt eru að skapa meiri ógn í fyrirfram ákveðnum tilgangi. Hér er á ferðinni mannfjandsam- leg hugmyndafræði sem hefur það höfuðmarkmið að skapa ógn í frjálsum samfélögum. Í næsta nágrenni okkar er helst hægt að líkja þessu við hatr- ið sem birtist í fjöldamorðunum í Útey í Noregi sumarið 2011, en munur- inn sá að þá var einn einstaklingur á ferð. Nú eru fjölmennir hópar hryðju- verkamanna á ferð og baráttan gegn þeim þrautin þyngri fyrir löggæslufólk um allan heim, enda hafa þessir hópar hreiðrað um sig víða. Það jákvæða við þessa ógn er engu að síður að allt venjulegt fólk sér öfgarnar og gagns- leysið við mannfórnir sem þessar. Heimsbyggðin þarf að svara þessu með þeim aðferðum sem hryðjuverkamennirnir vonast til að ekki verði, að við eflum hið opna, frjálsa samfélag með mannúð að vopni. Í góðu orðatiltæki segir einhvern veginn á þá leið að hatrið sé best burt hrakið með ást, líkt og myrkið er svælt út með ljósi. Nú er hins vegar hættan sú að landamæri lokist og frjáls för fólks verði ekki sem fyrr. Vissulega urðum við vör við gríðarlega aukna öryggisgæslu í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana 11. september 2001 og áfram eru við líði öryggisráðstafanir við landamæri og á flugvöllum sem beinlínis er af- leiðing af þeim. Engar líkur eru á að slakað verði á þeim ráðstöfunum og megum við búast við enn hertara eftirliti og strangari gæslu hvar sem far- ið verður um heiminn. Það er ætlun ISIS samtakanna að auka á sundrung milli þjóða. Tilgang- urinn er fyrstur og síðastur að stofna íslamskt öfgaríki. Til að svo megi verða ætla samtökin að egna saman kristnum gildum og öðrum trúskoðun- um gegn íslamstrú, því sundrung er þeirra besta vopn til að ná markmiðum sínum. Nú reynir því á vestræn stjórnvöld að þau standi í lappirnar og beini ekki spjótum sínum að flóttafólki sem ekkert hefur til saka unnið annað en flýja hina sömu ógn heima fyrir. Vestræn stjórnvöld verða að herða róður- inn í leit að öfgahópum sem munu halda áfram að myrða saklausa borgara hvar sem þeir geta og með öllum þeim vopnum sem þeir komast yfir. Stór- veldin verða þar að snúa bökum saman því öðruvísi vinnst ekki sú barátta. En áhrifa árásanna á föstudaginn mun gæta á næstu vikum og misserum út um allan heim. Ég spái því að við munum upplifa samdrátt í för fólks milli landa og gríðarlega hertar öryggisráðstafanir hvar sem borið verð- ur niður. Nú reynir því á mannkærleika sem aldrei fyrr. Við megum ekki dæma hópa fólks út frá uppruna, trú eða lífsskoðunum. Það ríður á að halda sönsum og beita kærleikanum sem vopninu gegn þessum illu öflum, ógn 21. aldarinnar. Myrkrið verður nefnilega ekki borið út með öðru en ljósi. Magnús Magnússon Nokkrar framkvæmdir standa nú yfir í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Bæði er unnið að vegabótum og end- urnýjun á hitaveitulögnum í daln- um. Þessa dagana er verið að endur- nýja vegræsi í fremri hluta dalsins að sunnanverðu til undirbúnings þess að vegurinn verði klæddur bundnu slitlagi alla leið fram að Brautar- tungu næsta sumar. Síðan er hita- veitufélag Lunddælinga, Gullberi, að endurnýja lagnir. Jóhann Páll Þorkelsson frá Snart- arstöðum og Þorvaldur Ingi Árna- son frá Skarði störfuðu við hita- veitulögnina hjá Lundi þegar blaða- mann Skessuhorns bar að garði á föstudaginn. „Við erum að endur- nýja gamla hitaveitulögn. Þetta eru átta kílómetrar í heildina. Borhol- an er á Snartarstöðum. Við endur- nýjum héðan frá Grímsánni og upp að þjóðveginum að norðanverðu og svo áfram frá Lundi II og fram að Oddsstöðum. Síðan frá Snartarstöð- um út að Kistufelli hinum megin,“ sögðu þeir félagar. Verkið hófst fyrir um mánuði síðan, það er um miðjan október. „Þessu á að ljúka sem fyrst. Það kemur bara í ljós hvað næst að gera mikið fyrir veturinn. Það fer mikið eftir veðri hvað hægt er að vinna við þetta. Það verður sjálfsagt eitthvað eftir í vor. Búhagur ehf. er með lögnina og B. Björnsson í Múlakoti sér um gröftinn. Við erum ágætlega sett hér í Lundarreykjadal og erum með eigið hitaveitufélag fyrir dalinn sem heitir Gullberi. Við erum blessunarlega lausir við Orkuveitu Reykjavíkur,“ sögðu þeir kumpánar og brostu þar sem þeir stóðu í hitaveituskurðinum önnum kafnir við að leggja nýju lögnina. mþh Framkvæmdir í Lundarreykjadal Unnið við að endurnýja vegaræsi sunnanvert í Lundarreykjadal steinsnar utan við Brautartungu. Þeir félagar Jóhann Páll Þorkelsson frá Snartarstöðum og Þorvaldur Ingi Árnason frá Skarði við hitaveitulögnina góðu sem þeir eru nú að endurnýja í sinni heimasveit. Flokkstjórnarfundur Samfylkingar- innar fór fram í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi síðastliðinn laugardag. Fundurinn var vel sótt- ur en þar var rætt sérstaklega um vinnumarkaðinn og sköpun verð- mætra starfa og um þátttöku ungs fólks í stjórnmálum. Á fundinum var sýnt myndband sem sett hefur ver- ið saman um ævi og störf Guðbjart- ar Hannessonar fyrrverandi þing- manns og ráðherra sem lést í síð- asta mánuði, en fundinum var til að minnast Guðbjartar fundinn staður í heimabæ hans. Þá var samþykkt á fundinum tillaga Árna Páls Árna- sonar formanns um að fjölga ungu fólki í efstu sætum framboðslista til næstu alþingiskosninga. „Þar með stígur Samfylkingin skrefinu lengra en aðrir flokkar til að tryggja endur- nýjun og nýliðun fulltrúa í komandi kosningum,“ segir í tilkynningu frá flokksforystunni. Miklar umræður sköpuðust á fundinum um hvernig fjölga mætti fólki á aldrinum 35 ára og yngra í forystusveit flokksins, en tilefnið var tillaga Natans Þórunnar-Kol- beinssonar og fleiri um aldurskvóta í þremur efstu sætum framboðs- lista Samfylkingarinnar. Í umræðum kom fram stuðningur við markmið tillögunnar, þótt deildar meining- ar hafi verið um aðferðina, og var samþykkt að Samfylkingin myndi grípa til sérstakra aðgerða til þess að styðja við framgang ungs fólks og nýrra frambjóðenda fyrir kosningar vorið 2017. mm/ Ljósm. eb. Samfylkingin ætlar að fjölga ungu fólki á framboðslistum Frá pallborði þar sem forysta flokksins sat. Árni Páll Árnason lengst til vinstri. Svipmynd frá fundinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.