Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 19 Vesturbraut 20 • Búðardal • s: 434-1611 • www.km.is BIFVÉLAVIRKI KM þjónustan í Búðardal óskar eftir bifvélavirkja til starfa Nánari upplýsingar veitir Karl í síma 895-6677 SK ES SU H O R N 2 01 5 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 24. nóv. 2015 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Guðmundur G. Hagalín og bandarískar nútíðarbókmenntir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Guðmundur starfaði lengi að uppbyggingu bókasafnsins á Ísafirði. Fjallað verður um það hvernig áhugasvið hans og menningarstefna stjórnvalda settu svip á starfsemina vestra. 1223. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 24. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn • 21. nóvember kl. 10.30. Frjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, • gengið inn frá palli, mánudaginn 23. nóvember kl. 20.00. Björt framtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn • 23. nóvember kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • laugardaginn 21. nóvember kl. 11.00. SK ES SU H O R N 2 01 5 Bæjarstjórnarfundur CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Auglýsing um deiliskipulagstillögu Deiliskipulagstillaga vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi Múlavirkjunar í Eyja- og Miklaholtshreppi Með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps sam- þykkt á fundi sínum þann 13. ágúst 2015 að auglýsa eftir athugasemdum vegna fyrirhugaðra breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir Múlavirkjun sem samþykkt var af sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps þann 6.10.2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.2.2004. Er breytingin gerð í þeim tilgangi að samræma deiliskipulagið og virkjunina eins og hún hefur verið framkvæmd og rekin. Skv. tillögunni er afmörkun skipulagssvæðis óbreytt en stíflan flutt ofar í Straumfjarðará, breytingar eru gerðar á skilmálum mannvirkja s.s. byggingarreitur stöðvarhúss stækkaður og skilmálum um hæð hússins breytt, afl aukið úr 1,9 MW í 3,2 MW í samræmi við þegar orðnar framkvæmdir og uppistöðulón minnkað. Deiliskipulagið tekur ekki til Baulárvallarvatns. Ekki eru fyrirhugaðar neinar verklegar framkvæmdir vegna Múlavirkjunar í tengslum við skipulagsbreytinguna en þess má geta að virkjunin hefur verið rekin með þeim mannvirkjum sem deiliskipulagið nær til frá árinu 2005. Deiliskipulagssvæðið er við upptök Straumfjarðarár við Baulárvallavatn og liggur til suðurs með ánni. Það er tæplega 18 ha á stærð. Deiliskipulagssvæði skipulagstillögunnar er afmarkað með sama hætti og gildandi deiliskipulag og mun nýtt deiliskipulag fella úr gildi það eldra. Nýja deiliskipulagið ber heitið „Múlavirkjun”. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði er í samræmi við Aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps 2008-2020, en svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði í aðalskipulaginu. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og er því unnin umhverfisskýrsla fyrir hana sem er hluti deiliskipulagstillögunnar. Deiliskipulagstillagan þ.e. skipulagsgreinargerð þ.m.t. umhverfisskýrsla og deiliskipulagsuppdráttur dags. 21.06.2015, unnin af Alta ehf. verður til sýnis hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Sæunnargötu 3, efri hæð, Borgarnesi frá 18. nóvember til 30. desember 2015. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast til skipulags- og byggingarfulltrúa að Sæunnargötu 3, efri hæð, Borgarnesi, eigi síðar en 30. desember 2015. Borgarnesi í nóvember 2015 Jökull Helgason Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar SK ES SU H O R N 2 01 5 Hið árlega árgangamót ÍA fór fram laugardaginn 14. nóvember. Þar öttu kappi knattspyrnuhetjur sem eitt sinn æfðu eða léku með fé- laginu en hafa hætt formlegri knatt- spyrnuiðkun. Mótið var einkar vel sótt, en um 200 keppendur voru skráðir til leiks. Fjölmargar knattspyrnuhetjur sönnuðu að þær hafa engu gleymt, fín tilþrif sáust á mótinu og eins og ljósmyndari Skessuhorns orð- aði það hefur keppnisskapið aukist í takt við skerta hreyfigetu. Lið 1975+ hrósaði sigri á ár- gangamótinu í kvennaflokki en í karlaflokki varð lið 1983 árgangsins hlutskarpast. kgk/ Ljósm. jho. Tilþrif og taktar á ár- gangamóti ÍA Boltanum laumað framhjá markverðinum. Fjölmörg fín tilþrif sáust á mótinu. Skot ríður af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.