Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 31 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Króatíski framherjinn Hrvoje To- kic hefur gert eins árs samning við Víking Ólafsvík og mun leika með liðinu í Pepsideild karla næsta sum- ar. Tokic gekk til liðs við Víking á miðju síðasta tímabili, skoraði tólf mörk í aðeins átta leikjum og átti stóran þátt í því að Ólafsvíkurliðið tryggði sér sæti í efstu deild. Fram- herjinn kemur til landsins 1. febrú- ar næstkomandi og hefur undir- búning fyrir komandi keppnistíma- bil með liðsfélögum sínum í Vík- ingi. Allir erlendu leikmannanna sem léku með Víkingi á liðnu sumri hafa nú endurnýjað samninga sína við liðið. Að sögn Jónasar Gests Jónas- sonar, formanns knattspyrnudeildar Víkings, eru forsvarsmenn félagsins að skoða fleiri leikmenn þessa dag- ana til að styrkja sig fyrir átökin í efstu deild á komandi sumri. kgk/af Tokic framlengir við Víking Hrvoje Tokic fagnar marki í leik með Víking síðasta sumar. Ljósm. af. ÍA sótti Breiðablik heim í 1. deild karla í körfuknattleik föstudaginn 13. nóvember. Skagamenn byrjuðu betur og voru betra liðið á vellinum strax frá fyrstu mínútu leiksins en leik- menn Breiðabliks voru aldrei langt undan. Heimamenn tóku góðan sprett undir lok annars leikhluta og þegar hálfleiksflautan gall höfðu þeir minnkað muninn niður í fjögur stig, 31-35. Síðari hálfleikur var keimlík- ur þeim fyrri, Skagamenn höfðu yf- irhöndina en Blikar eltu. Leikmenn ÍA áttu þó svör við öllum aðgerðum Blikanna og sigruðu að lokum með tólf stiga mun, 65-77. Sean Tate var atkvæðamestur í liði ÍA. Hann skoraði 26 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst. Ás- kell Jónsson kom honum næstur með 17 stig og fjögur fráköst. Skagamenn eru eftir sigurinn gegn Blikum í 4. sæti deildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki. Í dag, miðviku- daginn 18. nóvember, mætast svo ÍA og Skallagrímur í Vesturlandsslag 1. deildar karla. Leikið verður í íþrótta- húsinu við Vesturgötu á Akranesi. kgk Skagamenn sigruðu Breiðablik Áskell Jónsson skoraði 17 stig þegar Skagamenn lögðu Blika. Ljósm. jho. Snæfell mætti Íslandsmeisturum KR í Domino‘s deild karla í körfu- knattleik í Vesturbænum síðastliðinn fimmtudag. Heimamenn tóku frum- kvæðið strax í upphafi en það gekk á með skini og skúrum í leik Snæfells. Þeir rauðklæddu héldu í við KR-inga í fyrsta leikhluta en eftir það fór Vest- urbæjarliðið að slíta sig frá gestunum og staðan í hálfleik var 55-32, KR í vil. Leikmenn Snæfells byrjuðu þriðja leikhlutann ágætlega en leikur liðsins í síðari hálfleik var engu að síður ka- flaskiptur, rétt eins og sá fyrri. KR- ingar juku hægt og rólega forskot sitt og unnu að lokum 39 stiga sig- ur, 103-64. Atkvæðamestur hjá Snæfelli var bakvörðurinn Sherrod Wright. Hann skoraði 18 stig og tók átta fráköst. Sigurður Þorvaldsson skoraði 15 stig og tók sex fráköst og Austin Bracey skoraði 11 stig. Eftir leikinn í gær er Snæfell i 10. sæti deildarinnar með fjögur stig eft- ir sex leiki. Í næsta leik tekur liðið á móti Tindastóli, fimmtudaginn 19. nóvember. kgk Snæfell tapaði stórt fyrir KR Stefán Karl Torfason í baráttu við Michael Craion miðherja KR. Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson. Skallagrímur tók á móti Reyni frá Sandgerði í 1. deild karla í körfu- knattleik föstudaginn 13. nóvem- ber síðastliðinn. Heimamenn náðu undirtökunum í leiknum um miðj- an fyrsta fjórðunginn og áttu aðeins eftir að herða tök sín á leiknum eftir það. Þeir leiddu með 25 stigum þeg- ar flautað var til hálfleiks, 57-32 og komnir í sérdeilis þægilega stöðu. Gestirnir áttu aldrei möguleika í síð- ari hálfleik og Skallagrímsmenn juku forskot sitt hægt og sígandi. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn orðinn 47 stig. Lokatölur í Borgar- nesi urðu 106-57, Skallagrími í vil. Bæði Sigtryggur Arnar Björns- son og J.R. Cadot áttu stórleiki fyr- ir Skallagrím á föstudag. Sigtrygg- ur náði fyrstu þrennu 1. deildar karla með 17 stig, tólf fráköst og tíu stoð- sendingar. Cadot skoraði 29 stig og reif niður 19 fráköst. Næst mæta Skallagrímsmenn ná- grönnum sínum í ÍA í Vesturlands- slag 1. deildarinnar. Fer leikurinn fram í kvöld, miðvikudaginn 18. nóvember, í íþróttahúsinu við Vest- urgötu á Akranesi. kgk Skallagrímur reif Reyni upp með rótum J.R. Cadot treður með tilþrifum gegn Reyni síðastliðinn föstudag. Ljósm. facebook-síða Skallagríms. Skallagrímur heimsótti KR í Vest- urbæinn í 1. deild kvenna í körfu- knattleik síðastliðinn laugardag. Liðin fylgdust að framan af leik en leikmenn Skallagríms voru þó ör- lítið sterkari. Erikka Banks, sem ný- verið gekk til liðs við Skallagrím, fór meidd af velli eftir að eins sjö mín- útna leik. Það virtist hins vegar ekki slá Skallagrím út af laginu, því um miðjan annan leikhluta gáfu liðs- félagar hennar aðeins í og náðu að slíta sig frá heimamönnum og leiddu í hálfleik með 44 stigum gegn 30. Þrátt fyrir mikla baráttu KR- inga og nokkrar heiðarlegar tilraun- ir þeirra til að minnka muninn lét Skallagrímur forskot sitt aldrei af hendi. Borgarnesliðið hélt KR-ing- um í skefjum og vann að lokum 14 stiga sigur, 64-78. Kristrún Sigur- jónsdóttir var at- kvæðamest í liði Skallagríms, skor- aði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf fjórar stoðsend- ingar. Skallagrímur situr örugglega í efsta sæti 1. deild- ar með 10 stig eftir fimm leiki. Næst etur liðið kappi við Breiða- blik í Borgarnesi miðvikudaginn 18. nóvember. kgk Skallagrímur sótti sigur í Vesturbæinn Kristrún Sigurjónsdóttir átti stórleik þegar Skallagrímur lagði KR í Vesturbænum. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson. Íslandsmeistarar Snæfells unnu hvorki meira né minna en 57 stiga sigur á Hamri í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik síðastliðinn miðviku- dag. Laugardaginn 14. nóvember síðast- liðinn sótti liðið svo Stjörnuna heim í Garðabæinn. Stjarnan byrjaði betur en Snæfell kom sér inn í leikinn fljótt og örugglega strax í fyrsta leikhluta. Liðin skiptust einu sinni á forystunni áður en Snæfell náði yfirhöndinni í upphafi annars fjórðungs. Snæfell- ingar höfðu mest tólf stiga forskot en misstu það niður í fjögur stig í hálf- leik, 34-39. Gestirnir úr Stykkishólmi léku vel bæði í vörn og sókn í síðari hálfleik og juku muninn á ný í þriðja fjórðungi og héldu forskoti sínu til allt til enda. Lokatölur í leiknum urðu 64-83, Snæfelli í vil. Haiden Palmer fór mikinn í lið- ið Snæfells, skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. Næst henni kom Gunnhildur Gunn- arsdóttir með 13 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Með sigrinum jafnaði Snæfell topplið Hauka með 14 stig en hefur þó leikið einum leik betur. Í næsta leik mætast einmitt þessi tvö lið í sannköll- uðum toppslag í Stykkishólmi sunnu- daginn 29. nóvember. kgk Snæfell gefur ekkert eftir í toppbaráttunni Gunnhildur Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Snæfelli unnu tvo góða sigra í vikunni. Ljósm. eb.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.