Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 201518 Við hornið á Suðurgötu og Skaga- braut á Akranesi stendur stórt og mikið hús. Það er hið glæsilegasta og fengu íbúar þess hvatningarverðlaun frá Akraneskaupstað fyrr á árinu, þegar umhverfisviðurkenningar bæj- arins voru veittar. Verðlaunin hlutu þau vegna endurgerðar á húsinu og lóðinni, sem þykir til fyrirmyndar. Það eru hjónin Bjarney Þ Jóhannes- dóttir og Sigurður V Haraldsson sem eiga húsið við Suðurgötu 126. Húsið er byggt 1935 en hjónin keyptu það fyrir fimm árum og hafa þau gert það upp bæði að innan og utan. Á efri hæðinni búa hjónin, ásamt heim- ilistíkinni Fjólu. Á neðri hæð húss- ins rekur Bjarney fyrirtækið Heils- an mín, þar sem boðið er upp á jóga- og pilatestíma ásamt því að hægt er að fara í einkatíma í bowenmeðferð og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeð- ferð. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn á Suðurgötuna og spjallaði við Bjarneyju. Nóg pláss fyrir alla „Afi hans Sigga, Daníel Friðriks- son byggði þetta hús. Hann var með bifvélaverkstæði á tveimur hæðum fyrstu árin, síðar bara á neðri hæð- inni. Á efri hæðinni hefur svo ver- ið allt mögulegt; líkamsræktar- stöð, prjónaverkstofa fyrir nælon- sokka, trésmíðaverkstæði og leik- flokkurinn var hér um tíma,“ seg- ir Bjarney. Hún segir þó aldrei hafa verið búið áður á efri hæð hússins. „Gömlu hjónin bjuggu alltaf í 50 fermetra íbúð niðri, sem við leigj- um út í dag. En sá sem keypti hús- ið á undan okkur var búinn að stika það niður í tíu herbergi og ætlaði að vera hér með gistiheimili,“ útskýrir hún. Bjarney segir hjónin hafa valið þetta hús vegna fjölskyldusögunnar en einnig út af því að hana vantaði aðstöðu fyrir jógakennsluna og bo- wentímana. „Við byrjuðum á því að laga neðri hæðina. Mesta vinnan þar var í raun að brjóta niður alla þessa veggi sem fyrri eigandi hafði reist. Það var búið að gifsklæða og ein- angra allt húsið þannig að það var hellingur búinn, en samt alveg rosa- lega mikið eftir,“ segir hún. Húsið er feiknarstórt. Bjarney segir það vera um 570 fermetra að stærð, fyrir utan kindakofann sem stendur fyrir aftan. „Það er æðislegt að hafa svona mikið pláss. Það kom sér til dæm- is vel þegar sonur minn flutti til Ís- lands með fjölskylduna, þá gátu þau verið hér um tíma og nóg pláss fyr- ir alla,“ segir Bjarney. Hjónin voru fjóra mánuði að taka húsið í gegn að innan. Sigurður er verktaki og vinn- ur við trésmíðar og er mjög hand- laginn, að sögn Bjarneyjar. „Hann getur og gerir allt, er alveg ótrúleg- ur. En við fengum líka mikla hjálp, frá foreldrum mínum, mömmu og fósturpabba Sigga, Berta bróður mínum, fjölskyldunni og Stebba. Það er ekki sjálfgefið að fá svona góða hjálp.“ Vill grænt svæði í gryfjunni Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem ráðist er í framkvæmdir. Fyrsta hús- ið sem Bjarney og Sigurður tóku í gegn, jafnt að innan sem utan, var Slotið svokallaða sem þau keyptu ásamt elsta bróður Bjarneyjar og mágkonu. „Það hús var alveg í rúst, þannig að við keyptum eignina og tókum hana í gegn. Það var svo leið- inlegt að sjá þetta fallega hús grotna niður. Við hjónin tókum Háteig 14 líka í gegn að innan og þar á undan Melteig 6 - en nú er ég hætt! Mér fannst þetta ofsalega gaman en nú get ég ekki meir, er búin að fá nóg af framkvæmdum,“ segir hún og hlær. Hún segir þau hjónin hafa reynt að halda húsinu við Suðurgötu 126 í upprunalegu horfi. „Svona eins og hægt var. Til dæmis höfum við haldið gluggunum í sömu stærð. Við vildum halda útliti hússins að mestu leyti, út af þessari sérstöku sögu. Hurðin niðri er til dæmis á sama stað og fyrsta innkeyrslan var í húsið. Við héldum líka brekkunni, þar sem keyrt var inn á efri hæðina, hún er undir stiganum úti.“ Útsýnið frá efri hæð hússins er ekki af verri endanum. Vel sést til sjávar og yfir Langasandinn. Bjarney lætur sig dreyma um að Sementsreiturinn fái fljótlega nýtt hlutverk, enda er hún nánast með gryfjuna í bakgarðin- um. Hún hefur ákveðnar hugmynd- ir um það sem hún vildi sjá þar. „Ég myndi vilja að hér yrði gert grænt svæði. Það er ekkert útivistarsvæði í miðbænum og það væri yndislegt ef bærinn myndi gera það hér og tengja það við Langasand. Þarna væri hægt að grilla, spila minigolf og hafa gott útivistarsvæði, það þyrfti ekki einu sinni að taka vegginn,“ segir hún. Er með bowen og jóga Bjarney er sjálf jógakennari og bo- wentæknir að mennt. Fyrir tíu árum lærði hún bowentækni, sem hún segir vera heildræna meðferð sem fær líkamann til að lækna sig sjálf- an. Hún lýsir meðferðinni þann- ig að gerðar séu mjúkar hreyfing- ar á vissa staði líkamans og að ein- staklingurinn á bekknum nái djúpri slökun. „Ég fór til Báru Jósepsdótt- ur í bowentíma og hún hvatti mig til að læra þetta. Ég sé ekki eftir því. Þetta virkar fyrir allt mögulegt, er gott fyrir ungbarnakveisu, ofvirkni, streitu, hné og axlir svo eitthvað sé nefnt.“ Þá kennir Bjarney rope-jóga og hot-jóga, sem hún segir njóta mikilla vinsælda. Sjálf lærði hún eft- ir að hafa prófað að fara í nokkra jógatíma. „Ég hafði verið hjá Ásu Páls í jóga og svo stakk mágkona mín upp á því að við færum saman í þetta nám, sem við gerðum.“ Þetta var árið 2004 og þarna lærði Bjarney svokallað hatha-jóga, sem segja má að sé hefðbundið jóga. „Það var það eina sem var í boði á þessum tíma og þess vegna lærði ég það. Í hatha- jóga er farið í þetta hefðbundna, svo sem öndun, stöður, teygjur og slökun.“ Tveimur árum síðar bætti Bjarney rope-jóganu við, þar sem æfingarnar eru gerðar í bekkjum og böndum. „Þannig nær maður til dæmis að vinna með djúpvöðvana í kviðnum. Hot-jóga er svipað í eðli sínu og venjulegt jóga, að því und- anskildu að salurinn er mjög heitur, ég hita hann upp í 37 til 40 gráður. Í hitanum nær maður dýpra í stöð- urnar og svo svitnar fólk auðvitað meira.“ Hot-jóga vinsælt Bjarney segir töluverða aðsókn vera í jógatímana. „Ég er allavega mjög þakklát fyrir hvað þetta hefur gengið vel. Hot-jóga sérstaklega, það er mjög vinsælt.“ Hún segir jóga nán- ast vera ávanabindandi, enda sé hreyfingin mjög góð fyrir líkamann. „Þetta er líka gott andlega. Þegar ég byrjaði í þessu fann ég mun á mér á allan hátt, bæði andlega og líkam- lega. Sumir geta ekki hætt í þessu, en fólk tekur alveg frí og kemur svo oft- ast aftur. Ég sjálf vinn ekki yfir sum- artímann og er farin að þrá að byrja aftur þegar haustið nálgast.“ Bjarn- ey segir æfingarnar góðar fyrir alla. „Þetta er til dæmis mjög gott fyrir þá sem eru stirðir. Ég var svo stirð þegar ég byrjaði að ég gat ekki náð í stóru tánna á mér,“ segir hún og hlær. „Það eru mest konur sem skrá sig en það koma alveg karlar líka og þeir þurfa ekki síður á því að halda. Svo er gott að í þessu er engin samkeppni - þú ert bara að gera þetta fyrir sjálfan þig og engan annan,“ bætir hún við. Hún segir algengt að íþróttafólk þurfi al- mennt að teygja vel en gefi sér oft ekki nægilega góðan tíma til þess. Þá geti jóga hjálpað. „Ég hef verið bæði verið að taka fótboltastrákana úr ÍA í tíma, golf- og sundkrakkana. Það eru nokkrir strákar úr fótboltanum sem koma reglulega, þeir finna að teygj- urnar gera þeim gott.“ Á fjóra fótboltasyni Þrátt fyrir að hafa ekki leikið knatt- spyrnu sjálf þekkir Bjarney vel til í fótboltanum. Hún á fjóra syni sem allir hafa gerst atvinnumenn í knatt- spyrnu og spilað með íslenska lands- liðinu. Elstu synir hennar; Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjóns- synir eru allir komnir heim aftur úr atvinnumennskunni en sá yngsti, Björn Bergmann Sigurðarson, spilar nú með Wolverhamton á Englandi. Hún segir að það hafi verið erfitt að horfa á eftir þeim til útlanda í at- vinnumennsku. „Það var sérstaklega erfitt þegar þeir voru allir í burtu. Svo þegar barnabörnin eru komin þá er enn erfiðara að þeir búi úti. Einu sinni voru þeir þrír í Belgíu í einu, það auðveldaði aðeins að heimsækja þá. Ég fór frekar minna út frekar en hitt, þegar allir voru á sitthvorum staðnum. Mér finnst alveg dásamlegt að þrír eru komnir aftur heim,“ segir hún brosandi. Barnabörn Bjarneyjar eru orðin tíu talsins og hefur fótboltabakterían smitast í þau. „Af barnabörnunum hafa allar stelpurnar farið í boltann og allir strákarnir nema einn. Svo veit maður ekki með þann yngsta, hann er ekki farinn af stað enn þá.“ Þá eru þrjár af tengdadætrum Bjar- neyjar fótboltastelpur, þannig að það má með sanni segja að þetta sé sann- kölluð fótboltafjölskylda. „Um tíma var lífið bara fótbolti. Mamma he- fur haft þá hefð að bjóða okkur öl- lum í mat einu sinni í viku og hér einu sinni var bara talað um fótbolta út í gegn, en það hefur lagast,“ segir Bjarney Jóhannesdóttir að endingu. grþ Gerðu gamalt bifreiðaverkstæði að fallegu húsi Rætt við Bjarneyju Jóhannesdóttur á Akranesi um húsið, jógakennslu og sitthvað fleira Bjarney með heimilishundinn Fjólu. Unnið við endurgerð hússins að utan. Húsið við Suðurgötu 126 hefur tekið miklum breytingum, bæði að innan og utan. Það þurfti að rífa niður nokkra veggi til að hægt væri að gera jógasal á neðri hæðinni, enda hafði fyrri eigandi skipt eigninni upp í fjölda herbergja. Sigurður ásamt tveimur af hjálparhellunum að vinna við húsið. Frá vinstri: Sigurður, Jóhannes og Berti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.