Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 17 Rósa Björk á Grænlandi en þangað fór hún fyrir réttu ári síðan í boði þarlendra ferðaþjónustuaðila. Leikið með strik og stafi Sýning Bjarna Guðmundssonar Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi www.safnahus.is, - 430 7200 Facebook: Safnahús Borgarfjarðar Verið velkomin á opnun sýningarinnar kl. 13.00 laugardaginn 21. nóvember. Hún hefur hlotið heitið „Leikið með strik og stafi“ og þar sýnir Bjarni verk sem hann kallar myndyrðingar. Á opnuninni verður hann með gítarinn og kynnir einnig nýja bók sína Íslenskir sláttuhættir. Bókin verður til sölu á staðnum og allur ágóði af sölu hennar rennur til Landbúnaðarsafns Íslands. Sýningin stendur til 20. janúar 2016. Opið verður til kl. 16.00 á opnunardaginn og eftir það kl. 13.00 - 18.00 virka daga. Ókeypis aðgangur. Í síðustu viku fengu nemendur í 8. bekk í Grunnskólanum í Stykk- ishólmi skemmtilega heimsókn. Ingibjörg Ágústsdóttir heim- sótti bekkinn í fullum skrúða og fræddi bekkinn um íslenska þjóð- búninginn. Þá fengu nemendur einnig að skoða búning nánar og máta upphlut. „Það er mikið ríki- dæmi að geta sótt slíkan fróðleik frá fagmanneskju í heimabyggð. Ingibjörg færði skólanum bókina Faldar og skart að gjöf og kunn- um við henni bestu þakkir fyrir,“ segir á vefsíðu grunnskólans. grþ / Ljósm. Grunnskólinn í Stykkishólmi. Fengu fræðslu um íslenska þjóðbúninginn Upphlutur mátaður. Ingibjörg Ágústsdóttir heimsótti nemendur í 8. bekk í Grunnskólanum í Stykkishólmi. www.skessuhorn.is Þeim sem vilja nýta sér blaðið til auglýsinga er bent á að hafa samband við markaðsstjóra í síma 433-5500 eða senda tölvupóst á emilia@skessuhorn.is Sökum þess hversu stórt blaðið er að þessu sinni er skilafrestur auglýsinga föstudaginn 20. nóvember Aðventublað Skessuhorns kemur út 25. nóvember landi til að tengja betur saman ferðaþjónustu þar og á Íslandi, og ég hef áhuga á að tengja Vestur- landið,“ segir Rósa Björk. Þetta leiðir talið að enn öðru áhugamáli Rósu sem er mál- efni norðurslóða. „Ég hef mikinn áhuga á fólkinu sem byggir norð- urslóðir, ekki síst á frumbyggjun- um. Nú í mars stefni ég á að fara til Jakútíu í Síberíu en þar hef ég eignast marga vini. Hugsan- lega mun ég fara að starfa við að hjálpa þeim við að þróa samstarfs- verkefni og markaðssetja Jakútíu í ferðamennsku. Jakútía er geysi- lega víðfeðmt land og fólkið sem byggir það á mjög ríkan og merki- legan menningararf. Þau eru mjög stolt af sinni menningu,“ seg- ir Rósa. Þessi tengsl leiddu hana í ný verkefni nú í haust. „Í októ- ber var haldin listsýning í Gamla Bíói í Reykjavík sem haldin var í tengslum við stóru Arctic Circle- ráðstefnuna um málefni Norður- slóða, sem Ólafur Ragnar Gríms- son forseti Íslands stendur fyr- ir. Þessi sýning hét „Circum-Arc- tic Art Show“ eða „Frumbyggjalist heimskautasvæðanna“ á íslensku. Þarna komu listamenn af frum- byggjasvæðum allsstaðar af Norð- urslóðum eins og Kanada, Síber- íu, Grænlandi, Norður-Svíþjóð og Noregi. Þarna voru samar, inúít- ar og fleiri sem sýndu listaverk og seldu, auk þess sem sviðslistir voru í hávegum hafðar. Rósa segir að til standi að endur- taka Frumbyggjalist heimskauta- svæðanna í tengslum við Norður- slóðaráðstefnuna og þá vonandi í Hörpu framvegis. „Við eigum ótal- margt sameiginlegt með fólki sem byggir önnur lönd á Norðurslóð- um, ekki síst með frumbyggjunum. Þau eru mjög nærri okkur en samt svo fjarri. Með hlýnun loftlags hafa siglingaleiðir norðurslóða opnast og áhugi Íslendinga sem og annarra þjóða aukist vegna þeirra auðlinda sem finna má á Norð- urheimskautasvæðunum. Á sama tíma ættum við að sýna því fólki sem byggir afkomu sína á búsetu á þessum strjálbýlu köldu svæðum meiri áhuga og virðingu með því að kynna okkur þeirra lífshætti og lífsbaráttu. Þarna eru tengsl sem Íslendingar eiga að rækta og efla,“ segir Rósa Björk Halldórsdóttir að lokum. mþh Þroskaþjálfi - Iðjuþjálfi SK ES SU H O R N 2 01 5 Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir starf þroska- eða iðjuþjálfa í „Smiðjunni“ í Ólafsvík, sem er dagvinnustofa og atvinnutengd úrræði fatlaðs fólks Um er að ræða 100% stöðugildi, vinnutími virka daga kl. 8.00 – 16.00 Launakjör skv. samningum SDS og sveitarfélaganna Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf, 2 umsagnaraðila og sakavottorð viðkomandi berist til undirritaðs sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um starfið: Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður, s. 430-7800 og 861-7802 sveinn@fssf.is Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2015 Forstöðumaður Snæfellsbær:

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.