Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 27 Freisting vikunnar Þó að þessi réttur sé örlítið sum- arlegur að sjá þá er ekki annað hægt að segja en að ferskt og gott kjúklingasalat eigi við allt árið um kring. Margir fallegir litir komnir saman í næringarríka og ljúffenga máltíð, sem gælir við bragðlauk- ana. Salatið er í senn ferskt og létt en örlítið sterkt á sama tíma, vegna sósunnar. Vel er hægt að skipta henni út fyrir bragðminni og mildari sósur, svo sem satay sósu, fyrir þá sem ekki þola neitt sterkt. Þá má einnig leika sér með innihaldið í salatinu, þó að mangó ávöxturinn spili stórt hlutverk. Gott er til dæmis að bæta jarðar- berjum við og fleiri tegundum af salati. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur í gerð og smakkast ótrú- lega vel með nýbökuðu snittu- brauði og vel kældu hvítvínsglasi. Mangó kjúklingasalat 4 kjúklingabringur 1 flaska Sweet chili sósa Skornar í strimla, snöggsteiktar í olíu á pönnu. Sósunni hellt yfir og látið malla í smá stund. 1 poki ruccola salatblanda Nýir tómatar í sneiðum 1 mangó skorið í teninga 1 rauðlaukur sneiddur. Einnig má nota annað grænmeti eða ber í salatið, bara eftir smekk hvers og eins. Núðlublanda: Hálfur bolli olía ¼ bolli balsamic edik 2 msk sykur 2 msk sojasósa Soðið saman í ca 1 mínútu. Kælt og hrært í á meðan kólnar. Setjið til hliðar. 1 pakki núðlur (sleppa kryddi og brjótið núðlurnar vel) 1 pakki möndluflögur / heslihnetu- flögur Sesamfræ Ristað á pönnu. Lengstan tíma tekur að brúna núðlurnar, síðan hneturnar og fræin bara örstutt. Blanda þessu svo við vökvann og kælt. Salatið er sett á fat, núðlubland- an yfir og kjúklingnum raðað ofan á. Borið fram með snittubrauði og köldu hvítvíni. Óvenju gott kjúklingasalat Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: kross- gata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. At- hugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póst- leggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 58 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Allt er heilum hægt.“ Vinningshafi er: Jóna Kristín Ólafsdóttir, Jörundarholti 170, Akranesi. mm Álfur Munn- mæli Þegar Enn Vagga Útbúa Með tölu Trýni Heyrn Sterkur Fiskur Afa Sérhlj. Þátt- taka Þjóta Notar Spyr Vind- hani Skelin 9 Svall Nautið Veiða Andi Ekki 5 Massi Mjög Góð For Gaufa Rösk Þramm Lulla Ræsa Gátt Garður 7 Bjástur Dæld Póll Þreyta Sk.st. Sár Kynstur Á fæti Flakk Hás Stig Sprunga Ummál Frjáls Kona Berg- mál Ljúka Rétt- lætir Sko Rölt Rugl 2 Þekkt Dunda Rugga Mergð Brall Samhlj. Sædrif Frjó 3 Dynkir Erfiði Þegar Della Poki Samhlj. 1 Herðar Fugl Hagn- aður Stuðull Dvelja Háhýsi Slark Öslaði Föl 8 Núna 4 Tegund Hand- laginn Tölur Ílát Slár Grugg Málm 6 Hvíldu Fag Haf 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Í byrjun mánaðarins tóku nemend- ur 1. - 5. bekkjar og 7. - 8. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi þátt í verkefninu Jól í skókassa. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til að gleðja önnur börn sem lifa við fá- tækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Krakk- arnir komu að heiman með leik- föng, fatnað, hreinlætisvörur, sæl- gæti og skóladót til að setja í kass- ana. Þau pökkuðu öllu inn í skól- anum og fóru svo með pakkana upp í kirkju þar sem tekið var við þeim. Skókassarnir verða svo send- ir til Úkraínu þar sem þeim verð- ur dreift til barna sem búa við sára fátækt. grþ Sendu jólagjafir til fátækra barna Nemendur 1. bekkjar á leið með kassana sína upp í kirkju. Litríkar jólagjafirnar tilbúnar til afhendingar, fullir skókassar sem gleðja fátæk börn í Úkraínu. Vandað til verksins við að pakka skókössunum inn í jólapappír. Í síðasta tölublaði Skessuhorns var sagt frá því að byggingarleyfi vegna gistihúss við Egilsgötu 6 í Borgar- nesi var fellt úr gildi af Úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála. Vegna fréttarinnar vilja eigendur hússins og rekstraraðilar Egils Gu- esthouse taka það fram að bygg- ingarleyfið var fellt úr gildi sök- um formgalla á afgreiðslu bygg- ingarfulltrúa Borgarbyggðar árið 2013. Snýr sá formgalli að grennd- arkynningunni sem framkvæmd var sama ár. Byggingarleyfið var gef- ið út af sveitarstjórn en rekstraleyfi er gefið út af sýslumanni. Það skal tekið fram að rekstrarleyfi Egils Guesthouse er í fullu gildi og er til ársins 2019. Formgalli í afgreiðslu byggingarfulltrúa er eitthvað sem sveitarfélagið þarf að bregðast við í framhaldinu af þessum úrskurði og hefur það þegar verið gert með því að ákveða að setja af stað grenndar- kynningu að nýju til að hægt sé að endurnýja umsókn um breytingu á húsnæði Egilsgötu 6. mm Grenndarkynning mun fara fram vegna gistihúss

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.