Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 15 VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi inn upplýsingar á vr@vr.is fyrir 1. desember 2015. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: - Lýsing á eign og því sem henni fylgir - Ástand íbúðar og staðsetning - Stærð, öldi svefnplássa og byggingarár - Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Næstkomandi laugardag stendur Átthagastofa Snæfellsbæjar, ásamt Svæðisgarðinum Snæfellsnesi og Frystiklefanum, fyrir fjölmenning- ar- og matarhátíð í Frystiklefanum í Rifi. Að sögn Dagbjartar Agnars- dóttur verkefnastjóra hjá Átthag- astofunni er hugmyndin sú að fólk geti kynnt mat og menningu sína á viðburðinum. „Fólk kemur með mat á hlaðborð og réttirnir merkt- ir upprunalandi og sagt frá megin innihaldsefnum. Eins ef það er ein- hver saga á bakvið réttinn, þá fer það með. Svo verðum við með stórt svið þar sem hægt verður að stíga á stokk og segja sögu, dansa, syngja lag eða hvað eina sem fólki dettur í hug,“ segir Dagbjört. Verkefnið er styrkt af Uppbygg- ingarsjóði Vesturlands og fá þeir sem koma með mat á hlaðborðið endurgreitt allt að sexþúsund krón- um fyrir þátttökuna. „Þetta á að vera auðvelt og þægilegt fyrir alla, enda viljum við fá sem flesta þátt- takendur. Það er að koma mynd á dagskrána, við fáum sögu frá Pól- landi, atriði frá Bosníu og Þýska- landi og svo ætlar hljómsveitin As- tron að spila fyrir gesti svo fátt eitt sé nefnt.“ Kynning verður á nýju appi sem þýðir íslensku yfir á mörg tungu- mál. Hægt er að tala við það á ís- lensku og það talar til baka á er- lendu tungumáli,“ segir Dagbjört. Stefnt er á að viðburðurinn verði árlegur og vindi upp á sig með litlum uppákomum og verkefnum um allt Snæfellsnes. Hátíðin verður frá klukkan 16 til 19 og frítt er inn. „Það eru allir velkomnir, alls stað- ar að af landinu og úr heiminum, við setjum engin mörk,“ segir Dag- björt að endingu. grþ Fjölmenningarhátíð verður haldin í Frystiklefanum laugardaginn 21. nóvember. Fjölmenningar- og matar- hátíð í Frystiklefanum Mishermt var í síðasta tölublaði Skessuhorns að spunaleikurinn Þjónn í súpunni sem fer fram næstu vikur á jólahlaðborði í Hernáms- setrinu á Hlöðum á Hvalfjarðar- strönd væri eftir Akurnesinginn Árna Ibsen. Svo mun ekki vera. Misskilningurinn stafaði af því að gömul frétt Morgunblaðsins frá 1997, þegar spuninn var fyrst sett- ur upp í Iðnó í Reykjavík, hermdi að Árni væri höfundur verksins. Þessi misskilningur virðist aldrei hafa verið leiðréttur og þegar leit- að er að „Þjónn í súpunni“ á go- ogle-leitarvélinni birtist þessi frétt úr Morgunblaðinu fyrir tæpum 18 árum með þessum röngu upplýs- ingum. „Þetta er spuni, en byggist á ákveðinni „beinagrind.“ Upphaf- lega útgáfan af Þjóninum varð til í hópvinnu okkar í Iðnó. Það voru ég, Edda Björgvinsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálms- dóttir, Bessi Bjarnason og Stefán Karl Stefánsson. Gísli Rúnar Jóns- son var okkur líka innan handar. Ég var svo leikstjóri. Að Þjónin- um í Iðnó komu margir leikarar því þetta gekk svo lengi að við urðum að fá leikara til að leysa af í styttri eða lengri tíma. Enginn hafði reikn- að með svona góðu gengi. Þegar ég var leikhússtjóri á Akureyri, 2008 - 2012 setti ég Þjóninn svo aftur upp í samvinnu við þau heiðurshjón Arn- rúnu og Friðrik á veitingastaðnum Friðriki V. Þar komu einnig margir góðir leikarar við sögu og sýningin vakti feikilega lukku og gekk lengi,“ segir María Sigurðardóttir leikstjóri Þjóns í súpunni á Hlöðum. mþh Þjónn í súpunni ekki eftir Árna Ibsen

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.