Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 201530 „Hver er þín uppáhalds jólakökusort?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Kristján Hafberg Elínarson: „Súkkulaðibitakökur.“ Kristófer Arnar Jónsson: „Lakkrístoppar, ekki spurning.“ Margrét Gunnarsdóttir: „Því er auðsvarað, það eru mömmukökurnar.“ Adda Guðmundsdóttir: „Hvíta lagkakan.“ Björk Elva Jónasdóttir: „Lakkrístoppar.“ Rúnar Geirmundsson kraftlyft- ingaþjálfari er margfaldur Evrópu- og Íslandsmeistari í sínum þyngd- arflokki í kraftlyftingum. Auk þess er hann söngvari þungarokkssveit- arinnar Endless Dark. Rúnar var með vel sótta kraftlyftingakennslu í Jöklagymi í Ólafsvík á laugardag- inn. Eigendur Jöklagyms eru þeir bræður Mímir og Oddur Brynj- arsynir. Mímir sagði í samtali við Skessuhorn að þessi kennsla hafi verið kærkomin og ekki verra að fá fagmann til að kenna réttu hand- tökin. „Við lærðum tækni, öndun og hvernig er best að bera sig að við æfingar,“ segir Mímir og bæt- ir við að þeir sem mættu hafi verið ánægðir með kennsluna hjá Rúnari. Hafi menn og konur farið með bros á vör heim eftir þessa kennslu margs fróðri um tækni og annað sem við kemur kraftlyftingum. Mímir segir að það séu marg- ir sem æfa í Jöklagymi og fari þeim fjölgandi sem æfi hjá þeim bræðr- um. „Enda erum við alltaf að bæta við tækjum og tólum og erum með metnað til þess að gera góða stöð betri. Hjá okkur er opið alla daga vikunnar.“ af Kraftlyftingakennsla naut vinsælda í Ólafsvík Vel sótt kraftlyftingakennsla í Ólafsvík. Rúnar ásamt öflugum hópi í Jöklagymi. Rúnar Geirmundsson margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í kraftlyftingum sýnir hvernig best að framkvæma hnébeygjur. Á föstudaginn þann 20. nóvem- ber hefst haustmótið í hópfimleikum og stendur frá kl. 17:00. Lýkur því á sunnudeginum 22. nóvember um kl. 17:00. Alls koma 850 iðkendur eða 67 lið víðs vegar af landinu og keppa í 4.-1. flokki. Mótið er samtals sex hlut- ar. Mót þetta er á vegum FSÍ í umsjón FIMA. Mikil vinna hefur falist í und- irbúningi fyrir mótið en skipuð var mótanefnd í haust og eru það Gunn- ur Hjálmsdóttir, Sigurrós Ingimars- dóttir, Friðbjörg Sigvaldadóttir, Mar- en Ósk Elíasdóttir og Lóa Guðrún Gísladóttir sem hafa staðið í ströngu að undirbúa það. En til að mótið gangi sem allra farsælast eru það iðkendur félagsins og foreldrar/aðstandendur þeirra sem vinna ómetanleg sjálfboða- liða störf. Án þeirra væri þetta ekki hægt, en margar vaktir og störf þarf að manna og gengur það ágætlega, enn vantar þó að manna nokkrar vaktir. Haustmótið telur til deildameist- aratitils og það lið sem sigrar verða Haustmótsmeistari í sínum flokki. Einnig skiptast liðin í deildir eftir ár- angri á þessu móti, t.d. A, B og C deild. Allir vilja lenda í A deild en þar er möguleiki á Íslandsmeistaratitli og deildameistaratitli. Því er von á hörku baráttu. Á komandi haustmóti keppa ellefu fleiri lið en í fyrra og er það al- veg hreint stórkostleg aukning en fim- leikaheimur á Íslandi hefur ört vax- ið á síðastliðnum árum. FIMA hlakk- ar ótrúlega til að taka á móti öllu fim- leikafólki og upprennandi stjörnum Íslands sem og áhorfendum. Haustmótið er fjáröflun fyrir Fim- leikafélag Akraness en það er orð- ið stórt batterý. Um 450 iðkendur stunda einhverskonar fimleika við fé- lagið. Félagið er að sprengja utan af sér húsnæðið en hefur fengið tíma- bundna aðstöðu í gamla ÞÞÞ húsinu við Dalbraut. Sú aðstaða er einung- is lítil brú yfir stórt bil – félagið kall- ar á vakningu í bæjarfélaginu eftir nýju húsi. Þar sem hægt er að hafa alla starfsemi undir sama þaki. En í dag eru iðkendur félagsins að æfa a.m.k. þremur klukkustundum minna í viku en jafnaldrar þeirra í öðrum félögum. Þrátt fyrir það er fimleikafélagið að sýna frábæran árangur og eignaðist m.a. nokkra Íslandsmeistara á Íslands- mótinu í stökkfimi þann 31. októ- ber síðastliðinn. Félagið er með mjög flotta yngri flokka og er að reyna að viðhalda meistaraflokki sem er virki- lega erfitt í núverandi aðstöðu. Við hvetjum bæjarbúa og nærsveit- unga til að kíkja á haustmótið um helgina, en þar verður m.a. sjoppa til styrktar félaginu sem og allur að- gangseyrir. Einnig viljum við sérstak- lega að bæjarstjórn Akraneskaupstað- ar og stjórn ÍA sjái sér fært að koma og kíkja á mótið. Áfram FIMA! -Fréttatilkynning frá stjórn. Haustmót í hópfimleikum framundan á Akranesi Blaklið Ungmennafélags Grundar- fjarðar tók á móti KA í efstu deild kvenna í blaki laugardaginn 14. nóvember. Norðanstúlkur byrjuðu af miklum krafti og unnu fyrstu hrinuna 25-17. Heimastúlkur tóku aðeins við sér í annarri hrinu en það dugði ekki til því að KA kláraði hana 25-21. Í þriðju hrinu benti allt til þess að KA ætlaði að kafsigla Grundfirðinga og voru komn- ar í 20-6 þegar Grundarfjörður vakn- aði til lífsins. Þær söxuðu niður forskot KA en náðu þó ekki að knýja fram nýja hrinu því KA sigraði 25-21 aftur og vann þar með leikinn 3-0. Grundar- fjörður á næst heimaleik gegn Stjörn- unni fimmtudaginn 19. nóvember. tfk Fengu skell gegn norðankonum Knattspyrnufélag ÍA hefur fram- lengt um eitt ár samninga sína við Heiði Heimisdóttur og Vero- nicu Líf Þórðardóttur. Munu þær því leika með liðinu í Pepsideild kvenna á næsta keppnistímabili. Heiður er 22ja ára framherji og hefur á ferli sínum skorað 20 mörk í 41 leik fyrir ÍA. Veronica er 18 ára kantmaður sem á að baki 15 leiki fyrir meistaraflokk. Báðar komu þær reglulega við sögu á liðnu sumri þegar ÍA tryggði sér að nýju sæti í efstu deild eftir eitt tímabil í 1. deildinni. kgk Heiður og Veronica framlengja við ÍA F.v. Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA, Heiður Heimisdóttir, Veronica Líf Þórðardóttir og Þórður Þórðarson þjálfari. Ljósm. kfia.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.